Fréttablaðið - 12.09.2016, Qupperneq 6
Beltone Legend™
Enn snjallara
heyrnartæki
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust
beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis
heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki
lánað til reynslu.Bel
to
ne
L
eg
en
d
ge
ng
ur
m
eð
iP
ho
ne
6
s
og
e
ld
ri
ge
rð
um
, i
Pa
d
A
ir,
iP
ad
(4
. k
yn
sl
óð
),
iP
ad
m
in
i m
eð
R
et
in
a,
iP
ad
m
in
i
og
iP
od
to
uc
h
(5
. k
yn
sl
óð
) m
eð
iO
S
eð
a
ný
rr
a
st
ýr
ik
er
.
A
pp
le
, i
Ph
on
e,
iP
ad
o
g
iP
od
to
uc
h
er
u
vö
ru
m
er
ki
s
em
ti
lh
ey
ra
A
pp
le
In
c,
s
kr
áð
í
Ba
nd
ar
ík
ju
nu
m
o
g
öð
ru
m
lö
nd
um
.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
HEYRNARSTÖ‹IN
Tyrkland Forseti Tyrklands, Recep
Tayyip Erdogan, segir landið skyld-
ugt til að sigra Íslamska ríkið í Sýr-
landi.
Erdogan segir í tilkynningu að
aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi upp á síð-
kastið séu bara fyrstu skrefin í bar-
áttunni við hryðjuverkasamtökin.
Hann sagði að það þyrfti að ganga
frá samtökunum í Sýrlandi og koma
andstæðingunum á þann stað að
ekki sé hægt að ráðast á Tyrkland.
Erdogan hefur á seinustu dögum
bolað 24 kúrdískum bæjarstjórum
úr embætti. Hann telur þá hafa
verið í tengslum við uppreisnar-
hópa. Mikil mótmæli brutust út í
kjölfarið og þurfti lögregla meðal
annars að beita táragasi. – gj
Skylda
Tyrklands að
sigra ISIS
Erdogan ætlar að láta til sín taka í Sýr-
landi. NordicphotoS/GEtty
Kalla eftir sjálfstæði
Mörg hundruð þúsund íbúar Katalóníu gengu um götur borga í héraðinu í gær til að kalla eftir sjálfstæði frá Spáni. Meira en hálf milljón gekk í
Barcelona-borg einni. Stjórnvöld á Spáni reyna hvað þau geta að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Fréttablaðið/Epa
STjórnmál Sigurður Ingi Jóhanns-
son forsætisráðherra mun ekki
setjast í stjórn með Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni eftir landsþing
flokksins þann 1. október.
Sigurður sagði trúnaðarbrest
hafa orðið á milli sín og stjórnar
flokksins undanfarið og því gæti
hann ekki setið í óbreyttri stjórn.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að samskipti þeirra séu stirð og að
stuðningsmenn forsætisráðherra
séu allt eins undirbúnir því að hann
fari í formannsframboð.
Í samtölum við miðstjórnarfull-
trúa Framsóknarflokksins eftir
fundinn hefur komið fram að lands-
þingið í október verði ekki kurteisis-
samkoma. Þar mun verða tekist á
um framtíð flokksins. Nokkrir þing-
menn sem fréttastofa heyrði í eftir
fundinn vilja komast í kosningabar-
áttu og tala þá um sigra síðustu ára
og góða málefnastöðu en efast um
að þau mál komist að með Wintris-
mál forsætisráðherra á bakinu.
Fjölmargir hafa á síðustu dögum
og vikum hvatt forsætisráðherra til
þess að bjóða sig fram sem formann
flokksins. Sveinbjörn Eyjólfsson,
fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna
Ágústssonar og núverandi forstöðu-
maður á Hvanneyri, steig í pontu á
miðstjórnarfundi og lýsti yfir fram-
boði.
„Það er mjög mikilvægt að Fram-
sóknarmenn fái að kjósa um for-
mannsembættið í flokknum,“ segir
Sveinbjörn.
Höskuldur Þórhallsson, þing-
maður Framsóknar, sagði í hádegis-
fréttum RÚV að forsætisráðherra
hefði þurft að sitja undir reiðilestri
formanns flokksins. Margir hafa sagt
það ekki vera sannleikanum sam-
kvæmt. Jón Pétursson, formaður
Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ,
segir orð Höskuldar vera lygi.
„Ég var viðstaddur og veit
nákvæmlega hvað fór fram. Ef eitt-
hvað er þá var mikill vilji Sigmundar
til að leita sátta við Sigurð Inga. Það
er þyngra en tárum taki að samband
þeirra sé stirt því þeir eru báðir
sterkir stjórnmálamenn,“ segir Jón.
Sigmundur Davíð tjáir sig ekki um
hvað gerðist undir lok fundarins.
Ekki náðist í Sigurð Inga sem er í
opinberri heimsókn í Danmörku.
sveinn@frettabladid.is
Stirt milli formanns og forsætisráðherra
Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað and-
rúmsloftið. Flokksmenn ósammála formanni samgöngunefndar þingsins um að formaður hafi lesið forsætisráðherra reiðilesturinn.
Vaktaskipti urðu í forsætisráðuneytinu í apríl. Fréttablaðið/ErNir
Erdogan hefur á seinustu
dögum bolað 24 kúrdískum
bæjarstjórum úr embætti.
1 2 . S e p T e m b e r 2 0 1 6 m á n U d a G U r6 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
1
2
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
8
9
-3
F
7
0
1
A
8
9
-3
E
3
4
1
A
8
9
-3
C
F
8
1
A
8
9
-3
B
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K