Fréttablaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 38
Margir muna eftir hljóm-sveitinni Kolrössu krókríð-andi sem kom, sá og sigraði í Músíktilraunum hér um árið. Elíza New man kom þar fyrst fram á sjónar- sviðið og hefur alla tíð síðan verið viðloðandi tónlistarheiminn, bæði sem flytjandi og lagahöfundur. Hún hefur tekist á við fjöldamargar tón- listarstefnur og samið pönk, óperur og Eurovision-lög. Hún hefur nú gefið út sína fjórðu sólóplötu, Straumhvörf, en allar sóló- plötur hennar hingað til hafa fengið góða dóma hér heima og erlendis, þar sem hún hefur lengi dvalið. Ef við tökum plötur hennar með Kolrössu krókríðandi (eða Bellatrix, eins og hún var síðar nefnd) og hljómsveit- inni Skandinavia þá er um tíundu plötu Elízu að ræða. Bæði hafa lögin Fagurgalinn og Af sem áður var komið út en þau eru af nýjustu plötu Elízu og hafa mikið verið spiluð í útvarpi hér á landi. „Þetta er indípopp með smá rokki. Þetta fer um víðan völl hjá mér; bæði rokkað og líka rólegt, ég munda fiðluna mikið. Þetta er samt mjög útvarpsvænt. Af sem áður var kom út í haust og gekk mjög vel og einnig lagið Fagurgalinn, þetta eru mikil stuðlög,“ segir Elíza en auk þess að hafa sent frá sér plötuna Straumhvörf í gær sendi hún líka nýtt lag í spilun sem ber titil- inn Kollhnís. „Þetta var ekki auðvelt, ég byrjaði að vinna plötuna þegar ég var nýflutt heim frá Bretlandi og nýbúin að eign- ast lítið barn, þannig að þetta tók aðeins lengri tíma en venjuleg. Maður hafði ekki allan tíma í heiminum eins og áður. Ég þurfti að temja mér aga og oft hugsaði ég: á maður að vera að standa í þessu? En maður verður bara að berjast. Ég setti mér það markmið að klára þessa plötu á árinu og koma henni út og það tókst.“ stefanthor@frettabladid.is Hafði ekki allan tíma í heiminum eins og áður Elíza Newman hefur sent frá sér nýja plötu sem ber titilinn Straumhvörf. Á plötunni fer hún um víðan völl en það má kannski segja að það endurspegli tónlistarferil hennar. Þetta er hennar fjórða sólóplata en tíunda platan sem hún sendir frá sér í heildina. Þetta var ekki auðvelt, ég byrjaði að vinna plötuna þegar ég var nýflutt heim frá Bretlandi og nýbúin að eignast lítið barn, þannig að þetta tók aðeins lengri tíma en venjulega. Elíza Newman gerði garðinn frægan með Kolrössu krókríðandi eða Bellatrix, en hún var nú að senda frá sér sína fjórðu sólóplötu. FréttaBlaðið/ErNir Okkar ástkæru, hjónin Sigríður Friðriksdóttir og Sverrir Símonarson Boðaþingi 24, Kópavogi, létust 14. og 16. nóvember. Útför þeirra fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi mánudaginn 28. nóvember kl. 15.00. Guðrún Kristinsdóttir Símon Sverrisson Margrét og Hafsteinn Hjálmarsbörn Erna Birna, Ægir Örn, Andrea og Karín Rós Símonarbörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðjón Rögnvaldsson frá Ólafsdal, fæddur 3. júní 1929, lést þann 8. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðný N. Guðjónsdóttir Jan H. Eilertsen Sigvaldi Guðjónsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Bryndís B. Guðjónsdóttir Gyða Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og stjúpfaðir, Magnús Rúnar Árnason járn- og trésmiður frá Akureyri, lést á heimili sínu mánudaginn 14. nóvember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Möðruvallakirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 14.00. Viljum þakka auðsýnda samúð. Blóm og kransar afþakkaðir en bendum á Heimahlynningu Akureyri fyrir þá sem vilja styrkja. Sérstakar þakkir fá Heimahlynning Akureyri og Friðbjörn Sigurðsson læknir fyrir einstaka umönnun. Sigríður Hrefna Jósefsdóttir Árni Gísli Magnússon Brynjar Logi Magnússon Ida Marie Sörensen Juliane Liv Sörensen Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Geirfinnur Stefánsson Suðurgötu 6, Keflavík, sem andaðist föstudaginn 18. nóvember á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 24. nóvember kl. 10.30. Birna Þórhallsdóttir Agnar Geirfinnsson Hafdís Njálsdóttir og aðrir aðstandendur. Útför Maríu Bjarkar Árelíusdóttur Lækjarbrún 8, Hveragerði, verður gerð frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Steinar Berg Björnsson Skarphéðinn Berg Steinarsson Sigríður Jóhannesd. Ingvar Berg Steinarsson Arna V. Kristjánsdóttir Sverrir Berg Steinarsson Ragnhildur Anna Jónsd. barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður Rósa Kristinsdóttir frá Höfða, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju Egilsstöðum þann 17. nóvember. Útförin fer fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 14.00. Kristinn J. Ragnarsson Halla Ó. Óskarsdóttir Áslaug Ragnarsdóttir Guðlaugur Sæbjörnsson Sigurmundur V. Ragnarsson Guðný H. Ragnarsdóttir Jón E. Guðmundsson Kristján B. Sigurðarson Kristján Ragnarsson Katrín Guðmundsdóttir Sigrún R. Ragnarsdóttir Hafdís Þóra Ragnarsdóttir Júlíus Ingvarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorgils Harðarson vélstjóri Malmö, Svíþjóð, lést þriðjudaginn 15. nóvember 2016. Selma Vilhjálmsdóttir Hörður Þorgilsson Anna Johanson Friðrik Þorgilsson Eva Thorgilsson barnabörn. Merkisatburðir 1648 Krýning Friðriks 3. fór fram í Danmörku. 1688 1.500 fylgjendur Gamla siðar brenndu sig lifandi til að komast hjá handtöku þegar her Rússakeisara settist um klaustur þeirra við Onegavatn. 1700 Giovanni Francesco Albani varð Klemens 11. páfi. 1838 Vígður var nýr kirkjugarður í Reykjavík, Hólavallagarður við Suðurgötu. 1916 Karlakór KFUM var stofnaður. Síðar var nafni hans breytt í Karlakórinn Fóstbræður. 1947 Tyrone Power kvikmyndaleikari kom við á Íslandi og vakti heimsóknin mikla athygli. 1990 Örn og Örlygur gáfu út Íslensku alfræðiorðabókina, en hún var með 37 þúsund uppflettiorðum. 2010 Norðurkóreski herinn gerði stórskotaárás á suðurkóresku eyjuna Yeonpyeong. 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r22 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót 2 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 4 -A 3 8 0 1 B 6 4 -A 2 4 4 1 B 6 4 -A 1 0 8 1 B 6 4 -9 F C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.