Morgunblaðið - 08.10.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 08.10.2015, Qupperneq 44
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Fengu bíl á styrktartónleikum 2. Victoria’s Secret í vandræðum 3. Lést á sjúkrahúsi 4. Helgi Björns í árekstri »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmennirnir Sóley, Pétur Ben og Snorri Helgason koma fram á tónlistarhátíðinni Up+Downtown Music Festival sem haldin verður í Edmonton í Kanada á laugardaginn, 10. október. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á updt.ca. Morgunblaðið/Þórður Sóley, Snorri og Pét- ur á kanadískri hátíð  Tónlistarmenn og vinir Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara halda tónleika til styrkt- ar henni í Norður- ljósasal Hörpu á sunnudaginn, 11. október, kl. 20. Helga var leiðari víóludeildar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands til fjölda ára en árið 2012 lenti hún í slysi, varð fyrir mænuskaða og hefur síðan þurft að vera í hjólastól. Markmiðið með tónleikunum er að styrkja Helgu til að kaupa sérútbúna bifreið. Safna fyrir sérútbún- um bíl fyrir Helgu  Sýningin Höfnin verður opnuð í Skotinu í Ljós- myndasafni Reykja- víkur í dag. Á sýning- unni eru fimm ljóð, fimm ljósmyndir og fimm smásögur eftir Julie Fuster sem býr hér á landi en er fædd og uppalin í Frakklandi. Í verkum sínum leitast Julie við að tjá hve viðkvæmt tilfinn- ingalíf okkar er og hversu mikil áhrif náttúruöflin, ljós og landslag hafa á hugsun okkar og hugarfar. Ljóð, ljósmyndir og smásögur í Skotinu Á föstudag Vestan 5-10 m/s og léttskýjað fyrir austan, en að mestu skýjað vestanlands. Norðlægari norðvestantil með rigningu. Hiti 1 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða skúrir sunnan- og vestantil, en léttskýjað að mestu um landið norðaustanvert. Hvessir og þykknar upp með rigningu norðaustan- og austanlands í kvöld. VEÐUR Garðbæingar voru óánægð- ir með sig í gærkvöldi eftir 1:3 tap Stjörnunnar fyrir rússneska liðinu Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í Garðabænum. Stjörnukonur þurfa því að sækja til sigurs í síðari leiknum í Rússlandi ætli liðið að freista þess að komast áfram í 16 liða úrslit keppninnar. »3 Stjarnan þarf að sækja í Rússlandi „Það er ekki hægt að segja að staða mín hjá Cardiff sé neitt sérstök. Þetta er hundfúl staða. Ég missti sæti mitt í liðinu á undirbúnings- tímabilinu og ég er auðvitað að reyna að vinna sæti mitt til baka,“ segir Aron Einar Gunn- arsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem hefur mátt þola það að vera utan liðs hjá Cardiff síð- ustu vikur. »1 Aron Einar segir stöðu sína vera hundfúla Freyr Alexandersson, landsliðsþjálf- ari kvenna í knattspyrnu, segir að ekkert annað en sigur komi til greina gegn Makedóníu og Slóveníu í undan- keppni EM. Báðir leikirnir fara fram á útivelli. „Við viljum halda áfram því verki sem er hafið,“ segir Freyr en ís- lenska liðið vann fyrsta leik sinn í keppninni. Freyr valdi í gær 20 leik- menn til leikjanna ytra. »2 Vilja halda áfram sínu verki í undankeppni EM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Skjalavarslan á Íslandi er ein sú besta í heiminum með tilliti til tækni og mannauðs,“ segir Elvis Otobo, sem staddur er hér á landi til að kynna sér