Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 26

Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 26
24 FÉLAGSBRÉF glettnum rókokkóleiknum heima. Þá hittum við hann uppi á Rodelökka, þar sem hann gabbar strákana til að fremja prakkarastrik, svo að þeir minnast hans sem „slægs fjanda". I skólanum getur hann einnig hagað sér frekjulega og ósæmilega, eins og á viðhafnarmikilli skólahátíðinni: þar les hann upp berorðar danskar þjóðvísur, og ver skoðun Andreasar, er ekki stígur í vitið og hefir lifað í þeirri sælu trú, að í uppáhalds- kvæði hans, Blóma-Óla eftir Jörgen Moe, sem hann les upp, tali skáldið um tígrisdýr (tiger), en ekki auman betlara (tiggw^)! Jafnvel þótt hinn fágaði Lillelord geti varla þolað að umgangast Andreas, sem haldinn er lágstéttaröfundsýki og er með vörlur, hrindir hann ekki frá sér vináttu þessa þakkláta bekkjarbróð- ur, heldur þiggur hana, með þeim miður aðlaðandi eftirþanka, að hann geti notað hana til einhvers. Lillelord er siðleysingi, og annað ég hans skil- ur sig með breytni sinni frá venju- legum menningarháttum. Þetta er árangur óhóflegrar bælingar á frum- stæðu eðli, því sanna, upprunalega. Hann er fulltrúi nútímamannsins, stórborgarmaðurinn, sem er slitinn úr tengslum við jörðina. Hann er maður hinna mörgu andlita, kame- ljón, sem breytir lit eftir umhverfinu. Hann er nútíma Pétur Gautur, heims- maður og draumamaður án kjarna. Aðaltáknið í bókinni er GlereggiS, nafnið á öðrum kafla bókarinnar, þar sem við heimsækjum Skovly, sveitarsetur fjölskyldunnar úti með firðinum. Glereggs-táknið er tengt föður Lillelord, sem við kynnumst nú nánar. Þegar í fyrsta kafla fylgj- umst við með Lillelord á könnunar- ferð í myndaalbúmi fjölskyldunnar, þar sem hann rekst á mynd, sem undir er skrifað: Pabbi og Lillelord, en sem hann sjálfur með rithönd móður sinnar ritar undir: Faðir og sonur, vottur um föðurstolt, sem ekki er reynt að draga neina dul á. í annað skipti verður móðurinni litið á myndirnar á arninum „aðra af manni hennar, Christian Fredrik Sagen, uigum, í sjóliðsforingjabún- ingi, hina af Lillelord með mjúkt, hrokkið hár niður á kraga“. Á samtali milli Lillelord og móð- ur hans komumst við að raun um, að kvenfólk gat ekki séð föður hans, sjóliðsforingjann, í friði. Að lokum gaf hann sig að útgerð, var duglegur og aflaði mikils fjár. Hann hafði einnig áhuga á nýtízkumálverkum og lék opinberlega á hljóðfæri. „Hann virtist hafa hæfileika til alls. Hon- um heppnaSist allt“. Á sama hátt og Lillelord laðaðist að kvenlegu hispursleysi Kristínar frænku, hafði faðir bans fallið fyrir konu af alþýðuættum, sem bæði var heilbrigð og eðlileg. Við hittum hana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.