Mjölnir - 14.05.1929, Qupperneq 2

Mjölnir - 14.05.1929, Qupperneq 2
2 MJOLNJR M J Ö L N I R . Utg. Jafnaðarmannafjelag Siglfirðinga. Kemur út á þriðjudögum. Verð: 0,/t0 kr. á mánuði og greiðiit fyrirfram. Verð: einstök blöð 10 aura. Auglýsingaverð: 1 kr. cm. eind. Ábyrgðarm.: H.ermann Einarsson Grundarg. 16 Afgreiðslum. Gunnar Jóhennsson Túng. 41 Augiýsingum «je komið í prentsmiðjuna, í síðasta lagi, á mánudag. r Arás ríkisstjórnarinnar á verkalýðinn ^varað Vinnustöðvun við verksmiðju Dr.' Paul hjer, vegna innflutnings erlendra verkamanna. Á undanförnum árum hefir það viðgeng- ist bæði í tíð íhaldsstjórnarinnar og Fram- sóknarstjórnarinnar, að fluttir hafa verið inn til landsins, erlendir verkamenn í stórum stil. Hefir Framsóknarstjórnin dyggilega fetað í fótspor fyrirrennara síns í því efni, þrátt fyrir það, þótt núverandi forsætis- og atvinnumálaráðherra Tryggvi Pórhallsson hafi veitt Ihaldsstjórninni allþungar átölur fyrir undirlægjuhátt í þessum efnum, meðan hún sat við vold. Nú síðastliðinn vetur, mun rikisstjórnin hafa veitt verksmiðjueigendum hjer norðan- lands undanþágu frá núgildandi lögum, og leyft þeim að flytja inn erlenda verkamenn; er slíkt athæfi beinlínis sett til höfuðs ís- lenskum verkalýð, þar sem það er vitan- legt, að því meira framboð, sem er at vinnu- krafti, því óhægar er að halda uppi kaup- kröfum verkalýðsins. En þetta tiltæki ríkis- stjórnarinnar er í fullu samræmi við fyrri gerðir hennar í garð verkalýðsins, og nægir að benda á í því sambandi laun við vega- vinnu og aðra vinnu, sem ríkið hefir lötið framkvæma. Verður síðar vikið að því hjer í blaðinu við tækifæri. Á fjölmennum fundi, sem haldinn var hjer í verkamannafjelaginu á sunnudaginn, var samþykt með öllum atkvæðum, að stöðva alla vinnu við verksmiðju Dr; Pauls, meðan þeir útlendingar vinna þar, sem ríkisstjórnin hefur veitt undanþágu með. Er það full alvara verkamanna, að ganga svo frá þessu máli að ríkisstjórnin taki meira tillit til þeirra í framtíðinni en hing- að til. Situr það ílla á núverandi ríkisstjórn, sem studd er af fulltrúum verkamanna, að leyfa innflutning erlendra verkamanna, og bætir ekki úr skák, að útlendu verkstjórarn- ir hafa reynst verkalýðnum þannig, að slík framkoma á hvergi að líðast í nokkru sið- uðu landi. Er nú mál til komið, að íslensk- ur verkalýður sýni slíkum náungum, að hann er upp úr því vaxinn. að láta berja sig og fótumtroða. „■Laglega á stað farið.“ í 25. tölubl. „Siglfirðings", þ. á. byrtist smáklausa eftir ristjórann, með fyrirsögninni: „Laglega á stað farið“. Heldur hann íram í tjeðri grein, að Losunar- og lestunarfje- lagið Kjer, hafi borgað tímakaup eftir taxta Verkamannatjelagsins við losun á salti úr

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/1195

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.