Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1890, Side 47
43
sem þær voru 1881—85, orsökin er ókunn. Túngarðahleðsla sýnist heldur fara í vöxt,
og er sjálfsagt afleiðing af því að þúfnasljettun vex mjög mikið. |>úfnasljettunin 1889
er talin 180000 ferhyrningsfaðmar, eða með öðrum orðum 200 dagslúttur, og er það ó-
vanalegt hjer á landi, og helmingi meira en vandi, er til; margur mun nú álita að í þessa
stefnu sje mikið gjört, en það er þó miklu minna en landið þarf. Með sama áframhaldi,
og var árið 1889 værum vjer 168 ár að sljetta öll tún á landinu einu sinni, eða svona
hjer um bil heila öld að sljetta það sem þýft er í þeim. fúfnasljettunin sem var 1889
þarf því að tífaldast, ef vel á að vera, og kálgarðaræktin þarf að fjór- eða fimmfaldast til
þess að hvert heimili hafi það af kartöflum og rófum, sem það þarf með til manneldis.
Jarðargróði.
jpá er að eins eptir að fara nokkrum orðum um jarðargróða eptir skýrslunum; e$a
töðu, úthey, jarðepli og rófur, og svo, eins og skýrslurnar telja það, svörð og hrís. jpau
árin sem skýrslurnar ná yfir eru taða og nthey talin í hestum.
1882 .... 210771 hestar af töðu 524861 hestar af útheyi
1883 248934 — — — 459777 — — —
1884 337010 — — — 625401 — — —
1885 325647 — — — 771034 — — —
1886 .... 294772 — — — 606950 — — —
1888 ... . .... 346240 — — — 704443 — — —
1889 .... 406432 — — — 883,022
þótt þessar skýrslur sjeu mjög ófullkomuar, og mikið vanti á að þær sjeu rjettar, hefur
sá, sem þettað skrifar samt álitið að bæði ætti að halda þéim saman og prenta þær, því
það verður til þess, að með tímanum verða þær vandaðar betur. Til að gefa hugmynd
um hve skýrslurnar um töðu og úthey sjeu ónákvæmar, skal tekið fram að skýrslur vant-
aði algjörlega um töðu
1882 úr 32 hreppum 1886 úr 26 hreppum
1883 — 35 hreppum 1888 — 22 hreppum
1884 — 31 hreppi 1889 — 11 hreppum
1885 — 29 hreppum.
Skýrslu um úthey vantar ávallt, þegar skýrslu vantar um töðu, það er því enginn
efi á að skýrslur þessar eru að lagast hjá hreppstjórunum. En sökum þess hve mikið
vantar fyrir árin verða þau ekki notuð til neins samanburðar við hin síðari. Sjeu skýrsl-
urnar yfir tún boruar saman við töðufallið 1889 þá koma 12 hestar af töðu af hverri
dagsláttu að meðaltali á öllu landinu, sem mun vera of hátt.
Jarðepli og rófur og nœpur hafa verið taldar í skýslunum:
Jarðepli tunnur. Rófur og næpur tunnur
1885 2953 2820
1886 2182 ...: 3298
1888 3597 4274
1889 7974 12328
fað er ekki gott að sjá hvert traust hafa má á þessum skyrslum, en ófullkomnar
eru þær. jpannig vantar skýrslur úr Reykjavík öll árin.
L