Morgunblaðið - 08.10.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 08.10.2015, Síða 20
FRÉTTASKÝRING Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mörg sveitarfélög eru aðskoða hvort þau eigi aðkoma sér upp LED-götulýsingu en þó að upphafskostnaður sé mikill er tölu- verður ávinningur sagður með þess- um perum. LED-perur eru umhverfis- vænni en kvikasilfursperurnar, sem enn lýsa upp götur landsins, og eyða ekki jafn mikilli orku. Guðjón L. Sig- urðsson, rafmagnsiðnfræðingur og lýsingarhönnuður, er einn þeirra sem fylgjast hvað best með þróun LED. Guðjón hefur starfað við lýsingarhönnun í 24 ár, er fyrrver- andi formaður Ljóstæknifélags Íslands og er fag- legur meðlimur alþjóðlegu lýsing- arsamtakanna. Guðjón segir Ísland á góðum stað og það sé verið að flýta sér hægt. „Það er til svo mikið af LED-rusli að það er alveg skelfilegt. LED er ekki það sama og LED, alveg eins og rauðvín er ekki það sama og rauðvín. Það eru til milljón tegundir og ruslið er yf- irgnæfandi – því miður. Það er ódýrt og endist illa og skapar óorð um leið,“ segir hann. Guðjón bendir á að á endanum muni landið trúlega allt LED- væðast. „Þetta kemur allt á end- anum. Það er svo ör þróun í þessu. Á sex mánaða fresti kemur eitthvað al- veg nýtt og við fylgjumst mjög vel með því. LED er algjör bylting og mun lýsa veginn á endanum.“ 162 milljónir í lýsingu Í Reykjavík eru hátt í 30 þús- und götuljós en um 86 þúsund ljós eða lampar eru um allt landið. Reykjavík eyddi 4.761 kílóvattstund árið 2011 í götulýsingu. Rekstur götulýsingar skiptist í meg- indráttum í þrennt: orkukaup, við- hald og endurnýjun. Síðustu til- tækar tölur eru frá 2011 en þá borgaði borgin 162 milljónir króna fyrir orkukaup, 105,5 milljónir vegna viðhalds og 8,5 milljónir vegna endurnýjunar. Um 11 þúsund staurar eru enn með kvikasilf- ursperum en bann var sett við slík- um perum í apríl á þessu ári. Þeim hefur verið skipt kerfisbundið út á fjögurra ára fresti og hefur sá tími verið lengdur í sparnaðarskyni. Þeir LED-lampar sem hafa verið settir upp í Reykjavík eru sagðir lýsa í 80 þúsund klukkustundir, eða um 20 ár. Augljósir kostir Þrátt fyrir marga augljósa kosti segir Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður hjá Verkís, að það séu enn „barnasjúkdómar“ í LED- perum og margt þurfi að laga. „Í stuttu máli standa málin þannig að bæjarfélög eru að skoða mögu- leikann á svona perum. Meðal ann- ars Árborg sem ætlar að lýsa tvær götur. Það eru prufuverkefni í Grindavík, Kópavogi, Borgartúni og víða annars staðar en það er verið að stíga hægt til jarðar. Það er ekkert öðruvísi annars staðar í heiminum,“ segir hún og bætir við að stundum henti LED-lýsing einfaldlega ekki. „Verðið er að lækka og þróunin á LED-ljósgjöfum er búin að taka kipp á síðustu árum. Ennþá eru þó dæmi um að framleiðendur haldi inni ákveðnum lömpum með hefð- bundnum ljósgjöfum, því í sumum tilfellum hentar LED ekki ennþá þeim eiginleikum sem sóst er eftir, t.d. dreifingu ljóss, birtumagni, út- liti, hitaleiðni, verði og fleira,“ segir Rósa Dögg. LED gæti lýst veginn í framtíðinni Morgunblaðið/Golli Ljós Í Reykjavík eru hátt í 30 þúsund götuljós en um 86 þúsund ljós eða lampar eru um allt land. Í Árborg verða tvær götur með LED-lömpum. Guðjón L. Sigurðsson 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Öll pólitískumræða ílandinu hef- ur breyst í tískutal. Borgarastyrjaldir hafa staðið miss- erum saman í Sýr- landi og milljónir höfðu þegar flúið land. Varpað hefur verið svokölluðum tunnu- sprengjum í tonna tali á and- stæðinga einræðisherrans í Damaskus. Fall óbreyttra borg- ara, jafnt barna sem gam- almenna, er ekki í því tilviki „óæskileg aukaafleiðing stríðs“ eða „óheppnisatburður“ eins og sumir vilja skilgreina árásina á sjúkraskýli lækna án landa- mæra. Óbreyttir borgarar eru beinlínis stærsti hluti mann- fallsins þegar sprengjur af fyrr- nefndu tagi eru