Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.1984, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 10.05.1984, Blaðsíða 2
2 VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. maí 1984 r ViKurt jtáUil Útgefandl: VlKUR-fréttir hf. Rltstjórar og ábyrgóarmenn: Emil Páll Jónsson, sími 2677 og Páll Ketilsson, sími 3707 Afgrelbsla, rltstjóm og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavik Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavík Víðismenn urðu Suðurnesja- meistarar Víðismenn tryggðu sér Suðurnesjameistaratitilinn i knattspyrnu um sl. helgi er þeir sigruðu Reynismenn 1:0 í Garði. Njarðvíkingar enduöu í 2. sæti í keppninni. pket. Studeo vann firmakeppnina í körfubolta Firmakeppni í körfubolta var haldin um sl. helgi í íþróttahúsi Keflavikur. Var það körfuknattleiksdeild tBK sem stóð fyrir keppn- inni. Sigurvegari varð Studeo, sem vann Islenska Aðal- verktaka í úrslitaleik með 39:30. Lið Studeo var m.a. skipað þeim Stefáni Bjarka- syni og Árna Lárussyni Njarðvíkingum. Sýndi Stef- án gamla takta og raðaði niður stigunum eins og hann var frægur fyrir hér á árum áður með liði UMFN. Lið ÍAV var ekki skipað neinum aukvisum, en það voru unglingalandsliðs- menn úr IBK og UMFN, þeir Kristinn Einarsson, Hreið- ar Hreiðarsson, Matti Ó. Stefánsson og fleiri snill- ingar. - pket. HÖFUM OPNAÐ TÍSKUVERSLUN AÐ HAFNARGÖTU 34. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM OG SKÓM Á DÖMUR OG HERRA. GJÖRIO SVO VEL OG LÍTIÐ INN. Hafywrqötu 34, KefjlcuÁk. Suru 4540 Fasteignaþjónusta Suðurnesja VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SÖLUSKRÁ. KEFLAVÍK: 4-5 herb. íbúðir við Vatnsnesveg, Vesturgötu, Hringbraut, Suður- götu, Njaröargötu og Háteig, ásamt bílskúrum. Verö frá . 1.500.000 Ca. 120 ferm. nýleg efrl hæö viö Smáratún. Góö eign á góöum staö. Einbýlishús við Birkiteig i góðu ástandi, með 50 ferm. bilskúr 2.200.000 Eldra einbýlishús viö Kirkjuveg. Laust strax ........... 1.300.000 Eldra einbýlishús við Aöalgötu ......................... 900.000 Hafnargata 70, mikið endurnýjað ........................ 1.400.000 NJARÐVÍK: 3ja herb. ibúö viö Hjallaveg ........................ 1.140.000 130 ferm. raöhús á góöum staö, meö bilskúr. Góö eign . 1.980.000 Einbýlishús við Lágmóa ............................... 2.700.000 GRINDAVÍK: Neðri hæö ásamt kjallara við Túngötu. Lítið áhvílandi . 1.400.000 ** ' GARÐUR - SANDGERÐI: Einbýlishús viö Gerðaveg 14a. Góö greiöslukjör ...... 1.500.000 Raðhús viö Ásabraut. Verð frá ......................... 1.150.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavik - Simar 3441, 3722 Landsmóts- nefnd UMFÍ opnar skrifstofu Landsmótsnefnd UMFl hefur opnað skritstofu að Hjallavegi 2 I Njarðvík (Fé- lagsheimilinu Stapa), og er varaformaður nefndarinn- ar, Jón Halldórsson, þarvið frá kl. 13-18 alla virka daga. Að sögn Jóns gengur undirbúningur fyrir mótiö samkvæmt áætlun. Skrán- ing í körfuknattleik, hand- knattleik og blak er nú lokið og verða 10 lið i körfunni, 9 lið í handboltanum og 8 í blakinu. Á meðfylgjandi mynd er Jón Halldórsson á skrif- stofu UMFl I Njarðvlk. pket. Björgvin Björgvinsson, leikmaður ÍBK: Dæmdur frá æfingum og keppni með ÍBK Björgvln Björgvins- synl, leikmanni i liöi ÍBK i knattspyrnu, hefur veriö visaö frá æfingum og keppni meö liöinu. Var sú ákvöröun tekin á fundl meö þjálfara og knattspyrnuráöi iBK sl. mánudagskvöld, og kom ekki á óvart. Björgvin réöst harka- lega að dómaranum I leik B-liða ÍBK og FH, Baldvini Gunnarssyni, og sló hann niður með þeim afleiðingum að Baldvin féll meðvitund- arlaus á völlinn. Var hann borinn af leikvelli og fluttur í Sjúkrahúsið ( Keflavík. Hafði Baldvin vísað Björgvin af ieikvelli fyrir óprúðmannlega fram- komu. Björgvin gerði sér lítið fyrir og sló Baldvin með fyrrgreindum af- leiðingum. Dvaldi hann á sjúkrahúsinu i rúman sólarhring, er hann fékk aö fara heim. Málinu hefur veriö vísaö til héraðsdómstóls (BK sem líkiega mun eiga síðasta orðið og mun fyrst og fremst verða spurning um hve lengi Björgvin mun verða í banni. Framkoma sem þessi hjá íþróttamanni er óaf- sakanleg og ekki íþrótt- inni til framdráttar. (s- lenskir íþróttadómstólar verða að fara að taka framkomu iþróttamanna sérstakiega fyrir, en þróun undanfarinna ára hefur sýnt að hún hefur versnað, þásérstaklega í þeim greinum sem harka er hvað mest, samanber knattspyrnuna. Fyrir þennan sögu- lega leik léku A-lið félag- anna í Litlu bikarkepþn- inni. Leikurinn endaði með jafntefli, 1:1. Ragn- ar Margeirsson skoraði mark ÍBK úr víti eftir að hann hafði verið felldur innan vítateigs. Jón E. Ragnarsson skoraði mark FH eftir varnarmis- tök hjá ÍBK. - pket. Úr leik ÍBK og FH.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.