Fréttablaðið - 12.09.2016, Side 11
Nánari upplýsingar í síma 666 4000 eða leiga@reginn.is
GLÆSILEGT IÐNAÐAR-
OG LAGERHÚSNÆÐI
TIL LEIGU
Um er að ræða gott og bjart endabil, alls 554 m2 á góðum
stað í vaxandi hverfi. Milliloft er yfir hluta af rýminu sem
nýta mætti í t.d. lager eða skrifstofur. Lofthæð er mikil
og innkeyrsludyr stórar og góðar. Frábært athafnasvæði
á lóð fylgir rýminu. Róleg og snyrtileg starfsemi er í
öðrum hlutum hússins.
Glæsilegt húsnæði til leigu
við Miðhellu 2 í Hafnarfirði
reginn.is
reginn@reginn.is
sími 512 8900
Tíðindi helgarinnar í próf-kjörsmálum voru ótíðindi í flestum skilningi. Í fyrsta lagi
er tilfinningin sú að ekkert hafi í
rauninni gerst – engin tíðindi hafi
orðið – ríkjandi ástand haldi bara
áfram út í hið óendanlega.
Í öðru lagi komust í örugg sæti
menn sem manni finnst ekki eiga
erindi á þing; enn séu kjósendur
að senda okkur fulltrúa sem ekki
séu líklegir til að auka virðingu
fyrir þessari mikilvægustu stofnun
landsins.
Og í þriðja lagi: fimm alþingis-
konur detta út af þingi. Í furðu
mörgum prófkjörum helgarinnar
taka kjósendur undir með Skarp-
héðni í Njálu þegar hann svarar
frýjunarorðum móður sinnar Berg-
þóru (sem var drengur góður) með
þessum orðum: „Ekki höfum vér
kvennaskap.“
Helmingur mannkyns
Móðir mín sagði einhvern tímann
aðspurð um jafnréttismál að hún
skildi ekki hvernig karlar gætu haft
fordóma gagnvart konum – konur
væru helmingur mannkyns. Og
bætti við: „Ekki hef ég neina for-
dóma gagnvart körlum.“
Fjórir karlar í efstu sætum Sjálf-
stæðismanna í Suðvesturkjördæmi.
Þrír karlar í efstu sætum í Suður-
kjördæmi. Tilviljun segja sumir;
bara stjórnmálamenn sem dæmdir
eru af verkum sínum. Ég veit það
ekki. Þegar horft er á karlana sem
völdust og konurnar sem sagt var
að vera úti þá blasir aðeins eitt við.
Ekki höfum vér kvennaskap.
Því fer auðvitað fjarri að konur
séu alltaf betri stjórnmálamenn en
karlar. Margrét Thatcher stóð fyrir
breytingum á bresku samfélagi sem
voru til óþurftar fyrir flest fólk –
niðurrifi á samfélagslegri þjónustu,
græðgisvæðingu og auðvaldseflingu
sem við erum enn að súpa seyðið
af. Og valdníðslu og vitleysisgang
vondra kvenstjórnmálamanna á
Íslandi þarf ekki að hafa mörg orð
um.
Skárra væri það nú. Konur eru
alls konar. Þær eru með öðrum
orðum helmingur mannkynsins,
og verður að teljast með nokkrum
ólíkindum hversu illa kjósendum
Sjálfstæðisflokksins gengur að finna
konu að sínu skapi.
Þó að konur geti verið skelfilegir
stjórnmálamenn – eins og dæmin
sanna – þá höfum við óþægilega
mörg dæmi um farsælar, vinnusam-
ar og réttsýnar konur sem nú hverfa
af þingi af margvíslegum ástæðum:
Brynhildur Pétursdóttir úr BF, Katr-
ín Júlíusdóttir úr SF og Ragnheiður
Ríkharðsdóttir úr Sjálfstæðisflokki
eru allar að hætta þingmennsku of
snemma. Margrét Tryggvadóttir
hefði svo sannarlega átt erindi
aftur á þing. Og eru þá ótaldar þær
þingkonur sem kjósendur höfn-
uðu í prófkjörum helgarinnar, en
völdu í staðinn karla sem virðast
margir síðri kostur. Samfylkingin
sér af Ísafjarðarskörungnum Ólínu
Þorvarðardóttur, sem er rökföst og
hefur ríka réttlætiskennd – og Val-
gerði Bjarnadóttur sem hefur verið
með ágætustu og hugsjónaríkustu
þingmönnum Samfylkingar og sú
sem bar hitann og þungann inni á
þingi af því að reyna að koma hér á
nýrri stjórnarskrá.
