Félagsbréf - 01.03.1960, Side 53

Félagsbréf - 01.03.1960, Side 53
FÉLAGSBRÉF 51 erlent konungsvald tók að festa hér ræl- ur unz lúterskan lét á sér kræla. A þessum tíma gerist Virkisvetur. Kannske hefur aldrei legið nær, að upp risi is- lenzk yfirstétt, er semdi sig að siðum út- lends aðalsfólks. Þá var heilög kirkja vaid á íslandi, Mariu guðsmóður voru sungin kvæði sem engin áður, og stórbokkar með viðurnefni af ríkidæmi kaupslöguðu með dánarbú úr Svartadauða. Þótt engan veginn hafi ég athugað hað sem skyldi, virðist mér höfundur hafa kostgæft að kanna heimildir, sem kunnar eru um sögupersónurnar. Til að mynda má nauðungarhréfið, sem Andrés gerir í sögulok, heita orðrétt eftir þeim gjörn- ingi, sem varðveittur er um það mál í fornbréfasafni. Vera kann, að sitthvað af fornum bréfum eins og skriftamál Ólafar ríku og Solvéigar frá Skarði sé falsað, eu frá því falsi hefur samt hrokkið sá n.eisti, er bálið kveikir, sem hrennur í þessari bók. Ymsar stoðir renna því undir þá skoð- un, að Birni megi takast að skrifa sann- sögulega skáldsögu, er hafi bókmennía- gildi: traust þekking á menningarverðmæt- um, list og lífsblæ þess tímabils, er harin lýsir, og haldgóð vitneskja um nokkur atriði í lífi þessa fólks, sem verður aðal- persónur í verki hans. Hví ritar Björn Th. þessa sögu? Sú óþægilega spurn hygg ég hljóti að hvarfla að hverjum höfundi, sem ekki lítur beinlínis á sig sem bókmenntalegan sprúttsala. Að mínu viti hefur hann í huga tvíþættan tilgang: Hann hyggst bregða ljósi skáldskapar yfir sögulega þróun á þann hátt, að boð- skapur liðinna atburða megi skýru máli tala til samtíðar lesanda, að atvikarás hókarinnar sé samhverf nútiðar vandamál- um, og liann hyggst með lýsingum á sálar- lífi, viðbrögðum, duldum, hneigum og sév' í lagi ástum aðalsöguhetju sinnar, skapa lifandi persónuleika. Þess var tæpast að vænta, að íslands- klukka Halldórs Kiljans Laxness kvæði við s»o hátt, að hvergi ómaði bergmál í bókmenntum okkar. Sú hefur enda orðið reyndin, og hvað skýrast hefur hljómur Klukkunnar bergmálað í verkum manna, sem þó eru af sjálfum sér gæddir snjöllu tungutaki, sem sé Sigurðar Ifoltsklerks og Björns Th., þótt þar með sé ekki mörg önnur líking með þeim tveimur. Boðskapur Virkisvetrar, sá að selja ekki íslenzk landsréttindi fyrir grautarask eða vild erlendra valdsmanna, á ekki síður er- indi til okkar nú en þegar Kiljan skóp Arna Arnæo þann hróður að verzla ekki með ættjörð sína. Engu síður hljóma ræð- ur Uffelens Hamborgara Kiljans í hug okkar, meðan við lesum orð Tómasar Ball- es og Jóns Boltons, og bergmál verður aldrei nema bergmál þó svo það endurómi sannleikann. Um þetta atriði hefur því höfundi brugðizt frumleikur. Hann kveður sér ekki hljóðs með þeim hætti, að orð hans séu neinum ný sannindi nema ef til vill fáeinum blindingjum. En íslandsklukkan glymur viðar en í þessum þunga undirtóni. Björn leggur Andrési Guðmundssyni i munn: — Þú spyrð: hvor herrann er betii, sá sem hefur hag af ófrelsi þínu og gefur þér að éta, eða hinn sem held- ur þér hungruðum í þrældómi? Ég svara því, að sá sem hræðist hungrið, kýs heldur sinn þrældóm; hinum er einskis í misst. Hvort minnir þetta menn á orð Kiljans um þær tilfinningar, sem búi í brjósti hins barða þræls?

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.