Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
JólablaðMorgunblaðisins kemur út
fimmtudaginn 19. nóvember
Fullt af spennandi
efni fyrir alla aldurshópa
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 12 mánudaginn
16. nóvember.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
FÓTBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Íslenska landsliðið í knattspyrnu
kvenna stefnir hraðbyri að takmarki
sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni
Evrópumótsins í knattspyrnu sum-
arið 2017. Eftir stórsigur, 6:0, á Sló-
venum ytra í gærkvöldi situr ís-
lenska landsliðið á toppi síns riðils
með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og
markatöluna 12:0. Allt hefur gengið
upp til þess og sex stig úr tveimur
erfiðum leikjum á síðustu dögum í
ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu var í
samræmi við þær kröfur sem Freyr
Alexandersson landsliðsþjálfari og
leikmenn gerðu til sín fyrir ferðina.
„Undirbúningurinn var góður og
leikmenn fóru eftir því sem lagt var
upp með. Þess vegna var sigurinn
svo öruggur sem raun ber vitni,“
sagði Freyr glaður í bragði í samtali
við Morgunblaðið í leikslok.
Íslenska liðið hóf leikinn með mik-
illi pressu. Greinilegt var að dag-
skipunin var að skora snemma. Liðið
fékk nokkrar álitlegar sóknir áður
en Dagný Brynjarsdóttir braut ísinn
á 15. mínútu. Nokkru áður hafði
slóvenska liðið þó átt góða sókn þar
sem Guðbjörg Gunnarsdóttir mark-
vörður þurfti í tvígang að taka þá
honum stóra sínum til þess að bægja
hættu frá marki sínu.
Harpa Þorsteinsdóttir tvöfaldaði
forskot íslenska liðsins fimm mín-
útum eftir mark Dagnýjar.
Sex mínútum eftir mark Hörpu
meiddist Hólmfríður Magnúsdóttir
og varð að fara af leikvelli í sínum
100. landsleik en hún lagði upp
fyrsta mark Íslands.
Íslenska liðið réð áfram lögum og
lofum fram að hálfleik án þess þó að
bæta við fleiri mörkum þrátt fyrir
áskjósanleg færi.
Leikmenn slóvenska liðsins færðu
sig upp á skaftið í byrjun síðari hálf-
leiks. Það var ekki síst hin góðkunna
Mateja Zver sem olli usla í vörn ís-
lenska liðsins. Kristina Erman var
nærri því búin að minnka muninn í
1:2 á 51. mínútu eftir sendingu frá
Zver. Segja má að Erman hafi verið
klaufi að skora ekki þar sem hún var
ein á markteigshorni en skot hennar
fór rétt fram hjá marki Íslands.
Mark Hörpu á 65. mínútu létti
mjög pressunni af íslenska liðinu og
í framhaldinu komu tvö íslensk mörk
til viðbótar á næstu 15 mínútum og
þar með var alveg ljóst hvort liðið
bæri sigur úr býtum.
Zver átti skot í stöng íslenska
marksins á 85. mínútu en aðeins
mínútu síðar bætti Dagný við sjötta
marki Íslands. Harpa gat bætt við
sjöunda markinu þremur mínútum
síðar og sínu þriðja í leiknum en
markvörður Slóvena varði spyrnu
hennar. Yfirburðir íslenska liðsins
voru algjörir í þessum leik.
„Þessi leikur var svipaður og við
reiknuðum með. Við skoðuðum upp-
tökur af leikjum Slóvena og vissum
að við vorum mikið betri,“ sagði
Dagný Brynjarsdóttir í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Við leystum þetta verkefni mjög
vel, jafnt í vörn sem sókn og unnum
stóran sigur. Mörkin hefðu getað
orðið fleiri en það er nú svo að það
fara alltaf einhver færi forgörðum í
hverjum leik. En okkur tókst að laga
markatöluna. Hún er góð eftir leik-
ina þrjá,“ sagði Dagný
Brynjarsdóttir.
Einstefna í Lendava
Annar sigur á útivelli í röð í undankeppni EM Markmið ferðarinnar náðist
Ísland efst með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12:0
Morgunblaðið/Golli
Gleði Dagný Brynjarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og stöllur höfðu ærna
ástæðu til þess að fagna í gær enda skoruðu þær sex mörk gegn Slóvenum.
Ég kom inn í neðanjarðarlest-
ina á Plaza Catalunua-stöðinni.
Lestarvagnarnir voru á annan
tuginn og þéttsetnir. Farþegun-
um átti bara eftir að fjölga þar til
á áfangastað var komið.
Þar sem ég tók mér stæði
sátu bandarísk mæðgin. Þau
voru líka á leið á völlinn. Dreng-
urinn, á að giska 10 ára, iðaði í
skinninu klæddur búningi félags-
ins frá toppi til táar og vandlega
merktur stórstjörnu.
Móðirin hélt á blaði með út-
prentuðum aðgöngumiðum á
völlinn. Hún velti fyrir sér hvar
rétt væri að stíga út úr lestinni.
Stráksi var með allt á hreinu.
Áfram hélt lestin og eftir því sem
hún staldraði við á fleiri stöðum
fjölgaði farþegunum. Ástandið
var eins og íþéttfullri síld-
artunnu.
