Grallarinn - 25.10.1924, Blaðsíða 4
GRALLARINN
3
Frakkinn.
Það var einu sinni kaupmaður í Rvík,
við skulum segja að hann hafi heitið
Þórður. Einu sinni fór hann með konu
sinni, með öðru fólki, sem fór í Vatna-
skóg. Var farið á tveim skipum upp í
Hvalfjörð, og voru þrír búðarþjónar
hans í förinni, en ekki á sama skipi og
hann. Á leiðinni yfir hálsinn, hitti einn
búðarþjónninn, sá er Bjarni hét, hús-
bóndann, og fjölskyldu hans. Bjarni
var laus, en húsbóndinn var með
myndavél, kíkir, frakka o. fl. Bjarni var
ungur, en húsbóndiun gamall, Bauðst
Bjarni því lil að bera eitthvað, en af
því logn var og mikill hiti, þá þáði
húsbóndinn boðið og fékk Bjarna frakk-
ann. Það var spánýr sumarfrakki, og
var þetla fyrsti dagurinn sem hann var
brúkaður.
Litlu seinna varð Bjarni viðskila við
húsbóndann, en vegna þess hvað heitt
var, lá við að hann yðraðist eftir að
hann hefði boðist að bera frakkann.
En eitt sinn er hann reis upp frá að
tína ber, sér hann Markús búðarmann
við sömu verslun, og veifar til hans.
»Hvað ertu með frakka i þessum
hita?« segir Markús, þegar þeir hittast.
»Já, ég ætlaði að vita hvort ég gæti
ekki selt hann í förinnk, segir Bjarni,
»hann er heldur lítill á mig. Viltu kaupa
hann á 15 krónur?«
»Ó, haltu kjafti«, segir Markús, »þú
ætlar að narra mig til þess að bera
frakkann; ég sé núna að það er frakk-
inn, sem húsbóndinn keypti í gær. En
bíddu við, þarna kemur Sigurjón, við
skulum leika á hann«.
Sigurjón var maður ekki beint gáf-
aður, þeir eru ekki allir stálslegnir á
vitsmununum, sem það heita, ftekar en
Alexandir. »Áttu nokkurn sumarfrakka
Sigurjón?« spurði Markus, þegar hann
kom til þeirra, »því hér er einstakt
tækifæri til þess að kaupa góðann
frakka«.
»Vilt þú þá ekki kaupa hann sjálfur«,
spurði Sigurjón. »Eg veit ekki til þess
að þú eigir neinn«.
»Jú, ég keypti mér alveg sömu teg-
undina í gær. Það eru þessir ensku,
sem fengu 30 punda laxinn, sem selja
þessa tvo frakka; þeir nenna ekki að
hafa þá með sér aftur til Englands. En
svo er þetta ekkert verð, það eru bestu
kaupin sem ég nokkurn tíma hef gert«.
»Hvað kostar frakkinn?« spurði Sig-
urjón.
»Fimmtán krónur«, sagði Bjarni.
»Fimmtán krónur«, át Sigurjón eftir,
Pað er þó ómögulegt. Ætlarðu ekki að
kaupa hann þá sjálfur Bjarni?
»Hann passar ekki á mig«, sagði
Bjarni, »annars skyldi ég svei mér gera
það«.
Sigurjón tók frakkann, og fór að
skoða hann. wÞetta er alveg nýr frakki,
svei mér þá. Ég held bara sá enski
hafi aldrei farið í hann«.
»Nei, sá eDski hefir aldrei komið í
hann«, sagði Markús með alvörusvip,
en Bjarni gat ekki stilt sig um að hlægja.
»Að hverju ertu að hlægja?« spurði
Sigurjón.
»Að þér, asninn þinn að vilja ekki
frakkann. Ea farðu nú í hann og mát-
uðu hann«.
Sigurjón fór í frakkann.
»Alveg eins og saumaður á þig«,
sögðu Markús og Bjarni í ginu hljóði.
»Og ég fæ hann fyrir 15 krónur«,
sagði Sigurjón og var hinn kvikasti.
»Fyrir 15 krónur, og svo gefurðu
kaffi skilurðu það?« »A11 right« (olræt)
sagði Sigurjón, »hérna eru 15 krónurnar«.
»En þú verður að iofa þvi hátíðlega
að svikja okkur ekki um kaffið, hvernig
sem jörðin snýst, og hvernig sem frakk-
inn endist þér«, sagði Bjarni.
»Nú hver fjandinn er þetta«, sagði
Sigurjón, »er ég vanur að svíkja það
sem ég lofa? Kaffið gef ég ykkur hvernig
sem alt veltis«.
»Og eins þó frakkinn verði ekki
stundinni lengur í þinni eign?«
»Já, já, en hvernig ætti ég að fara
að missa frakkann strax?«
»Þú gætir t. d. lagt hann frá þér,
og svo ekki fundið staðinn aftur«.
»Nei, ég passa nú það«. Leiðirnir
skyldu nú brátl, því Sigurjón var svo
stórstígur í nýja frakkánum, að hann
lenti langt á undan hinum, þrátt fyrir
hitann.
