Ljóðormur - 01.06.1990, Síða 60

Ljóðormur - 01.06.1990, Síða 60
58 Þórður Helgason Maður á bleikum bíl Nákvæmlcga man ég ekki en fyrir löngu lagði hann bílnum sínum fyrir aftan mig við fjölfarna götu En nú er ég alltaf að sjá honum bregða fyrir í ferðinni dregur höfundur upp fjölda skemmtilegra mannlífsmynda en bak við skemmtilegheitin felur sig jafnan alvarlegur undirtónn í samhljómi við efni bókarinnar í heild. Sá þáttur vcrksins sem að sönnu má kalla þungamiðju þess er áningin heima — þcgar skarkalinn er að baki og maðurinn á bleika bílnum víðs farri — hinar eiginlegu heimaslóðir: Ódáinsvellir Hingað er aðeins fært á stærstu fjallabílum. Stórgrýttur vegarslóðinn liggur um brattar skriður og fúin mýrarsund. Fljótin eru óbrúuð Nei hingað getur hann ekki clt mig á bílnum stnum bleika. En hverju skilar hún ferðalangnum heimsóknin á heimaslóðimar? Kannski þeirri fullvissu að græni reiturinn ( sálinni er innsta kvika hans, sú sem hann á einn og getur aldrei deilt með neinum. Kannski ftnnur hann það að sú tilfinning að eiga ekki samleið með neinum er ekki einungis bundin við malbik og mengun og hrað- brautarveröld. Maðurinn er einn í samtímanum með einstæða reynslu í faneskinu, grænan reit sem aldrci sölnar. Því má auðveld- lega líta á síðustu ljóðin sem cins konar sættargjörð: Langferðastef Nei, það eru ekki lík okkar sem liggja hér hlið við hlið. Enn fer ég ástföngnum höndum um jarðneskar leifar þínar og þú um mínar. Þetta ljóð staðfestir að það er líf þrátt fyrir allt, Iíf fyrir dauðann. Hvað sem líður hörmungum lífsins, ömurleikanum og tilgangsleys- inu sem við blasir — þá erum við lifandi og getum glaðst og elskast — og geymt reitinn græna. Þessi ljóð minna á Ijóöin í Vatnaskilum, sem út kom fyrir þremur árum, í því að þau bera öll merki uppgjörs. í báðum þessum bókum gengur höfundurinn á hólm við líf sitt og örlög — líf og örlög allra

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.