Grallarinn - 25.10.1924, Blaðsíða 5

Grallarinn - 25.10.1924, Blaðsíða 5
GRALLARINN farið að ganga með flibba. En í stað þess hefir hann forherðst í alþýðufræð- unura, og gengur með treiil eins og sveitajálkur. En svo mikið er eg bú- inn að lesa í Swett Marden, að eg veit að slikt kann ekki góðri lukku að stýra. Að svo mæltu sný eg mér að máiefn- inu. Aðalverk blaðámannsins er að afla blaði sinu frétta, svo eg lagði af stað í gær og gekk oían á steinbryggju. Þar mætti ég Þórarni Steindal frá Grjót- nesi. Konan fór frá honum fyrir eitt- hvað mánuði, en eg hafði ekki séð hann siðan. Þórarinn var afskaplega ólundar- legur á svipinn svo eg segi við hann: Hvaða ósköp liggur nú illa á þér Pór- arinn minn, er það af því konan er farin frá þér?« »Ónei, ekki er það nú þaðct, segir Þórarinn, »heídur er það af þvi, að hún er komin til min aftur«. Og með það gekk hann þegjandi burt. Rétt á eftir mætti eg manni sem eg þekti, en eg kom því ómögulega fyrir mig, hvort það var Thor Jensen eða Guðjón Suðurpóll, íisksali. Eg hugsaði að eg skyldi ekki láta á neinu bera, það hlyti að koma fram í umræðunum, hver þeirra það væri, en éf það var Thór, þá ætlaði eg að fá hann til þess að styrkja félagsskap okkar fasistanna með nokkur hundruð krónum (þvi Kalli lielir sagt okkur að fara ekki fram á meira í einu). Væri það hÍDS vegar Guðjón, ætlaði eg að biðja hahn að út- vega mér skötu, fyrir inann norður á Sigluiirði. Rétt þegar ég ætla að fara að gefa mig á tal við manninn, dettur mér i hug, að ég skuli ganga dálítið á eftir honum, og sjá við hvern hann tali, og þess var heldur ekki lengi að biða að hann stansaði, og færi að tala við mann. En, nú versnaði. Hver var maðurinn sem hann var að tala við? Það var fölur svartskeggjaður maður, pg ég sá strax, að það hlaut að vera annaðhvort Ólafur Friðriksson eða Sigurður Þór- ólfsson. Væri það Ólafur, voru likindi til þéss maðurinn væri Guðjón. Hins- vegar gat það vel verið Thor, ef það var Sigurður. Gunnar á Selalæk gekk framhjá rétt í þessu. »Hver er þessi svartskeggjaði?« spurði ég (þó ég sjái nú, að auðveldara hefði verið að sprja um hinn). Við vorum svo nálægt þeim að Gunnar sá þá ekki í fyrsta, hann er svo hár að hann leit yfir þá. »Það er hann Bjarni Finnbogason«, sagði Gunnar, þegar hann sá manninn »hann er búinn að safna svörtu aiskeggi sem sorgarmerki upp á hve yfirvöldin standa illa í stykkinu«. Bjarni var í þessum svifum að kveðja manninn, og ég vatt mér að honum. »Góðan daginn«, sagði ég. »Góðan daginn«, sagði hann. »Gott er veðrið«, sagði ég. »Ójá«, sagði hann. »En hann fer víst að ganga í norðrið«, sagði ég. »Það er víst«, sagði hann. Eg hugsaði mér, að ég yrði að ganga nær mahninum, ef ég ætlaði að vita hver hann væri. »Ætli það sé nokkurstaðar hægt að fá keypta skötu nú«, sagði eg. i »Skötu?« sagði maðurinn. »Já, skölu«, sagði eg. »Eg veit ekki«, segir maðurinn, og heldur dræmt. Þetta er ekki Guðjón fisksali, hugs- aði ég. Það lyftist á mér brúnin, og ég hló í hjarta mínu við þá hugsun, að hér stæði ég á almannafæri og talaði við aðaleiganda Kvöldúlfsgullsins. En ég hef gleymt að skýra frá, að þegar hér var komið, hafði leikurinn borist upp á pósthúshornið, og fjöldi manna gengu fram hjá. Ég sneri mér beint að málinu. »Haldið þér, að þér vilduð ekki styðja félagsskap islensku fascistanna með nokkur hundruð krónum«, segi ég. »Nokkrum hundruðum«, segir hann. »Það var nú ekki svo Iitið«. »Ekki mikið fyrir yður«, segi ég. »Ekki það«, segir haim og hlær. Rétt i þessu gengur fram hjá ungfrú Aðalheiður, sem eg er bálskotinn í, sök- um yndisþokka þess sem hún býður af sér, og auk þess er hún einkabarn stór- ríks föður. Það gat ekki farið hjá því, að hún hlaut að hafa séð, að Thor hló beint framan f mig. »Þér látið kannske eitthvað seinna«, segi ég við manninn. »Að minsta kosti ekki neitt núna#, segir hann. Tekur siðan oí'an mjög kurteislega og slóð þá heldur ekki á kurteisinni hjá mér, því ég beygði mig eins og tútomma úr kassaloki sem mæ'tt hefir misjöfnu. Rétt í þessu. bar þarna að Þorstein í Litlubúð. »Ætlarðu að fara að kaupa hús«, segir hann. »Ónei«, segi ég, »því heldurðu það?