Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2016, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 12.09.2016, Qupperneq 14
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Páll Lárusson Rist bóndi og fyrrum lögregluþjónn, Litla-Hóli, Eyjafjarðarsveit, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 14. september klukkan 13.30. Kristín Þorgeirsdóttir Þórður Rist Lára Jósefína Jónsdóttir Jóhann Pálsson Rist Brynhildur Pétursdóttir Þorgeir Jóhannesson Ragnheiður Sigfúsdóttir Margrét Rist Björgvin Tómasson Vilhjálmur Rist Jane Victoria Appleton Ólöf Rist Stéphane Aubergy afabörn og langafabörn. Te & Kaffi hefur  unnið það  afrek að  safna um þrjátíu milljónum króna fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, frá því að fyrirtækið gerðist styrktaraðili UNICEF árið 2008. Fénu hefur verið safnað með sölu á kaffi til fyrirtækja til styrktar UNI- CEF á Íslandi og með átaksverkefn- um. Eitt slíkt, Klárum málið sem er átaksverkefni gegn mænusótt (löm- unarveiki), fór í gang föstudaginn 2. september og stendur út þessa viku. Mænusótt er einungis landlæg í tveimur ríkjum í dag en þau voru 125 árið 1988. „Við hjá UNICEF á Íslandi erum stolt af samstarfinu við Te & Kaffi og það er yndislegt að finna hvað þau láta sig hjálparstarfið og baráttuna fyrir réttindum barna miklu máli skipta,“ segir Sigríður Víðis Jóns- dóttir, kynningarstjóri og upplýs- ingafulltrúi UNICEF á Íslandi, um söfnunina. „Framlögin sem hafa safnast hjá Te & Kaffi frá 2008 hafa farið í rétt- indabaráttu fyrir börn um allan heim, baráttuna gegn mænusótt, baráttu gegn ebólu og í mennta- verkefni fyrir börn í Kólumbíu upp á síðkastið. Það er mjög fallegt verk- efni. Kaffið sem við höfum selt fyrir- tækjum er ræktað í Cauca-héraðinu í Kólumbíu og það eru konur sem eiga og reka búgarðinn og handtína baunirnar. Framlögin sem safnast með kaffisölunni hér á landi fara síðan í að styðja börn frá frum- byggjasamfélögum á þessu sama svæði til náms, í gegnum mennta- verkefni UNICEF,“ segir Sigríður. „Við hjá Te & Kaffi erum stolt af samstarfinu við UNICEF á Íslandi og þykir afskaplega vænt um það. Við erum búin að vera stoltur styrktaraðili frá árinu 2008 og höfum á þeim tíma safnað um þrjá- tíu milljónum króna og erum hvergi nærri hætt. Samstarfið við UNICEF er hryggjarstykkið í okkar stefnu um samfélagslega ábyrgð og nýtur hún mikils stuðnings starfsmanna alls staðar í fyrirtækinu,“ segir Guðmundur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri hjá Te & Kaffi. Fram til sunnudags mun Te & Kaffi gefa andvirði einnar bólu- setningar gegn mænusótt  fyrir hvern seldan drykk og er við- skiptavinum boðið að gera það sama. Skammtur af bóluefninu kostar einungis 25 krónur. „Ég held að við séum búin að safna fyrir tíu þúsund bólusetningum núna, við keyrum bara eins mikið á þetta og við getum þessa viku og vonumst til að safna sem mestu,“ segir Guð- mundur. saeunn@frettabladid.is Hafa safnað 30 milljónum fyrir UNICEF Frá árinu 2008 hefur Te & Kaffi safnað þrjátíu milljónum fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna með sölu til fyrirtækja og átaksverkefn- um. Núna stendur yfir átaksverkefni gegn mænusótt. Framlögin sem hafa safnast hafa farið í réttindabaráttu fyrir börn um allan heim. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, Eliza Reid forsetafrú og Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá Te & Kaffi, þegar átaksverkefnið Klárum málið fór af stað. MyNd/UNICEF Í dag eru liðin 54 ár frá því að David Ben- Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til Íslands. Ben-Gurion lenti á Reykjavíkurflug- velli en þar beið margmenni. Ólafur Thors, þáverandi forsætisráðherra, tók á móti ísraelska starfsbróður sínum fyrir Íslands hönd. Ísraelski forsætisráðherrann dvaldist hér á landi í fjóra daga. Á þeim tíma snæddi hann með forseta Íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni, og síðar með borg- arstjórn Reykjavíkur. Þá skoðaði hann Háskóla Íslands, Þingvelli og Þjóðminja- safnið en með í för voru dr. Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður, og Gylfi Þ. Gíslason sem þá var mennta- málaráðherra. – jóe Þ ETTa G E R ð I ST 1 2 . S E p T E M B E R 1 9 6 2 David Ben-Gurion heimsækir Ísland david Ben-Gurion var fyrsti forsætisráðherra Ísraels. NoRdICPHoTos/GETTy 1 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r14 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 9 -2 1 D 0 1 A 8 9 -2 0 9 4 1 A 8 9 -1 F 5 8 1 A 8 9 -1 E 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.