íslenska skjalavörslu á Þjóðskjalasafni Íslands. Leið hans lá hingað frá Nígeríu í lok september sl. á alþjóðlega ráðstefnu í skjala- vörslu (ICA). Að henni lokinni bauðst honum tækifæri til að framlengja dvöl sína hér á landi og öðlast hagnýta reynslu í skjalavörslu sem ekki er hægt að fá í heimalandi hans, Níger- íu. Fólkið þarf að vernda skjölin Elvis er menntaður í opinberri stjórnsýslu og með mastersgráðu í skjalavörslu. Hann hefur því óbil- andi áhuga á og ástríðu fyrir vörslu skjala og að gæta þess að sagan og upplýsingarnar sem myndast í ár- anna rás glatist ekki. Hann starfar við að kenna og þjálfa aðra í vörslu skjala í Nígeríu og segir gríðarlega mikilvægt að vernda skjöl þrátt fyrir að stjórn- völd leggi ekki mikið upp úr því og fjárveiting sé því lítil sem engin. „Skjölin eru eign fólksins, það hefur rétt á að vernda skjölin. Stjórnvöld vilja ekki að skjölin séu geymd því að þau sýna fram á að aðgerðir þeirra stangist á við lög og stjórn- arskrá landsins. Það vantar því alla lagasetningu og fjárveitingu í þenn- an málaflokk,“ segir Elvis og bætir við að eingöngu sé hægt að nota skjöl til sönnunar á því að stjórnvöld hafi brotið af sér. Mikil ásókn er einnig í að læra skjalavörslu í Nígeríu en Elvis segir þátttökugjaldið vera hamlandi fyrir áhugasama. „Ef við fengjum styrk til að kenna þetta þá myndu miklu fleiri sækja í þetta en nú.“ Elvis er þrátt fyrir allt bjartsýnn á framtíð skjalavörslunnar í Nígeríu og berst ákaft fyrir málstaðnum heima fyrir. „Allt sem ég læri hér skilar sér líka til nemenda minna, það þarf að þjálfa þjálfarann líka,“ bætir hann við. Ástríða í vörslu upplýsinga „Fólkið hér er hlýtt og hefur mikla ástríðu fyrir því sem það er að gera. Svo er tæknin og löggjöfin, sem stendur undir skjalavörslukerf- inu hér, mjög góð,“ segir Elvis um upplifun sína af íslenskri skjala- vörslu þessa síðustu daga. Þá fannst honum einnig merkilegt að sjá að Íslendingar hafi sjálfir geymt skjöl og upplýsingar fyrr á öldum. „Það er því alveg ljóst að á Íslandi er gömul hefð fyrir því að geyma og vernda upplýsingar.“ Ástríðufullur skjalavörður  Elvis Otobo kannar íslenska skjalavörslu Morgunblaðið/Golli Áhugi Elvis Otobo dvelur nú stuttan tíma á Íslandi til að öðlast hagnýta þekkingu á skjalavörslu. Hann berst fyrir upptöku skjalavörslu í heimalandi sínu og má ætla að þekkingin sem hann öðlast hér verði vatn á myllu málstaðarins. Í Nígeríu búa um 180 milljónir manna og er það því eitt þéttbýl- asta land Afríku. Íbúarnir eru af mörgum ættbálkum og heita þeir stærstu Hausa og Fulani sem eru um 29% íbúanna. Landið er ríkt af náttúruauðlindum en þjáist af margra ára stjórnmála- og efna- hagslegum óstöðugleika. Nígería er sambandslýðveldi þar sem for- setinn, Muhammadu Buhari, fer með ríkisvald, stjórnvald og æðsta hervald. Hernaðarlegt einræði leið undir lok í Nígeríu árið 1999. Spilling einkennir stóran hluta samfélagsins, líkt og Elvis Otobo bendir á og leggur áherslu á vörslu gagna til að sanna spillingu fyrir dómstólum. Svæðisbundin uppþot og mót- mæli eru tíð í Nígeríu en frá árinu 2009 hafa hryðjuverk íslömsku samtakanna Boko Haram ógnað öryggi íbúa í norðurhluta landsins. Spilling og óstöðugleiki SAMBANDSLÝÐVELDIÐ NÍGERÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.