Víkurfréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 15. nóvember 1984
KÖRFUBOLTASKÓR
Margar gerðir. - 5 stærðir
Breikarar, athugið!
BREIK-HANSKARNIR
Gólfslípun - Steypuvinna
Tökum að okkur að leggja steypu og gólf-
slípun. Önnumst alla undirbúningsvinnu.
- Föst tilboð. -
GÓLFSLÍPUN SF., sími 3708 og 1945
Einar Torfi
KÖKUBASAR KK/KKK
verður í anddyri Karlakórshússins, laugar-
daginn 17. nóvember 1984 kl. 15.
Léttið ykkur jólabaksturinn.
Karlakórskonur
Prjónakonur
Viljum nú kaupa lopapeysur í eftirtöldum
stærðum og litum:
Heilar extra large: Svartar og gráar.
Herra hnepptar: Small, alla liti. - Medium,
grátt og mórautt. - Large, gráar. - Extra
large, alla liti.
Dömu hnepptar: Medium, svartar, gráarog
mórauðar. - Large, alla liti.
Móttakan að Iðavöllum 14b er opin mið-
vikudagj 21. nóv. frá kl. 10-12.
mm ÍSLENZKUR MARKADUR HF.
glQ vsmm?
Aflafréttir úr Sandgerði:
Meiri loðnuveiði en
menn áttu von á
Óþrjótandi rækjuveiði -
Línuveiði með skárra móti
Á ferð blaðsins um Sand-
gerði í síðustu viku höfðum
við viðkomu á hafnarvigt-
inni, og þarvarð Jón Júlíus-
son fyrir svörum um afla-
fréttir og útgerðarmál
þeirra Sandgerðinga:
„Aflabrögðin hérna hafa
verið í haust með svipuðu
sniði og undanfarin ár“,
sagði Jón. ,jÞóer núeinsog
bátaflotinn hafi minnaverið
að heldur en oftast áður.
Línubátar eru færri af stærri
gerðinni en verið hefur á
undanförnum árum. Spilar
þar margt inní, s.s. kvóta-
kerfið, og reyndar er línuút-
geröin orðin dýr og afli
hefur ekki verið nægjanleg-
ur til að standa undir þeim
kostnaði. Aflabrögðin hafa
þó ekkert verið verri nú hjá
smærri bátunum, miðað við
undanfarin ár, og jafnvel
skárri nú síðustu dagana,
þegar á heildina er litið.
Rækjuveiðin er aftur á
móti búin að vera mjög góð
í allt sumar, allt fram á
þennan dag. í gær (sl.
fimmtudag) voru 2 eða 3
síöustu bátarnir í síöasta
róörinum og er óhætt að
segja að þeir hafi veriö með
mokafla, smábátar með á 3.
og 4. tonn hver þeirra, þann-
ig að rækjuveiðin hefur
aldrei gefið eins góða raun
og í sumar, enda varla hægt
að ræða um jafnari afla.
Hafa bátarnir mátt veiða
eins og þeir hafa getaö á
degi hverjum, eöa þá 2-3
tonn á dag. í fyrra var jafn-
aöaraflinn um 2 tonn og var
þá þaö langhæsta. ( sumar
virðist þetta hafa verið
óþrjótandi sem leyft var að
veiða, en ég vona að þetta
verði ekki til þess að opn-
aðar verði allar flóðgáttir
heimsins á þessar veiðar.
Síld hefur mjög lítið
komið hér. Hún stöðvaðist
öll fyrir sunnan land eins og
allir vita. Er þá stærstum
hluta hennar landað í
Grindavík og Þorlákshöfn
og þá ekið hingað á bílum,
sem er hagkvæmara og
ódýrara en að láta bátana
flytja hana hingað.
Á áttunda þúsund tonn af
loðnu hafa komið á land
hérna á þessari vertíð og
eru horfur á meiri loðnu-
löndun hér í haust, ef loðn-
an verður ekki þvi lengra
austur af landinu. Er þetta
magn talsvert umfram það
sem menn áttu von á, því
menn óttuöust alltaf að hér
yrði ekki mikilli loðnu
landað meðan veiðisvæðið
væri þarna fyrir norðan
land. Er þetta því jákvæður
punktur i mörgu neikvæðu.
Togararnir hafa aflað
svona þokkalega vel þótt
dálítið misjafnt sé. Heildar-
afli ársins er eitthvað um
2500 tonnum lægri en á
sama tíma i fyrra og er mesti
mínusinn hjá bátaflotanum.
Togaraflinn er ekki nema
600 tonnum minni, en hitter
allt minnkandi bátaafli.
Skapast það að verulegu
leyti út af kvótakerfinu og
breyttum útgerðarháttum
því samfara. Margireru útaf
fyrir sig búnir með kvótann
og voru jafnvel búnir með
hann strax í vetur, en ein-
hvern veginn hefur þetta
alltaf bjargast, menn kaupa
kvóta og fiska fyrir þá sem
kvótann eiga. Þannig hefur
þetta þróast, að fæstir hafa
verið stopp vegna kvóta-
leysis, en það er samt stað-
reynd að menn hafa haldið
að sér hóndum vegna kvót-
ans. Menn hafa ekki róið og
ekki gert út, af því að þeir
hafa verið að klára eða
verið alveg búnir með kvót-
ann og ekki viljað kaupa
annan", sagði Jón að lok-
um. - epj.
A
Keflavíkur-
kirkja
Sunnudagur 18. nóv.
Kristniboösdagurinn
Guðsþjónusta á Sjúkrahús-
inu kl. 10.30.
Æskulýðs- og fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 14. Þesser
vænst aö fermingarbörn og
foreldrar þeirra sæki guðs-
þjónustuna.
Sóknarprestur
7/7 styrktar Þroskahjálp
Þessi þrjú ungu frændsystkin héldu nýlega hlutaveltu a6
fshússtig 3 i Keflavik, til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesj-
um og varó ágóðinn kr. 780. Frá vinstri: ElvarÁgúst Ólafs-
son, Sigrún Stella Olafsdóttir og Hulda Klara Ormsdóttir.
Þessir fimm krakkar héldu fyrir stuttu hlutaveltu að Sunnu-
braut 8 i Keflavik, til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum
og hafa afhent ágóðann, sem var. 1.535 kr. Þau heita f.v.:
Sveinn Gunnar Jónsson, Davið Páll Sigurðsson, Hörður
Már Þorvaldsson, Hólmfriður Jónsdóttir og Berglind Jóns-
sóttir.
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717.