Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1994, Page 4

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1994, Page 4
Frá ritnefnd Afrakstur samkeppninnar miklu, Póstkort sem bókmenntaform, sem haldin var síðastliðið sumar, prýðir nú síður þessa tölublaðs. Hér eru sýnd póstkort sem töldust fjörutíu þau birtingarhæfustu að mati dómnefndarinnar smekk- vísu. Birtingarröð póstkortanna segir ekki á nokkurn hátt til um glæsileika. Á hægri síðum tímaritsins er prentuð framhlið hvers póstkorts en á næstu blaðsíðu er bakhliðin birt. Réttkjörnir dómnefndarmenn höfðu úr miklu að moða því í keppnina bárust yfir fjögur hundruð misframbærileg póstkort. Hér á síðunni við hliðina getur að líta það póstkort sem þótti hið allra fegursta, vinningspóstkortið sjálft. Hinn lítilláti höfundur á heimtingu á verðlaunum, Parísarferð og fimmtán þúsunda króna farareyri. Ritnefnd tíma- ritsins óskar vinningshafanum til hamingju með verðlaunin og þátttakendur fá kærar þakkir fyrir dugnaðinn og áhugann.

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.