notaðar. Tugir þúsunda barna lágu í valnum og miklu fleiri hröktust á flótta. En það var ekki fyrr en sláandi dapurleg ljósmynd birtist sem samúðarbylgja reis á Vest- urlöndum. Hér á landi hófst strax und- arlegt kapphlaup um hver byði best í móttöku flóttamanna. Og jafnframt fylgdu svigurmæli í garð þeirra sem héldu höfði. Þetta minnti helst á það þegar hryðjuverkamenn gerðu árás á útgáfu blaðs, spéspegils, í París og á verslun með matvörur, ekki síst fyrir gyðinga. Þá spruttu upp fjölmiðlafíklar hér hróp- andi „Ég er Charlie“ af því að einhverjir höfðu gert það úti í París. Síðan þessi atvik gerðust hafa tugir þúsunda verið sprengdir til ólífis eða örkuml- unar, en þessi mál virðast komin úr tísku og ýmsir bíða tiplandi á tánum eftir næsta „hitti“. Reykjavíkurborg hefur síðustu árin gengist upp í mál- um af þessum toga en er á sama tíma orðin þekkt af en- demum vegna þess sem hún á að sinna en drabbast niður. Götur borgarinnar fá ekki það viðhald sem þörf er á, garðar eru ekki hirtir, drasl og veggjakrot er í stórsókn og dregið er úr þjón- ustu við þá borgara sem mest eru veikburða. Þó eru allir skattar í toppi og tekjur borg- arinnar hafa aukist miklu meira en fólksfjölgun gefur tilefni til. Borgin ætti því að vera með full- ar hendur fjár. En hún, sem áð- ur var til fyrirmyndar í rekstri í landinu, er nú svo illa rekin að aumt er að horfa upp á það. Fjármunum borgaranna er aus- ið út og suður í gæluverkefni og stundum hreinar dillur. En þrengt er að þeim sem áður gátu treyst því að borgin þeirra stæði með þeim. Grein Önnu Þrúðar Þorkels- dóttur í Morgunblaðinu sl. mið- vikudag er sláandi áminning um þetta. Og hún vék þó aðeins að þeim þætti sem hún þekkir best til, stöðu aldraðra. Eftir Gnarr- ævintýri Dags Eggertssonar hafa borgarbúar varla haft sig í að nýta kosningarétt sinn í höf- uðborginni. Aðeins um 60 pró- sent kusu vorið 2014. Fólkið gafst upp á skrípalátunum og virðingarleysi fyrir venjulegum Reykvíkingum. Vonandi kemur sá tími á ný að menn skipi sér í fylkingarbrjóst fyrir raunveru- lega hagsmuni borgarbúa. Framganga borg- arinnar við eldri borgara endur- speglar fálæti í þeirra garð} Sýndarveruleiki Hertaka talíb-ana á borg- inni Kunduz í norð- urhluta Afganistan í þrjá daga í lok september hefur dregið nokk- urn dilk á eftir sér. Fall borg- arinnar sýnir að staðan í land- inu er enn langt frá því að geta talist eðlileg fjórtán árum eftir að Bandaríkjamenn hröktu ta- líbana frá völdum og stjórnvöld í Kabúl hafi mun minni ítök í norðurhluta landsins en þau vilja vera láta. Þrátt fyrir að því hafi verið spáð að talíbanar myndu reyna að sækja á í kjölfar þess að til- kynnt var í sumar að eineygði múllinn Ómar hefði verið látinn í tvö ár, virðist sem hvorki Bandaríkjamenn né Afganar hafi talið nauðsyn á að bregð- ast sérstaklega við, eða styrkja Kunduz áður en borgin féll. Viðbrögðin hafa einnig verið umdeild og loftárás Banda- ríkjamanna á sjúkrahús í Kun- duz um helgina er graf- alvarlegt mál. Svo virðist sem sér- sveitir Bandaríkja- hers hafi ekki áttað sig á því hvað skot- markið hafi verið þegar beðið var um að það yrði sprengt. Þó að enn eigi eftir að kveða upp úr um orsakir árásarinnar hafa þegar heyrst raddir um að þarna hafi í versta falli verið um stríðsglæp að ræða. Það er í þessu andrúmslofti sem bandarískir ráðamenn rökræða nú hvort ástæða sé til að draga enn frekar úr her- styrk Bandaríkjamanna í Afg- anistan. Yfirmenn Bandaríkja- hers í landinu hafa varað eindregið við því og sagt að þar með yrði framtíð Afgana enn óræðari en hún er nú, og víst er að staðan í norðurhluta lands- ins er viðkvæm. Árásin á sjúkrahúsið gæti hins vegar reynst nokkuð þungt lóð á vog- arskál þeirra sem telja nóg komið af veru Bandaríkja- manna í Afganistan. Erfiðir dagar í Afganistan}Talíbanar minna á sig 1 20 börn eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Barna- og unglingageð- deild