Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 57

Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 57
FÉLAGSBRÉF 55 ins allt eitt sem til er aS keppa: ást þín, líf mitt og endurlausn þessa langhrakta lands. Andrés er af þeirri manngerð, sem kann tvö svör viS hverri spurn: — Var honum lagt í brjóst það óeðli, að breyta jafnan öðruvísi en aðrir menn? Var það bleyðiskapur hans, eða átti hann aldrei til þá hugs- un, að ekki stæðist tvennt á oddum: annaö sem hann þráði og hitt sera mælti i mót? Og einhvers staðar talar höfundur um vonina sem voðalegastan fjötur. Það er mikill reyfaraskapur í þessari bók, næstum eins og Björn hafi ætlaö í einu verki að sameina skáldskap og sjoppubókmenntir. En þegar sópað er hurtu hroðanum, gnæfir þó mynd Andrésar skýr eftir: tvíhuginn, klofningurinn, sem hyggst hafa heimt hinn helming sinn. Það eru örlög þeirra, sem í vafa velkj- ast og aldrei öðlast nema hálfan sannleik, að atburðarásin hrekur þá fyrr eða síðar til ótvíræðrar afstöðu, en jafnframt vakir eftir bresturinn í hugskoti þeirra ógróinn. Þótt Andrési virðist því braut sín mörkuð, þegar Skarðsmenn hafa drepið mág hans, hann sjálfur hrifið undir sig föðurleifð sína, og Solveig hefur horfið til hans, er eðli hans ekki slíkt, að efasemd hans hverfi. Enn stenzt tvennt á oddum. Hann hafnar því enskri aðstoð til að brjóta Skarðverja á hak aftur, gegn henni mælir áþján þess herra, er gefur þræl sínum að eta. Tvíhygli Andrésar fylgir honum til söguloka. Fyrr hafði hann sagt: — Það kaupir sér enginn grið, Sol- veig, enginn. Þú getur sagzt vera hlut- laus, þú getur haldið að þér höndum og setið hjá. Samt er ósigur þinn aldrei sárari en á þeirri stund, er þú horfir aðgerðalaus á aðra menn deyja. Þá drekkurðu í senn bikar ósigur- ins og beiska veig smánarinnar að hafa borizt af. Þú ert lifandi og samt ertu dauður. Þú hefur forðað lífi þínu og vegna þess hefur það þurrkazt út. Þegar Andrés hefur í sögulok beðið lægra hlut fyrir Skarðverjum, á hann tveggja kosta völ: Hann getur kosið lif, ritað undir nauðungarbréf og innsiglað þannig smán sína í augum heimsins eða staðið staffírugur, látið höfuð sitt með sæmd, haft heiður í dauöa sínum. Enn stenzt tvennt á oddum, og sá verður mest- ur sigur Andrésar að meta líf annarra manna hærra sæmd sinni. Hughlær frásagnarinnar í síðustu köfl- unum og barátta Andrésar í lokin minnir um sumt æði mikið á Deiglu Arthurs Millers. Báðir hljóta þeir Andrés og Jón Proktor aö svara spurn Hamlets: að vera eða ekki. Eins og í mörgurn íslendinga- sögum er hér spurt um sæmd. Og mér virðist niðurstaða Björns hárrétt. Maöur- inn guggnar andspænis dauða sínum, og sé nær gáð: er ekki ávallt meiri sæmd að velja jafnvel smánarlegt líf en dauða. Lýsing Björns á innri baráttu Andrésar er sá þáttur bókarinnar, sem bezt hefur tekizt. Þar kafar hann dýpst og dregur um leið mestan feng. Mörgum einstökum við- brögðum Andrésar er lýst af nærfærni og sálarlífsþekkingu, svo sem þegar hann gef- ur eljara sínum líf vestur í Skor. Ekki veröur sagt, að aukapersónur þess- arar sögu skipi mikið rúm eða veglegt, og í lýsingu fárra þeirra eða engra hefur höfundi tekizt að móta skýra manngerð. Þær lifa ekki sjálfar í orðum sínum eða athöfnum, heldur er Björn Th. sífellt að lýsa og útskýra. Við þekkjum vart aðra eiginleika Solveigar en þann, að hún er blóðheit ástkona. Eftirminnilegasta lýsing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.