Fréttablaðið - 12.09.2016, Page 12

Fréttablaðið - 12.09.2016, Page 12
Í dag 18.50 Sunderland - Everton Sport 19.05 HK - Haukar Sport 3 21.00 Messan Sport 2 Olís-deild kvenna: 19.30 Valur - Fylkir Valshöllin Nýjast Man Utd 1 – 2 Man City Arsenal 2 – 1 Southampton Bournemouth 1 – 0 West Brom Burnley 1 – 1 Hull City Boro 1 – 2 Crystal Palace Stoke City 0 – 4 Tottenham West Ham 2 – 4 Watford Liverpool 4 – 1 Leicester Swansea 2 – 2 Chelsea Efst Man. City 12 Chelsea 10 Man Utd 9 Tottenham 8 Liverpool 7 Neðst Leicester 4 West Ham 3 Southampton 2 Sunderland 1 Stoke City 1 Enska úrvalsdeildin Pepsi-deild karla KR - ÍBV 2-0 1-0 Morten Beck Andersen (73.), 2-0 Óskar Örn Hauksson (87.). Víkingur R. - Fjölnir 1-2 0-1 Martin Lund Pedersen (34.), 1-1 Bjarni Páll Runólfsson (35.), 1-2 Pedersen (81.). Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 1-0 Jose „Sito“ Enrique (8.), 2-0 Arnar Bragi Bergsson, víti (64.), 2-1 Pape M. Faye (83.). Rautt spjald: Emir Dokara, Vík. Ó. (90+5.). FH - Breiðablik 1-1 0-1 Árni Vilhjálmsson (32.), 1-1 Kristján Flóki Finnbogason (33.). Þróttur - ÍA 3-0 1-0 Christian Sörensen (25.), 2-0 Brynjar Jónasson (48.), 3-0 Brynjar (80.). Stjarnan - Valur 2-3 1-0 Ævar Ingi Jóhannesson (13.), 2-0 Hilmar Árni Halldórsson (40.), 2-1 Sigurður Egill Lárusson (45.), 2-2 Andreas Albech (78.), 2-3 Albech (90+6.). Pepsi-deild kvenna Stjarnan - Breiðablik 1-1 0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (53.), 1-1 Ana Victoria Cate (79.). Rautt spjald: Arna Dís Arnþórsdóttir, Breiðablik (75.). Valur - ÍA 2-1 1-0 Mist Edvardsdóttir (8.), 2-0 Dóra María Lárusdóttir (13.), 2-1 Hrefna Þuríður Leifs- dóttir (70.). Fylkir - FH 1-2 0-1 Alex Nicole Alugas (34.), 1-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir (64.), 1-2 Helena Ósk Hálf- dánardóttir (89.). ÍBV - KR 3-0 1-0 Abigail Cottam (61.), 2-0 Cloe Lacasse (77.), 3-0 Sigríður Lára Garðarsdóttir (90+1.). Selfoss - Þór/KA 0-0 Olís-deild karla ÍBV - Haukar 34-28 Theodór Sigurbjörnsson 9/3, Sigurbergur Sveinsson 8 - Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 Stjarnan - Akureyri 26-23 Garðar B. Sigurjónsson 8/3, Ólafur Gústafs- son 6 - Kristján Orri Jóhannsson 8/2. FH - Valur 27-25 Ásbjörn Friðriksson 7, Óðinn Þór Ríkharðs- son 5 - Sveinn Aron Sveinsson 10/4. ÍBV 34 –25 Grótta Stjarnan 20 – 21 Haukar Selfoss 24 – 28 Fram Olís-deild kvenna HandbOlti Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildar- innar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flens- burg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistara- deild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aal- borg í Danmörku og strax á undir- búningstímabilinu bankaði meiðsla- draugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúnings- tímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nán- ast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í sam- band við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörn- unnar væri að festa sig í sessi í Olís- deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í úti- hlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrir- stöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu. ingvithor@365.is Reyni að njóta þess að spila Ólafur Gústafsson er kominn aftur á ról eftir erfið og langvinn meiðsli. Eftir fjögur ár í atvinnumennsku ákvað hann að koma heim og endurræsa ferilinn. Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Ólafur Gústafsson Meistararnir í draumastöðu Sjö stiga forskot FH-ingar eru með bestu spilin á hendi í toppbaráttu Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í Kaplakrika í gær. FH er því áfram með sjö stiga forystu á toppnum þegar fjórum umferðum er ólokið. Það þarf því mikið að ganga á ef Fimleikafélagið verður ekki Íslands- meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu 13 árum. Næsti leikur FH er gegn Fylki í Árbænum á fimmtudaginn. FRéttABlAðið/ERNiR 1 2 . s e P t e m b e r 2 0 1 6 m Á n U d a G U r12 s P O r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 1 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 9 -1 3 0 0 1 A 8 9 -1 1 C 4 1 A 8 9 -1 0 8 8 1 A 8 9 -0 F 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.