Uppi í Vatnaskógi hafði Þórður
kaupmaður ekki almennilega matarlyst.
Hann var alt af að horfa á Sigurjón
búðarþjón sinn, sem var í frakka sem
var svo einkennilega líkur nýja frakk-
anum hans. Sigurjón var alt af í frakk-
anum. Þórður sá hann strunsa fram og
aftur innan um kvenfólkiö, en hann
kom aldrei svo nærri að hann ggeti
kallað í hann, með góðu móti. En hann
var sjálfur of lúinn eftir gönguna, til
þess að fara að reyna að ná í hann.
Loksins kom Sigurjón þó svo nálægt,
að Þórður gat kallað í hann. »Þér eruð
búinn að fá yður nýjan sumarfrakka
Sigurjón?« »Já, fyrsti sumarfrakkinn
sem ég hef eignast«, sagði Sigurjón, og
andlitið á honum glóði af ánægju eins
og andlitiö á Haraldi hárljóta þegar
Einar andaskytta, í hans niðurvist und-
irritaði vottorð um að hann hefði sjálf-
ur engar brellur haft frammi.
í þessu bar Bjarna að.
»Hvar er frakkinn minn Bjarni?«
Bjarni leit á Sigurjón. f*órð fór að
gruna margt. Hann var besti karl en
bráður mjög.
»Farið úr frakkanum«. sagði Þórður.
Sigurjón skildi ekki í neinu. Hann
glápti á Þórð og Bjarna á víxl.
»Farið úr frakkanum mínum«, sagði
Þórður ösku-vondur.
Markús kom að i þessu.
»Bjarna fanst frakkinn svo þungur að
hann seldi Sigurjóni hann á 15 krónur
til þess að koma því á hann að bera
hann upp brekkurnar«.
»Hvar eru krónurnur mínar?« sagði
Sigurjón sótsvartur af reiði.
$
»Hérna«. Bjarni rétti honum þær;
Pórður kaupmaður skildi nú fyrst til
fulls, og hló jafnt dátt og Markús og
Bjarni.
Sigurjón fór úr frakkanum. Hann var
eins svartur í ffaman eins og Haraldur
hárljóti þegar maðurinn lét upp van-
trúna á Peters Afríkufara, þegar sá’góði
mann sá »indæla unga stúlku« í sam-
bandi við silfurneftóbaksdósir, hérna
um árið.
»Þú gleymir ekki kaffinu«, sagði
Markús, en Sigurjón er ekki farið að
gefa það, enn þann dag í dag.
Fyrsta g,i*einin míu.
Af auglýsingum í blöðum hefi eg séð,
að það á að fara gefa út reglulegt
heldri manna blað, og gladdi það mig
mikið. Eg er máske ekki reglulegur
heldri maður, en eg vil gjarnan vera
það, og verð það áreiðanlega með tím-
anum. Nú hef eg hugsað mér að bjóða
aðstoð mina sem sjúrnalisti eða blaða-
maður, því eg hef áreiðanlega milda
hæfileika í þá átt, þó eg jaínist máske
ekki við þá Lord Nothcliffe eða Jón
Björnsson. Eg hefi tekið eftir því að
almenningur hefir gaman af að vita
nokkur deili á rithöfundum, sem hann
les eftir, og vil eg því fyrst fara nokkr-
um orðum um sjálfan mig.. Eg er 25
ára, útlærður frá Sívertsen af verzlunar-
skólanum og hef auk þess tekið tíma
hjá Mannsér. Eg hefi góða stöðu hjá
heildsölufirma, en vil nú verða blaða-
maður. Eg er meðalmaður á hæð, ljós-
hærður, og bláeygður, nokkuð er eg
þrekinn, og rauðskeggjaður mundí eg
vera, ef Eyjólfur iðkaði.ekki list sina dagl.
á kjálkum minum. Eg heiti Sigurgeir. Og
eg er Oddsson. Ekki hirði eg að lýsa
ætt, minni en þó má geta þess, að ekki
þarf langt aö fara fram í ætt mina til
þess aö hitta rithöfunda. Við íslending-
ar erum allir komnir af göfugum ætt-
um, og er að því athuguðu því síður
ástæða til þess að fara að tala um
mína nánustu, en eg vil geta þess, að
eg hef mörg ár lifað í ósátt við föður
minn.
Fyr meir drakk hann eins og ber-
serkur. En eg er með hófdrykkju, en
móti ofdrykkju. En nú er hann hættur
að drekka og orðinn bannmaður, en eg
er á móti banni eins og allir aðrir
heldri 'menn. Pað sem mest skilur á
mil.li okkar er þó það, að hann er
bolsivíki, en eg er íhaldsmaður, og hata
allar umturnanir á þjóðfélaginu, sem
geta haft spillandi áhrif á hina eðlilegu
framþróun. Pá má lika geta þess, að
fyrir mann, sem vill komast áfram, er
ekkert vit annað en að vera á móti
öllu verkamannastússi, nema sjúkra-
sjóðum. Faðir minn græðir peninga nú,
á tá og flngri, og gæti verið, að eg
hefði viljað sættast við hann, ef hann
hefði afneitað öllu alþýðusambandi, og