« »Af því ég sá við hvern þú varst að tala«. Mér varð strax skrambi hvert við þessi orð, og segi: »Var það kannske Guðjón fisk- sali, sem ég var að tala við?« »Guðjón fisksali? Nei ég held nú ekki«. Við þetta létti mér mikið og segi: »Já, eg vissi það, að það var hann Thor Jensen«. »Thor Jénsen«, segir Doddi og rekur upp stór augu. »Já, er það svo mikið«, segi eg. Það lá við, mér færi að leiðast þetta. »Thor Jensen«, segir Doddi aftur. »Mikill andskotans asni ertu Sigurgeir, að þekkja ekki menn sem þú hlýtur að sjá oft í viku. Þekkirðu ekki hann Björn Gislason fasteignasala, það var hann sem þú varst að tala við«. Og svo hló mannskrattinn eins og hann hefði fengið borgun fyrir það. Þeir Óskar Halldórs- son og Gunnar Halldórsson gengu fram hjá í þessu, og skellihlóu, en ekki veit eg hvort það var að mér, og í sama svip sé eg Pétur Halldórssou koma Póst- hússtrætið, en Haílbjörn Halldórsson, með komúnistagrín sitt, neðan frá Stein- bryggju. »Skárri er það nú gangurinn i þeim' Halldórssonum«, hugsa eg. En í því kemur Gunnþórun Halldórsdóttir út úr Landsbankanum og sá eg ekki betur en að hún ætlaði að fara að syngja um mig gamanvisur, svo eg flýtti mér burt hið bráðasta. Þarf engan að undra, þó eg væri í hálf slæmu gkapi, og treystist ekki að fara í frekara fréttastúss, þenn- an dag. En Swett Marden segir, að inaður eigi aldrei að gefast upp, og eg er ekki af baki dottinn þó svona tækist í fyrsta sinn. Sigurgeir Oddsson. Stói* yerðlaun. Allir sem hafa keypt blað af Grall- aranum, geta tekið þátt í verðlaunasam- keppni blaðsins, sem er með þessu móti: Menn eiga að geta upp á hvað mikið hafi selst af fyrsta tölublaði Grallarans, og fá fimm þeir sem íara næst því að geta rétt, 10 krónu verðlaun hver, út- borgað í peningum. Sá sem tekur þátt i þessu skrifi nafn sitt og heimili og töluna sem hann getur upp á á eyðu- blað það er hér fylgir. Siðan klippir hann það út úr blaðinu, og sendir það ábyrgðarmanni blaðsins Gunnari Jó- hannssyni Grettisgötu 18 B. Ekki má geta upp á nema einni tölu á hvern seðil." en ef það er gert gildir hæsta talan á seðlinum. En hver maður má geta á svo marga seðla sem hann vill, og getur þvf .ef heppnin er með fengið öll fimm verðlaunin 50 krónur. Hamrið nú járnið heittl Ég undirrit. held að af fyrsta tölubl. Grallarans hafi selst í Reykjavik » eint. Nafn Heimili ö rallaralauLs* má enginn vera um þessa helgi. Því sá sem er Grallaralaus, getur ekki tekið þátt í verolaunasamkeppninni, sem getið er um á öðrum staðí blaðinu. Kaup- endur blaðsins geta eignast 50 krónur fyrir ekki neitt, ef þeir eru dálitið at- hugulir, og heppnin er með. Maður sem ætlaði að fara að biðja sér stúlku, segir við hana: »Vitið þér hvað er næst hjarta mínu«. »Ætli það sé ekki nærpeysan«, sagði stúlkan. — Maðurinn hætti við bónorðið. »Heldur vildi ég að dóttir mín væri dauð, en að þér fengjuð hana«, sagði faðirinn. »Já einmitt«, sagði biðillinn. »Þér hafið þá líftrygt hana svona hátt«. Abyrgöarm.: Gunnar Jóhannsson. Prentsmiðjan Gutenberg. f»

x

Grallarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grallarinn
https://timarit.is/publication/1190

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.