Mjölnir - 14.05.1929, Blaðsíða 4

Mjölnir - 14.05.1929, Blaðsíða 4
4 MJOLNIR íhaldsmaður svívirðir verkamann. Sophus Árnason íhaldskaupm. hjer í bænum, hefir tekið upp nýjan auðborgara- „sið“ til þess að rn'ða verkamenn. Á sunnu- daginn var gaf að líta reikning til verkamanns á hurðarrúðu kaupmannsins og var upp- hæð reikningsins kr. 2,50 Var skrifað á reikninginn að skuld þessi væri eftirgefin 1. Mai. Má ráða af áletruninni í hvaða augnamiði þetta tiltæki er framið. Hefir ekki annað vakað fyrir íhaldsmanninum en að svívirða verkalýðssamtökin og frídag verkamanna. Verkalýðssamtökin hjer í bæ eru það öflug að þau munu ekki líða neinum íhalds- strák að svívirða einstaka fjelaga sína eða samtökin í heild. H. Á. Þormóður Eyólfssoti, afgreiðslumaður Eim- skipafjelags Islands, hefir ekki viljað borga helgidagakauptaxta verkamanna. Stendur í stappi á milli hans og stjórnar verka- mannafjelagsins út af þessu. Má enginn verkamaður taka kaup sitt hjá honum eða öðrum sem ekki vilja greiða það kaupgjald sem þeir eru búnir að samþykkja. Til lesendanna. Vegna rúmleysis í blað- inu verða útl. og innl. frjettir að bíða næsta blaðs. Sömuleiðis frjettir af bæjarstjórnar- fundi, sem haldinn var í gær. Verkamenn! “Rjettur er eina tímarit ykkar. Kaupið það og útbreiðið. B L Ó M . Fátt prýðir heimilið meíra en falleg BLÓM. — Útvega inni- og útiblóm og alt sem til blóma heyrir. Hefi nokkur sýnishorn á staðnum. Steinþóra Einarsdóttir, Túng. 41. Til hvítasunnunnar. Nýkomið: Svínsflesk, reykt og saltað. Medisterpylsur Reyktar pylsur Skinke o. fl. Kjötbúðin. Svartir kvensokkar fl. tegundir. Persil, Skúripúlver, Eldspítur. Ýmsar matvörur og krydd. Nýkomið. Si£, Fanndal. Verkamenn og konur! Verslið að öðru jöfnu við þá, sem auglýsa í blaði ykkar. Siglufjarðarprentsmiðja 1929.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/1195

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.