Morgunblaðið - 08.10.2015, Page 1

Morgunblaðið - 08.10.2015, Page 1
F I M M T U D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  236. tölublað  103. árgangur  BRÉF Í SAMPO HAFA FJÓRFALD- AST Á SJÖ ÁRUM VÍKINGUR HEIÐAR Í HÖRPU KRISTÍN SYNGUR Á JÓLATÓNLEIKUM SCALA Í MÍLANÓ FRUMFLUTNINGUR 38 ÁRSSAMNINGUR 39VIÐSKIPTAMOGGINN Landamæravarsla » Alls sóttu 218 manns um hæli hér á landi frá 1. janúar til 30. september 2015. » Reiknað er með að hælisleit- endum fjölgi enn meir. Guðni Einarsson Þórunn Kristjánsdóttir Fjölgun hælisleitenda veldur auknu álagi í landamæravörslunni í Kefla- vík. Það bætist við álag vegna fjölg- unar ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um áhættumat og greiningu vegna komu flóttafólks og aukins álags á landamærum Íslands. Hún var gerð að beiðni Ólafs Helga Kjartansson- ar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ólafur Helgi sagði skýrsluna sýna að vinnuálagið hjá embættinu mundi aukast þótt þessi þróun væri ekki talin auka áhættu fyrir Ísland í heild. „Skýrslan styður það að við þurf- um að fá frekari fjárveitingar til þess að auka við mannskap í landamæra- gæslunni,“ sagði Ólafur Helgi. Hann sagði að varlega áætlað gæti þurft að fjölga þar um 5-10 manns. Í skýrsl- unni er nefnd hugmynd um að lög- reglan verði hluti af móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur á flugvellinum. „Það er ný hugmynd og við erum að sjálfsögðu opnir fyrir henni. Við erum opnir fyrir því að leysa vanda- málin á sem einfaldastan hátt,“ sagði Ólafur Helgi. Aukið álag við landamærin  Fjölgun hælisleitenda veldur auknu álagi í landamæravörslunni í Leifsstöð  Auka þarf mannskap  Bætist við álag vegna mikillar fjölgunar ferðamanna MEfla þarf landamæravörsluna »4 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Meðal þess sem felst í nýrri geðheil- brigðisstefnu, sem Kristján Þór Júl- íusson heilbrigðisráðherra vinnur nú að, er að allir unglingar á land- inu verði skimaðir fyrir þunglyndi og kvíða. Undanfarin ár hafa 9. bekkingar í Breiðholti verið skim- aðir fyrir kvíða og þunglyndi og í kjölfarið hefur þeim sem ástæða hefur þótt til verið boðið á nám- skeið í hugrænni atferlismeðferð. Það hefur m.a. leitt til þess að tilvís- unum um grein- ingar hefur fækkað um 50%. „Við verðum að horfast í augu við að þetta eru sjúkdómar. Þörf- in er knýjandi og þessi málaflokk- ur hefur verið meira á hliðarlín- unni en önnur heilbrigðisþjónusta,“ segir Kristján Þór. Hann segir að helsta áherslan í stefnunni, hvað varði geðheilbrigð- isþjónustu við börn og unglinga, sé að efla samstarf heilbrigðis- og fé- lagslega þáttarins. Þá er talsverð áhersla á forvarnir, stuðning við foreldra og að efla sálgæslu innan heilsugæslunnar. Lengi hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun í geðheil- brigðismálum og að þjónustan verði betur skilgreind. Anna Gunn- hildur Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, segir að þessi þjónusta sé bæði heilbrigðis- og fé- lagsþjónusta. Lélegt aðgengi að sérfræðingum á fyrsta stigi þjón- ustunnar geti valdið því að fleiri börn þurfi á meiri þjónustu að halda. Sumir foreldrar grípi til þess að fara með börn sín á stofur sál- fræðinga, þar sem þeir þurfa að greiða 13-15.000 krónur úr eigin vasa. Slíkur kostnaður sé mörgum ofviða. Á vegum barna- og unglingageð- deildar, BUGL, er starfrækt sér- stakt átröskunarteymi. Flest barnanna sem þar eru til meðferðar eru á aldrinum 13-16 ára, en dæmi eru um talsvert yngri börn, allt nið- ur í átta ára. »16-17 Vill að allir unglingar verði skimaðir Kristján Þór Júlíusson  Áhersla á forvarnir í væntanlegri geðheilbrigðisstefnu  8 ára með átröskun Mjög mikil norðurljósavirkni var í gærkvöldi, samkvæmt norðurljósaspá Veðurstofu Íslands. Hins vegar byrgðu ský víða sýn til himins. Kjör- aðstæður til norðurljósaskoðunar voru á Blöndu- ósi þegar Höskuldur Birkir Erlingsson tók þessa tilkomumiklu mynd við kirkjuna í vikunni. Norðurljósin dönsuðu dátt yfir Blönduósi Ljósmynd/Höskuldur Birkir Erlingsson  Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra segir að flugrekstur á Reykjavíkur- flugvelli sé á þremur flug- brautum og eng- in ákvörðun hafi verið tekin um að breyting verði á því. Ólöf sagði að kæmu inn á borð til hennar í ráðuneytinu áform um að reisa byggingar í fluglínu flug- brautar, myndi ráðuneytið skoða hver staða ríkisins væri. »4 Flugrekstur áfram á þremur brautum Ólöf Nordal  Heildarfjárfestingar sjávar- útvegsfélaga í varanlegum rekstr- arfjármunum námu 27 milljörðum króna á síðasta ári og hafa ekki verið meiri frá árinu 2002. Fjárfest- ingar í sjávarútvegi hafa meira en tvöfaldast á milli áranna 2013 og 2014. Þetta er meðal þess sem Jón- as Gestur Jónasson, löggiltur end- urskoðandi og meðeigandi Deloitte, mun fjalla um á Sjávarútvegs- deginum sem haldinn er í Hörpu í dag. Hann segir að fjárfestingar hafi verið rólegar frá hruni enda hafi félögin einbeitt sér mikið að því að borga niður skuldir. „En nú er komið gríðarlegt stökk í fjárfest- ingarnar.“ »ViðskiptaMogginn Fjárfest fyrir 27 milljarða króna Aðeins 4.101 þús- und tonn af 15.730 þúsund tonna heild- arlosun gróð- urhúsaloftteg- unda á Íslandi, árið 2012, mælt í svokölluðum koltvísýr- ingsígildum telst inn í bókhald Kyoto-bókunarinnar. Stærsti hluti losunarinnar, eða 11.629 þúsund tonn, telst ekki með en sú losun stafar af framræstu landi. Þetta kemur fram í svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyrir- spurn Sigríðar Á. Andersen um los- un gróðurhúsalofttegunda. Umferð fólksbíla vegur 13% af því sem telst til Kyoto-bókunar- innar en aðeins tæplega 4% séu heildartölurnar notaðar. Sigríður segir að bílaumferð sé aðeins lítið brot af heildarmyndinni, kolefnis- skattar á eldsneyti séu tilgangs- lausir og að umræða um bíla í sam- hengi við loftslagsmál hafi verið á villigötum. Sigríður fjallar um málið í að- sendri grein í Morgunblaðinu. »22 Mengun frá bílum lítið brot Sigríður Á. Andersen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.