Kynleiðrétting
Sjálfstæðismenn höfnuðu Elínu
Hirst úr Kraganum og varaþing-
manninum Bryndísi Loftsdóttur,
sem báðar eru mjög frambærilegir
þingmenn. Þeir höfnuðu líka Unni
Brá Konráðsdóttur sem vakið hefur
virðingu langt út fyrir flokksraðir
fyrir góð störf og Ragnheiði Elínu
Árnadóttur sem er umdeildust
þessara kvenna, enda hafa henni
verið mislagðar hendur í störfum
sínum.
Hver þessara kvenna hefur verið
með sínu móti í störfum sínum
og þær ættu að höfða til ólíkra
hópa. En nei, kjósendur flokksins
völdu heldur kall sem hefur haldið
þruglræður í Trump-stíl um inn-
flytjendamál og notað orðið „mús-
limistar“ um útlent fólk sem ekki
„Ekki höfum vér kvenna skap“
Guðmundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Í dag
Skólarnir eru lífæð byggðanna og þar slá hjörtu íbúanna. Leik-skólar, grunnskólar, framhalds-
skólar – öll menntun í heimabyggð
skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og
val á búsetu fólks.
Framhaldsnám í heimabyggð
hefur verið sérstakt baráttumál
landsbyggðarinnar á undanförnum
árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18
ár og foreldrar vilja ógjarnan senda
börn sín ung að heiman í fjarlæga
landshluta til að geta sótt þá mennt-
un sem þau eiga rétt á.
Stöðugt þarf að verja fjárveitingar
til eldri framhaldsskólanna hvar
sem er á landinu. Mér verður m.a.
hugsað til Menntaskólans á Ísafirði
og Fjölbrautaskólanna á Akranesi og
Sauðárkróki.
Mennt er máttur. Það þurfti að
berjast fyrir stofnun Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í Grundarfirði, Mennta-
skólans í Borgarnesi, Menntaskólans
á Tröllaskaga og framhaldsdeildanna
í Vesturbyggð á Patreksfirði og nú
síðast á Hólmavík, Hvammstanga
og Blönduósi svo dæmi séu nefnd.
Með samstöðu og einbeittum vilja
heimamanna og velvilja stjórnvalda
tókst að koma á þessu mikla hags-
munamáli íbúanna. Sem sveitar-
stjórnarmaður, á vettvangi lands-
hlutasamtakanna og sem formaður
skólanefndar FNV var ánægjulegt að
geta stutt þessa baráttu heimafólks
fyrir auknu framboði menntunar
á svæðunum. Framhaldsdeildirnar
á Hólmavík, Hvammstanga og á
Blönduósi hafa FNV á Sauðárkróki
sem móðurskóla sinn en framhalds-
deildin á Patreksfirði sækir til Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga í Grundar-
firði.
Nærsamfélagið skiptir máli
Unglingsárin eru tími mikilla
umbrota hjá hverjum einstaklingi og
ákvarðanir teknar sem skipta miklu
máli fyrir framtíðina bæði í leik og
starfi.
Fyrir fjölskylduna eru það hrein
mannréttindi að geta verið í sem
mestum samvistum við unglingana
sína á þessum tíma og veitt þeim
allan stuðning og hvatningu sem
nærsamfélagið getur lagt þeim til.
Þessar staðreyndir eru í raun árétt-
aðar í sjálfræðislögunum, en með
þeim hafa heimili og fjölskylda
axlað ábyrgð á börnum sínum að
átján ára aldri og því er eðlilegt að
skipulag menntunar í landinu taki
mið af því. Auk þess er sá kostnaður
óheyrilegur sem leggst á fjölskyldur
við að senda börn langan veg til að
njóta sjálfsagðrar menntunar og ekki
á allra færi að standa undir honum.
