Fréttabréf - 01.02.1993, Page 7
raska ekki náttúrulegum umhverfisþáttum. Stefna aö eðlilegu
jafnvægi manns og náttúru.
En hvemig elgum við þá aö auka hagvöxt og atvinnu?
Við eigum enn ónýttar auðlindir. Auðlindir mannsand-
ans em þar stærstar, og þær endumýja sig sífellt með nýjum
kynslóöum. Viö höfum ekki enn viðurkennt nema í orði mikil-
vaagi rannsókna og þróunarstarfsemi fyrir atvinnusköpun og
verömætaaukningu. Slíku er ekki fylgt eftir af neinum krafti.
Dregiö er úr fjármagni til menntunar á öllum skólastigum.
Fjármagn til rannsókna og þróunarstarfsemi er í algjöru lág-
marki. Það er ekki nóg aö tala fjálglega um að 1/5 hluti af sölu
eigna ríkislns eigi aö fara til aukinna rannsóknarstarfa eins og
gert er í fjárlögum nú. Þaö er ekkert sem segir að þær eignir
seljist. Þessi loforö em því eins og fugl i skógi, en ekkert fast í
hendi.
Vissulega hafa nokkur sjávarútvegsfyrirtæki skilið
mikilvægi þessa og lagt fjármagn til rannsókna og þróunar,
m.a. meö ráöningu háskólamenntaöra sjávarútvegsfræöinga til
aö vinna aö nýjum verkefnum og samvinnuverkefnum, m.a.
Rannsóknarstofnun fiskiönaöarins. Þaö hefur skilaö árangri, en
betur má ef duga skai og þaö þarf vemlegt átak í þessum
máium. Möguleikamir liggja þar sem viö höfum langa reynslu,
eins og í ýmsum greinum sjávarútvegs og tækniþróun í tengsl-
um viö hann.
f fólkinu býr framtfðin.
En stjómvöld skilja ekki sinn vitjunartíma. Þau horfa
ekki í kringum sig og vinna úr þeim auðlindum sem þar em.
Stóriöjuþankar yfirskyggja allt annaö. Enn er haldiö í von um
álver þrátt fyrir lækkandi verö og mikiö framboö og lokun
verksmiöja annars staöar í heiminum í framhaldi af því. Álverið
í Straumsvík berst í bökkum og er rekiö meö tapi. Sama gildir
um Jámblendiverksmlöjuna á Qmndartanga, sem á í miklum
rekstrarerfiöleikum. Og horft er framhjá því aö hér er um
mengandi starfsemi aö ræöa.
En viö eigum aukna möguleika í feröaþjónustu, nýtingu
á hugviti og þekkingu, líftækni, orkunni og úrvinnslu á því
hráefni, sem til er í landinu bæöi úr jurtaríki og dýraríki. Þessi
atriði höfum viö ekki fullnýtt hingað til, og það er mikil skamm-
sýni aö snúa sér ekki aö því í fullri alvöru aö nýta þessar auð-
lindir. En viö veröum umfram allt aö hafa skilning á því, aö í
fólkinu sjálfu býr hagvöxtur framtíöarinnar