Mjölnir - 14.05.1929, Qupperneq 3

Mjölnir - 14.05.1929, Qupperneq 3
MJOLNIR 3 s.s. „Blairholm". Ritstj. virðist ekki vera þarna vandur að heimildum fyrir þeim gróu- sögum er hann lepur á götum út:, frekar en stundum oftar. Skal það því framtekið hjer, að gefnu til- -efni, að fjelagið greiddi timakaup sem hjer seg!r: Til 1. maí kr. 1,50 á klukkust. 1. maí. kr. 3,00 og eftir 1. maí kr. 2. á klukku- stund. Skora jeg því á ritstj. „Siglfirðings,, að birta í næsta blaði sínu, rjetta yfirlýsingu á kaupgreiðslu hjá Losunarfjelaginu, við losun á salti úr Blairholm. Annars lýsi jeg hann hjermeð ósannindamann að tjeðum ummælum. //. E. Afturför ritstj. „Siglf‘\ Sjóndapur virðist nú ritstj. „Siglfirðings“ vera orðinn, þar sem hann í næst síðasta blaði sínU er hættur að sjá þann mikla rauða lit, sem hann taldi vera á þessum bæ við siðustu bæjarstjórnarkosningar. Get- ur ritstj. sjer þess til, að við fjelagar höfum horft nokkuð fast á rauða kvensvuntu eða einhverja aðra rauða flik, þegar við rituðum um rauða litinn. Veslings rifstj. „Siglf.“ rekur líklega minni til þess tima, þegar hann var búðarloka í Haganesvík, því í þá daga tíðkuðust mikið rauðar kvensvuntur,' og jafnvel munu þær ekki hafa verið orðn- ar jafn fásjeðar, og þær eru nú, þegar Jón Jóhannesson (ekki ritstj. þá) var búðarloka hjá Vilh.elm Jónssyni. Frá þeim tíma að núv. ritstj. „Siglf.“ var í hinum virðulegu búðarlokustörfum, bæði hjer og í Haganesvík, munu það fáir vera, sem minnast þess, að hann hafi þá litið rauða litínn jafníllu auga, og hann gerir nú, jafnvel þó á kvensvuntu væri. Á sunnudaginn vár hjelt verkamannafjel. fund. Var þar meðal annars rætt um kaup- taxta fjelagsins, sem gekk í gildi 1. Maí. Voru fjelagarnir allir á einu máli um, að halda fast við kaupgjaldið, sem samþykt hafði verið. Bar fundurinn vott um. að stjett- meðvitund verkalýðsins hjer er vel vakandi. Margir nýjir meðlimir gengu í fjelagið. Er þeim nú óðum að fækka, sem standa utan við verkalýðsfjelögin hjer, og eftir næsta fund má enginn verkamaður standa utan samtakanna.x Verkakvennafjel. „Osk“ heldur fundi sína síðasta þriðjudag í hverjum mánuði. Síðasti fundur þess var haldinn 30. Apríl og voru þar rædd kaupmál verkakvenna. Var þó engin endanleg ákvörðun tekin um kaup- gjaldið. Næsti fundur fjelagsins verður haldinn 28. þ. m. og verða þá framhalds- umræður um kaupmálið. Er fastlega skorað á fjelagskonur að sýna áhuga sinn með þvi, að mæta á þessum fundi. Pið verka- konur, sem ekki eruð í fjelaginu, látið nú sjá, að þið sjeuð ekki eftirbátar karlmann- anna. Gangið inn á næsta fundi. Engin verkakona má standa fyrir utan fjelag’ð!

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/1195

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.