Landspítalans, BUGL. Það er 120 börnum of mikið því það á ekkert barn að þurfa að vera á biðlista neins staðar í heilbrigðiskerfinu. Ef börnin okkar eru veik þarf að koma þeim í hendur fagfólks strax. Angist foreldra sem bíða eftir að barnið þeirra komist að er illskiljanleg nema þeim sem verið hafa í slíkum sporum. Það er ekki auðvelt að bíða þegar hver dagur, jafnvel hver klukkutími, skiptir máli til að koma lífi barns í betri farveg. Mikið hefur verið deilt um hvort hin opinbera heilbrigðisþjónusta sé komin að fótum fram og verið sé að ýta undir að einkarekin læknisþjón- usta taki við. Dregnar eru upp myndir af því að einungis hinir fáu ríku muni hafa ráð á að fá al- mennilega heilbrigðisþjónustu á sama tíma og hinn fjölmenni almenningur muni þurfa að láta sér nægja að hanga á löngum biðlistum og fá loks þegar að þeim kemur mun lakari þjónustu en hinum efnameiri býðst. Í mínum huga togast á tvö sjónarmið, annars vegar að allir þegnar samfélagsins eigi að hafa sama rétt til heil- brigðisþjónustu án tillits hvort þeir eiga mikið af pen- ingum eða lítið af peningum. Hins vegar er svo réttur heil- brigðisfólks til að bjóða þjónustu sína í glæsilegum einkareknum læknastöðvum með eigin verðskrá. Margir hafa bent á að heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna sé ekki góð fyrirmynd þar sem einstaklingar eiga og reka spítala og læknamiðstöðvar. Þar er ekkert grín að verða veikur án trygginga eða peninga. En erum við ekki komin hálfa leið með öllum einkareknu læknamiðstöðvunum sem finna má á höf- uðborgarsvæðinu? Íslendingar hafa val um að kaupa læknisþjónustu af ýmsu tagi ef þeim hugnast ekki biðlistar. Sumir eru jafnvel svo vel í sveit settir að þeir sækja lækningu sína til útlanda. Á að skipta máli hvað lækning kostar ef hún á annað borð er til? Eru einhverjir sem eru þess meira verðir en aðrir að fá bót sinna meina þó að það kosti skildinginn? Þetta eru álitamál því hver ætlar að setjast í dóm- arasætið og velja hverjir fá og hverjir fá ekki lækningu. Á það að ráðist af því hversu hátt klingir í peningapokanum? Best þætti mér ef allir en ekki bara sumir gætu fengið bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. En kannski þurfum við að horfast í augu við að fá- mennið hér á landi er svo mikið að við höfum hreinlega ekki efni á því að reka fyrirmyndar opinbert heilbrigð- iskerfi sem er á pari við það sem best gerist í heiminum. Auðvitað snýst þetta um forgangsröðun stjórnvalda hvers tíma. Þarf kannski heilbrigðisráðherra að vera há- værari í að vekja athygli á mikilvægi þess að halda úti al- mennilegu heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að, nema markmiðið sé kannski eitthvað allt annað? Blasir ekki í það minnsta við mikilvægi þess að börnin okkar fái alla þá læknisþjónustu sem þau þurfa á að halda? Án tillits til efnahagslegrar stöðu þeirra. margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Allir eða bara sumir? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Forstjóri Philips, Eric Rondolat, biðlaði til stjórnmálamanna og forstjóra stórra fyrirtækja í fyrirlestri sínum á LUX live sýn- ingunni í London í lok sept- ember og hvatti þá til að skipta yfir í LED-perur. Rondolat sagði að loftslagsbreytingarnar væru af völdum manna og LED-perur gætu skipt sköpum í að minnka orkuþörf heimsins. „Við þurfum að spara meiri orku og við þurfum að gera það hraðar. Tæknin er til og hún kostar ekki mikið. Eftir hverju er verið að bíða?“ Bandaríkjamenn hafa verið framarlega í LED-væðingu sinna götuljósa og er Los Angeles nú að fullu lýst með slíkum perum. Því kom á óvart þegar ákveðið var að nota glóperur í Mount Baker-göngunum í Seattle í stað LED, þar sem engar sann- anir væru til um að perurnar virkuðu vel í jarðgöngum, að sögn talsmanns ganganna. Eftir hverju er verið að bíða? ERIC RONDOLAT, FORSTJÓRI PHILIPS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.