Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 51

Félagsbréf - 01.03.1960, Qupperneq 51
FÉLAGSBRÉF 40 í bókinni eru 213 myndir, 58 þeirra í litum. Allar eru þær prýðilega teknar og vel valdar. Margan lesanda mundi samt fýsa að sjá einnig nokkrar myndir af Ló- lóum, sérkennilegum og lítt rannsökuðum þjóðflokki í háfjöllunum við upptök Bláár í Kína. T ómas Tryggvason. Björn Th. Bjórnsson: Virkisvetur. Skáldsaga. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1959. Yirkisvetur er framar öðru sálarlífslýs- ing og ástarsaga eins manns. Þessi er að minnsta kosti sá þáttur sögunnar, sem einkum gefur henni sjálfstætt bókmennt.v gildi. Að vísu virðast fleiri markmið hafa vakað fyrir höfundi með samningu henn- ar, þótt þar hafi hann fremur þrotið ör- endið til frumlegrar sköpunar. Þetta er sannsöguleg skáldsaga, gerist á fimmtándu öld og flestar aðalpersónur kunnar úr sagnfræðilegum heimildum. Höfundur hefur valið þann kost að breyta ei nöfnum þeirra, en á hinn bóginn er méginþráður sögunnar skáldskapur einn. í þessum efnum eru vinnubrögð höfunda mismunandi. Til að mynda má benda á, að Halldór Kiljan Laxness kaus að breyta nöfnum sumra aðalpersóna íslandsklukk- unnar frá því, sem var í reynd. Samning sagnfræðilegrar skáldsögu mun um sumt ekki allsendis ólik þeim drykk, sem höfundur nefnir og kveður guð hafa hlandað mönnum, tvennrar náttúru. Á annan veg gengur tíminn, sem liðið hefur, síðan hinir raunverulegu atburðir gerðust, í lið með höfundinum, eða tím- inn hjálpar lesandanum til að stíga yfir þann múr, sem hin raunsæja skáldsögu- hefð síðustu þriggja aldarfjórðunga hefur skapað. En innan þess veggjar vaxa vart lengur jafnnýstárleg kjarngrös og áður. Þessi ritunarhefð hefur á marga lund slævt okkur fyrir frumlegri hugsun og hennar vegna blínum við fremur en ella á sannferðuga lýsingu í nútímaskáldsögu. í sannsögulegri sögu frá órafjörrum tíma gera menn tæpast jafnmiklar kröfur til raunsannrar mannlífsstælingar. Á hinn bóginn gerir sagnfræðileg skáld- saga ýmsar kröfur til höfundar síns, sem samtíðarsaga gerir ekki. Auk þess að búa yfir þekkingu á samtíð sinni verður höf- undur að kunna full skil á söguefni sínu, ekki einasta öllum sögupersónum og uí- burðarás, heldur öðru fremur anda og eðli, sjálfri lífskviku þess tímabils, er sagan gerist á. Ef mjög skortir á staðreyndar þekkingu höfundar, getur verið verr farið en heima setið, svo sem sorgleg dæmin sanna. Björn Th. hefur lagt á sig það erfiði, sem þarf til að njóta liðsinnandi náttúru hinnar sannsögulegu skáldsögu. Þekking á söguefninu, tíðarandanum og öllu yfirbragði mannlífsins á fimmtándu öld verður skáldskapargáfu hans aflgræðir eins og sá drykkur, sem menn bergja af eigin bikar. Þekking hans á öllum ytra búnaði, tólum og tækjum, fatnaði og fé- mæti, virðist óþrotleg. Bókin er eins og lærðasti fyrirlestur um þessi efni, og hann lýsir þessum hlutum af ástúð manns, sem kann að meta fagran grip. Hér kemur líka tíminn, sem liðinn er, honum til full- tingis. Þessar mörgu næsta smásmyglis- legu lýsingar fatnaðar, skartgripa og góðra húsmuna myndu orka þreytandi og óskáld- lega í nútímasögu um efni, sem við þekkj- um af eigin raun, en þurfa ekki að skyggja á skáldskap í verki sem þessu. Sú tíð íslenzkrar sögu, sem hvað mestu mistri er enn hulin, er tímabilið, frá því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.