Sóknarfærin eru í menntun
Fjölbreytt námsframboð í heima-
byggð styrkir sjálfsímyndina, eykur
samkeppnishæfni og hefur marg-
feldisáhrif í nærsamfélaginu. Fram-
farir í fjarskiptatækni bjóða upp á
margþættan stuðning og möguleika í
þessu starfi. Með stofnun framhalds-
deildanna á smærri stöðum hafa
opnast nýir möguleikar fyrir fólk
sem ekki átti tök á í uppvextinum
að sækja sér framhaldsmenntun. Það
var því mikil skammsýni og afturför
þegar núverandi stjórnvöld ákváðu
að takmarka framlög og stuðning
ríkisins til framhaldsskólanna við
nemendur undir 25 ára aldri. Sóknar-
færi landsbyggðarinnar ásamt jafn-
rétti íbúanna eru einmitt fólgin í því
að geta fléttað þetta tvennt saman,
framhaldsmenntun ungs fólks og
eldri íbúa, sem vegna fjarlægðar og
kostnaðar gátu ekki sótt sér þessa
grunnmenntun á sínum tíma.
Framhaldsskólarnir hafi mögu-
leika til sóknar
Framhaldsskólarnir, móðurskólar
framhaldsmenntunar í landinu,
sem og hinar nýju framhaldsdeildir
út um land, þurfa að búa við öryggi
og möguleika til sóknar. Óvissan um
fjármagn og óttinn við niðurskurð
og lokanir deilda ásamt auknum
kröfum um lágmarksfjölda í ein-
stökum áföngum frá ári til árs gerir
starfsumhverfið óöruggt. Mikilvægt
er að framhaldsskólarnir fái aukinn
skilning og fjárstuðning til að þróa
námið og endurnýja og bæta tækni-
búnað sinn.
Verður mér þar sérstaklega hugsað
til verknámsins þar sem ég þekki
best til við Fjölbrautaskólana á
Akranesi og Sauðárkróki, sem þurfa
verulega aukinn stuðning, en þar er
unnið afar gott starf.
Þörfin fyrir bætta stöðu þessarar
menntunar sýnir sig best í hinni
gríðarlegu eftirspurn eftir iðnmennt-
uðum starfsmönnum á flestum svið-
um atvinnulífsins. Íbúarnir og starfs-
fólkið vill að sjálfsögðu hafa skólann
sinn og nám barna sinna í öruggum
höndum á heimaslóð.
Menntun í heimabyggð
Bjarni Jónsson
sveitarstjórnar-
maður og
formaður Vg í
Skagafirði,
býður sig fram
í 1. sæti Vg í
forvali í Norð-
vesturkjördæmi
hefur annað til saka unnið en að
vilja búa hér; og kall sem gat sér orð
þegar hann var valinn til að stýra
fátækri menningarstofnun og lét
það þá verða sitt fyrsta verk að láta
stofnunina kaupa handa sér rán-
dýran montjeppa – fór svo að reka
fólk til að afla fjár. Og kall sem lítur
á hvalveiðar og stóriðju sem helstu
hugsjónamál Íslands. Og kall sem er
að finna í Panamaskjölum. Og kall
og kall og kall.
Skiptir það máli hvort karlar eða
konur veljast? Nei. Og þess vegna
skiptir það einmitt máli þegar
aðeins karlar veljast. Því karlar eru
alls konar og konur eru alls konar
– og konur eru sem sé helmingur
mannkyns. Og þess vegna tekur
maður eftir því þegar annað kynið
nánast hverfur af vettvangi hjá svo
stórum og öflugum flokki. Nema
Sjálfstæðisflokkurinn telji að nú sé
kominn tími fyrir kynleiðréttingu
hjá sér – eftir þær umbætur að losa
sig við frjálslynda fólkið í Viðreisn.
Móðir mín sagði einhvern
tímann aðspurð um jafn-
réttismál að hún skildi ekki
hvernig karlar gætu haft
fordóma gagnvart konum
– konur væru helmingur
mannkyns. Og bætti við:
„Ekki hef ég neina fordóma
gagnvart körlum.“
Þörfin fyrir bætta stöðu
þessarar menntunar sýnir sig
best í hinni gríðarlegu eftir-
spurn eftir iðnmenntuðum
starfsmönnum á flestum
sviðum atvinnulífsins. Íbú-
arnir og starfsfólkið vill að
sjálfsögðu hafa skólann sinn
og nám barna sinna í örugg-
um höndum á heimaslóð.
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 11M Á n u d a g u R 1 2 . s e p T e M B e R 2 0 1 6
1
2
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
8
9
-1
7
F
0
1
A
8
9
-1
6
B
4
1
A
8
9
-1
5
7
8
1
A
8
9
-1
4
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K