Ljóðormur - 01.06.1990, Qupperneq 50

Ljóðormur - 01.06.1990, Qupperneq 50
48 Eysteinn Þorvaldsson Prósaljóð eftir Helgu heitir Hjónabandssœla. í því mælir hjóna- bandsþreytt kona á aðfangadegi 40. hjúskaparafmælisins; reiöin og ógcðið á eiginmanninum blossa upp enda er kariskepnan ekki frýnileg. Konan heyrir „hvemig hann rymur og kjamsar", hvemig hann „sleikir finguma. Klístraða fingur með nöguðum nög!um.“ Hún tekur skítuga nærbrók hans og sokkahrúgu og kveikir í því í þvottahúsinu með einum af „uppáhaids kveikjurunum hans, sem hann fékk frá bæjarstjóminni fyrir vel unnin störf.“ Um nónina er konunni endanlega nóg boðið: Hann hrýtur, rymur, gnísrir tönnum. Dregur sængina betur yfir mittið, sem hefur þykknað síðustu ár. Hægt og hljóðlega stend ég á fætur. Ég geng út í kalda nóttina. Lít ekki um öxl. Geng bara áfram í átt að nýjum degi. í þessu efni hafa kynslóðimar líklega fjarlægst hver aðra ótæpilega. Oddný Kristjánsdóttir unir glöð við sitt: „Hversdagslífið á litlum bæ / er Ijúft þegar sólin skín“ segir í kvæði hennar Að gefnu tilefni. Og gæfa hcnnar er m.a. fólgin f því „Að hugsa um blómin / að búa til mat, ... /að hella upp á könnuna, / horfa á fjöUin og hlýöa á ámiö- inn.“ Og einn er sá í hópi kariskálda sem ekki hvikar frá staðfastri ást og ágæti hjónabands: „Ég hét þér í upphafi tryggð og trú, / táUaus var ást og hugsun sú.“ segir öldungurinn Ingvar Agnarsson f kvæðinu Leiðin, og ennfremur: „Saman við gengum í sæld og þraut, / saman á langri arvibraut." Gamla kynslóðin heldur tryggð við hefðbundna hjónabandshugsjón, en nú er annar uppi. Konumar í þessum hópi vikja raunar ótrúlega lítið að þessu efni enda margar þeirra kom- ungar og blessunarlega fjarri slíkum vandamálum. Aðstæður kvenna í ljóðum Guðlaugar Maríu em ekki bcinlínis bundnar hjónabandi en mann grunar að ein af forscndum ömurleikans sé karlfuglinn þótt hann sjáist ekki. Hann birtist hinsvegar í ljóðinu Geta þessi augu logið? eftir Gísla Gíslason: „Grúttimbraður með / glóðarauga / og varalit á kinn. / Uppí rúmi.“ Hann horfir rauðspmngnum augum á elskuna sína þegar hún spyr hvar hann hafi verið um nóttina og segist hafa verið með strákunum að spila. í nýrealísku ljóði eftir Þór Stefánsson er mælandinn allur af vilja gerður „þótt ástinni hafi eg að / sjálfsögöu glatað // f húsakaupum eins og aðrir.“ Stefán Steinsson yrkir smcllið skopkvæöi sem heitir Hjónabandið. Þar er því líkt við straumþungt jökulvatn þar sem menn svamla í jakahröngli. Sumir bjargast viö illan leik á hundasundi til lands en hafa tilhneigingu til aö hoppa út í aftur; sumir reka bara tæmar I vatniö og þora ekki lengra. En þeim „sem hafa vit á þvf að ganga yfir brúna“ líöur auövitað skást. Hinn kornungi Kristján Þórður Hrafnsson hefur glöggt auga fyrir hinu harmræna og hann á um þetta efni býsna trúverðug mannlifsljóð, t.d. Nokkrum árum siðar og annað sem heitir einfaldlega Ljóð. Þar er sama mótífið og f áðurncfndu ljóði Gísla en hér er allt dramatískt og geigvænum harmi hlaðið. Karlinn kemur heim undir morgun örvita og yfirþyrmdur „og hún sér að hann er að hrapa / neðar og neðar.“ Og lokaerindiö er svona: Hún horfir biðjandi á hann með vonbrigði ótalinna ára í andlitinu umkomulausari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.