Fréttablaðið - 12.09.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 12.09.2016, Síða 2
SAGA Mynt frá því er Ólafur kyrri réð ríkjum yfir Íslandi var skilað til minjavarðar Norðurlands í síðustu viku. Peningurinn fannst skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari en ástæða þess að honum var skilað nú er fréttaflutningur af fornminja- fundi liðinnar viku. „Þetta er mynt sem hefur fylgt mér lengi. Ég held ég hafi fundið hana skömmu fyrir 1950,“ segir Hermann Jónsson, fyrrverandi hafnarvörður á Akureyri. „Ég var bara patti, um sjö ára að ég held, að leika mér að bílum í moldinni heima þegar ég rakst á hann. Einhverra hluta vegna ákvað ég að taka hann upp. Síðan þá hef ég geymt myntina.“ Hermann ólst upp á Mýlaugs- stöðum í Aðaldal en flutti til Akureyrar árið 1963. Peningurinn var með í för. Hann segist lengi hafa ætlað sér að fara með hann til minjavarðar en það hafi alltaf gleymst þar til nú. „Ég fór með hann núna í síðustu viku eftir að það var sagt frá sverð- inu sem fannst í Skaftárhreppi. Það var vítamínsprautan sem þurfti til,“ segir Hermann. Peningurinn er tæpir fimmtán millimetrar í þvermál og úr silfri. Fyrri eigandi hans hefur sennilega notað hann sem hálsmen því á einum stað í jaðri hans hefur verið gert lítið gat. Þar má ímynda sér að snæri hafi verið dregið í gegn og myntin sett um háls einhvers. „Peningurinn hefur örlítið látið á sjá síðan ég fann hann því ég man að fyrst þegar ég fann hann var gatið heilt. Hann hefur aðeins tærst upp en táknin á báðum hliðum sjást enn nokkur greinilega. Tím- Viltu stofna fyrirtæki? Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, útgáfu reikninga, ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl. kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12 2. Síðdegisnámskeið, kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30 Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið). Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 552 609 Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt þriðjudagana 13., 20. og 27. september kl. 16:10 – 19. Námskeiðsstaður er Katrínartún 2 (Höfðatorg), 16. hæð, Reykjavík. Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Fyrirlesari: Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M N nari upplýsingar og skráning í síma 894-6090 eða á alb@lexista.i Námskeiðsgjald er 40.000 kr. og greiðist við skráningu. VR og fleiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu um 50%. Truflanir af Tour of Reykjavík Hjólreiðakeppnin Tour of Reykjavík sem fram fór í gær gekk vel þótt nokkuð ergelsi hafi verið hjá vegfarendum er margar af helstu umferðaræðum borgarinnar voru lokaðar. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grey Line rútufyrirtækisins, segir að notaðar hafa verið 25 rútur í stað 10 eins og vant er til að allir kæmust á áfangastað. Það hafi tekist á endanum þótt ekki hafi allir komist á áfangastaðinn á réttum tíma. Fréttablaðið/Ernir löGGæSlA „Viðbragðstími lög- reglu þegar alvarleg atvik eiga sér stað er eins og dæmin hafa sannað með öllu óviðunandi og veldur því að hætta skapast og íbúar upplifa óöryggi,“ segir sveitarstjórn Húna- þings vestra sem kveður fámenni lögreglunnar á Norðurlandi vestra vera óviðunandi. Mikil óánægja er í Húnaþingi eftir að það tók lög- reglu tvær klukkustundir að koma á Hvammstanga eftir að ökumaður fór í höfnina og drukknaði. Þá ítrekar sveitarstjórnin kröfur sem settar hafi verið fram frá því að lögregluumdæmi voru sameinuð árið 2014 um að á Hvammstanga verði mönnuð lögreglustöð. „Til að hægt verði að manna lögreglustöð á Hvammstanga þarf að fjölga í lög- regluliði umdæmisins alls og gerir sveitarstjórn Húnaþings vestra kröfu um að svo verði gert hið allra fyrsta.“ – gar Gera kröfu um lögreglustöð á Hvammstanga Veður Allhvöss eða hvöss norðanátt á morgun. Talsverð rigning norðan og austan til, en mikil rigning á Austfjörðum fram eftir morgni. Sjá Síðu 16 Myntin er frá bilinu 1065- 1080 en hún fannst skömmu fyrir 1950 á Mýlaugsstöðum í aðaldal. Framhliðina prýðir and- litsmynd af konungi en á bakhliðinni er krossmark. Umræddur konungur er sennilega Ólafur kyrri, sonur Haraldar harðráða. Hlutverk krossmarksins var tvíþætt. annars vegar trúarlegt en einnig til að auðvelda það að skipta peningnum upp í helminga eða fjórðunga. Áletranir á myntum þessa tíma eru oftast út í hött þar sem myntsláttumenn voru sjaldnast læsir. MýlaUgsstaðir í aðaldal Sjaldgæft að gamlar myntir finnist á íslandi Myntin sEM Fannst Gat var gert af fyrri eiganda og myntin notuð sem hálsmen. Mynt frá 11. öld skilað sextíu árum eftir fund Fréttaflutningur af fundi forns sverðs í síðustu viku varð til þess að fyrrverandi hafnarvörður skilaði mynt frá 11. öld til minjavarðar. Myntin fannst í Aðaldal skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina. Peningurinn hefur tærst frá fundinum. Ég var bara patti að leika mér að bílum í moldinni heima þegar ég rakst á hann. Hermann Jónsson, fyrrverandi hafnar­ vörður á Akureyri Það eru helst Þingvellir sem skera sig úr hvað fjölda fundinna mynta varðar. Anton Holt, mynt­ sérfræðingur inn vinnur á honum líkt og öðrum hlutum.“ Mynt frá þessum tíma er afar fágæt, bæði hér á landi sem og í öðrum löndum, segir Anton Holt myntsérfræðingur. Þó hafa nokkr- ar slíkar fundist hér víða um land. „Það eru helst Þingvellir sem skera sig úr hvað fjölda fundinna mynta varðar enda fornleifauppgreftir þar verið reglulegir,“ segir Anton. johannoli@frettabladid.is íþróttir Jón Margeir Sverrisson endaði í 4. sæti í 200 metra skrið- sundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í gærkvöldi. Þetta er sama grein og Jón Margeir vann til gullverðlauna í á Ólympíumóti fatlaðra í London fyrir fjórum árum. Þá synti hann á 1:59,62 mín- útum og setti heimsmet. Jón Margeir synti á 1:57,50 mínútum í gær og var 1,18 sek- úndum á eftir sigurvegaranum, Wai Lok Tang frá Hong Kong. Jón Margeir var 81 sekúndubroti frá því að komast á verðlaunapall, á öðru Ólympíumóti fatlaðra í röð. Thomas Hamer frá Bretlandi varð annar og Daniel Fox frá Ástralíu þriðji. Jón Margeir tryggði sér sæti í úrslitum í morgun þegar hann synti á 2:00,01 mínútu í undanrásunum. Jón Margeir var með fimmta besta tímann í undanrásunum. – iþs Jón Margeir fjórði í Ríó Jón Margeir sverrisson synti á Ólympíueikunum í gær. Mynd/svErrir gíslason 1 2 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 m á N u D A G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 1 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 9 -1 7 F 0 1 A 8 9 -1 6 B 4 1 A 8 9 -1 5 7 8 1 A 8 9 -1 4 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.