Þegar komið var á Les Corts-
stöðina yfirgaf nokkur hópur
lestina. Aðeins létti á þrýstingn-
um. Á Maria Christina-stöðinni
steig ég út ásamt bandarísku
mæðginunum og mörgum
hundruðum öðrum. Þeir sem eft-
ir voru biðu næstu stöðvar. Þús-
undum saman gekk hópurinn
áfram að fyrirheitna staðnum
þetta kyrrláta laugardagskvöld í
Barcelona. Straumurinn minnti
helst á á sem fylgdi farvegi sín-
um alla leið í sætin sjávar.
Leikurinn var stórkostleg
skemmtun. Sjö mörk skoruð.
Þau hefðu þess vegna getað ver-
ið 15 ef markverðirnir hefðu ver-
ið eins sofandi á verðinum og
varnarmennirnir. Það var gleði
hjá 76.436 áhorfendum á Camp
Nou. Eldri herramenn sem sátu
fyrir ofan mig hlógu þegar and-
stæðingurinn skoraði annað
mark sitt rétt fyrir leikslok.
Að leikslokum hélt hópurinn
til baka. Tími var kominn á tapas
eða paellu og svalandi drykk.
BAKVÖRÐUR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Lendava, undankeppni EM, 1.riðill,
mánudaginn 26. október 2015.
Skilyrði: Hægviðri, 15 gráðu hiti. Völl-
urinn laus í sér.
Skot: Slóvenía 7 (3) – Ísland 14 (10).
Horn: Slóvenía 2 – Ísland 2.
Slóvenía: (4-3-3) Mark: Sonja Cevnik.
Vörn: Barbara Kralj (M.Sevsek 89.),
Evelina Kos, Manja Benak, Kristina
Erman. Miðja: Dominika Conc (L. Kos
74.), Anisa Rola, Mateja Zver. Sókn:
Urska Zganec (K. Erzen 61.), Lara Pras-
nikar, Tjasa Tibaut.
Ísland: (4-3-3) Mark:Guðbjörg Gunn-
arsdóttir (Sandra Sigurðardóttir 77.).
Vörn: Rakel Hönnudóttir, Glódís Perla
Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir,
Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Sara
Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynj-
arsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir
(Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 73.). Sókn:
Fanndís Friðriksdóttir, Harpa Þorsteins-
dóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir
(Sandra María Jessen 30.).
Dómari: Esther Azzopardi, Möltu.
Áhorfendur: Innan við 100.
Slóvenía – Ísland 0:6
Eyþór Örn Baldursson og Jón Sig-
urður Gunnarsson náðu sér illa á
strik sem síðustu fulltrúar Íslands á
heimsmeistaramótinu í áhaldafim-
leikum í Glasgow í gær. Jón Sigurð-
ur hlaut samtals 67,263 í einkunn í
fjölþrautinni en Eyþór Örn 65,232,
og höfnuðu þeir báðir á meðal
neðstu manna.
„Konungur“ fimleikanna, Jap-
aninn Kohei Uchimura, fór með
bestu einkunn inn í úrslitin eins og
búast mátti við, eða 90,564 stig.
Uchimura er ríkjandi Ólympíu- og
heimsmeistari og hefur fyrir löngu
skráð sig í sögubækurnar, meðal
annars sem sá eini sem orðið hefur
fimm sinnum heimsmeistari í fjöl-
þraut. Uchimura sýndi reyndar að
hann er mannlegur, þegar hann lenti
illa í gólfæfingum. Hann er staðráð-
inn í að vinna sinn sjötta heims-
meistaratitil í fjölþrautinni á föstu-
dagskvöld, en í forgangi er að skáka
Kínverjum og fagna sigri í liða-
keppninni.
Nú hefjast úrslit á HM en íslenska
landsliðið hefur lokið keppni á
mótinu. Ísland átti þrjá fulltrúa í
keppni kvenna þar sem Irina Sazo-
nova náði bestum árangri, eða 98.
sæti, og tryggði Íslandi sæti í sér-
stakri undankeppni Ólympíuleika í
fyrsta sinn. sindris@mbl.is
23-25 stigum á
eftir konunginum
0:1 Dagný Brynjarsdóttir15. fékk boltann frá
Hólmfríði, lék framhjá varn-
armanni og markverðinum og
renndi boltanum í markið af stuttu
færi.
0:2 Harpa Þorsteinsdóttir20. stakk varnarmenn af
eftir sendingu Margrétar og skor-
aði af öryggi framhjá markverð-
inum.
0:3 Harpa Þorsteinsdóttir65. fékk boltann á frá
Söndru Maríu ur innkasti, sneri af
sér varnarmann og skoraði með
föstu skoti með vinstri fæti.
0:4 Margrét Lára Viðars-dóttir 70. tók auka-
spyrnu rétt utan teigs. Skot henn-
ar fór í Mateja Zver og þaðan í
markið.
0:5 Sandra María Jessen 80.skorar með skoti í stöng
og inn með vinstri fæti frá víta-
teigslínu eftir sendingu Hörpu
0:6 Dagný Brynjarsdóttir86. skoraði með föstu
skoti úr miðjum vítaeignum eftir
snarpa sókn og sendingu Gunn-
hildar.
I Kos (Slóveníu) 30. (brot),Benak (Slóveníu) 69. (brot).