Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 45

Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 45
FÉLAGSBRÉF 43 frá settu marki. SkapgerS hans átti og þátt í baslinu, („það var erfitt að vera ég“) og er ekki að furða þó honum þyki síðan lítið til þeirra koma, sem hvika á leiðinni, setjast niður og hvíla sig eða fara í krók- um og áföngum. Enda hefur margur mað- urinn látið heillast og gengið i björg, aldrei komizt á leiðarenda. Það hvarflaði líka að Kristmanni, einkum ef honum leið vel, en hann missti aldrei sjónar á markinu og sneri ávallt við áður hamav- inn lokaðist. Frá barnæsku var hann til- litslaus og vék helzt ekki út af brautinni, nema hliðargatan lægi i rétta átt, en ekki lái ég ættingjum hans, þó þeim þætti hann latur og kærulaus. Því enginn þeirra, að afa hans látnum, renndi grun í hversu „erfitt það væri að vera ég.“ Til fárra ber hann kala, þó meðferðin væri olt ómjúk, og er það sæmandi. Þrátt fyrir niðurlægingu og eymd fór hann aldrei í skítinn. Var þar sama aflið að verki og það, sem þyngdi honum göng- una: hann var nefnilega stoltur í smæð- inni, hofmóðugur í aumingjaskapnum og drambsamur í ófyrirleitninni. Hann glúpn- aði ekki fyrir neinu nema hjartagæzkunni. Hann kunni ekki að vera aumingi, dingla rófu eða sleikja hendur. Og vopn hans gegn lítilsvirðingunni var mikillæti og bros, þó hjartanu blæddi og annar hvor bróðirinn, hungur- eða hvítidauði, biðu á næsta leiti. Sagan er sögð af látleysi og hreinskilm. Ástarlýsingar eru nokkrar í bókinni, en mjög í hóf stillt og hvergi vtarlegar. Er það í samræmi við allan stil bókarinnar. Þar er stiklað á stóru og dramatiskir atburðir jafnan fluttir á svið hversdagsins. Fer .vel á því í ævisögu. Þeir, sem ekki skildu Kristmann áður, ættu að lesa bók hans nú. Það er stór persóna að baki þessu verki, sem er eins vel ritað og það, sem Kristmann Guð- mundsson hefur bezt gert, og er þá mikið sagt. Jón Dan. Edward Weyer: Frumstœðar þjóðir. Snæbjörn Jóhannsson íslenzkaði. Almenna bókafélagið. Desemberbók 1959. Almenna bókafélagið heldur upptekn- um hætti um útgáfu vandaðra fræði- bóka við hæfi almennings. Þegar „Heirn- urinn okkar“ kom út fyrir ári hafði jafn glæsileg og iburðarmikil alþýðu- fræðslubók i náttúrufræði ekki komið út áður hérlendis. Ári seinna keppir bókin „Frumstæðar þjóðir" við systur sina um þennan heiðurssess. Bókin fjallar um mannfræði eins og nafnið bendir til. Höfundur hennar, Ed- ward Weyer, er bandarískur prófessor i mannfræði og kunnur fræðimaður. Hún hefst á inngangi, sem fjallar um grund- vallaratriði mannfræðinnar, en þá taka við fjórtán kaflar um einstaka mann- flokka, sem hafa verið valdir með það fyrir augum, að lesandinn beri úr být- um eins fjölbreyttan og alhliða fróð- leik um þetta vífeðma efni og unnt er að láta í té á 167 blaðsíðum. Orðið frumstæður er ekki mjög gamalt í íslenzku máli, og hefur merking þess ekki ætíð verið sem ljósust notendum þess. Hér er það notað um þjóðflokka, „sem lifa i nánum tengslum við náttúruna og undir sterkum áhrifum forsögulegs upp- runa síns.“ í augum nútíma mannfræðinga eru hugtökin „siðmenntaður" og „villtur" eða „frumstæður" ekki einhlít (absolut), heldur viðhorfsbundin (relativ) og langt í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.