Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 10.07.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 10. júlí 1986 VÍKUR-fréttir Skipaafgreiðsla Suðurnesja Vatnsnesvegi 14 - 230 Keflavfk Skrifstofa - Síml 3577 Vöruhús - Simi 4042 Kranaleiga Lyftaraleiga Símar: 3577, 4042 UMBOÐ: Eimskip, Suðurnesjum Skipaafgreiðsla Suðurnesja Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja. Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning ef óskað er. Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaieiti 33 - Keflavík - Sími 2322 ORÐVAR SKRIFAR - QRÐVAR SKRIFAR - QRÐVAR SKRIFAR SALTAÐ HROSSAKJÖT FYRIR 250 ÞÚSUND Nú er svo komið, sam- kvæmt fréttum fjölmiðla, að þau 100 frystihús sem starfrækt eru á landinu, flokkast í þrjá hópa: Þau vonlausu, þau vonlausari og þau vonlausustu. Sam- hliða þessum voðafréttum er svo greint frá ailt að 20% verðmætaaukningu fiskafurða hjá hinum ýmsu sölusamtökum frvstihús- anna, bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Er ekki einhver mótsögn í þessu kerfi eða fréttaflutningn- um? Það er engu líkara en það megi alls ekki minnast á j)au hús, sem rekin eru af kunnáttu og reisn. Þau eru sem betur fer þó nokkur, víða um land, og oft við hliðina á þeim bágstöddu. Værí ekki árangursríkara að rannsaka ástæðuna fyrir velgengni þessara húsa heldur en láta eins og þau séu ekki til. En svona kjánalega athugasemd má helst ekki koma með. Hver færí að senda heilbrigðan mann í rannsókn? Sérfræðingar peninga- valdsins segja vandann stafa af offjárfestingu í dollurum á versta tíma og taprekstrí undanfarin ár. En það virðist enginn taka mark á þessum mönnum. Ef skuttogarí er á lausu, þá er slegist um að ná honurn. Því blankara sem fyrirtæk- ið er, því æstara er það í að fá hann. Þó vita allir, líka kaupandinn og seljandinn, að hvað mikið sem togar- inn kann að fiska, getur hann aldrei staðið undir afborgunum og vöxtum lánanna. Svo rekur menn í rogastanz, þegar ekki er hægt að bæta við skulda- halann lengur. Vafalaust eru fleirí vandamál sem hijá ísl. útgerð og fisk- vinnslu, heldur en þessi tvö, og gott er á meðan stjórnleysi eða óráðsía valda ekki vandanum. En fyrirtæki geta haft svo mikið umleikis, að fáir vita hvað er hvers og hvers er hvað. Eitt stærsta og verst stæða frystihúsið úti á landi, réði til sín forstjóra í fyrra, vanan, vel menntað- an og heiðarlegan mann. Hann reyndi hvað hann gat til að rétta hag fyrir- tækisins en allt kom fyrir ekki. Eftir 3 mánuði gafst hann upp og hætti, með þeim orðum að útilokað væri að reka frysdhús sem félagsmálastofnun. Jeppinn sem gekk fyrir grænum baunum þótti merkilegt fyrirbrigði hér um árið. En það eru fleiri hundar svartir en hundur- inn prestsins. Hver hefur ekki heyrt minnst á ferm- ingargjöfína sem útgerðar- maðurinn gaf syni sínum? 1. flokks reiðhest með öll- um græjum. Gjöfin hét reyndar saltað hrossakjöt fyrir 250 þús. krónur á kostreikningi útgerðarínn- ar. Annar harðneitaði að taka inn hitaveituna í húsið sitt, því útilokað var að koma reikningum þaðan yfir á bátinn. Sumir gera lítinn greinarmun á sfldar- þró og einbýlishúsi, hvoru- tveggja er steinsteypa. Svona vafasöm dæmi má sjálfsagt lengi telja upp en vonandi eiga þetta bara að vera Hafnarijarðarbrand- arar, hálfgerður gálga- húmor samt. Það er vara- samt að kasta fjöreggi þjóðarinnar á milli sin, sér- staklega ef komnar eru sprungur í það, nema gild ástæða sé til þess. Lögreglustjóraembættið í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu: Karl Hermannsson skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn Tvær umsóknir um stöðu aðalvarðstjóra D ÚTSALA í Bo-Bo næstu daga. Allt að Dómsmálaráðherra hef- ur skipað Karl Hermanns- son rannsóknarlögreglu- mann, í stöðu aðstoðaryfir- lögreglumanns við embætti lögreglustjórans í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. Miðaðist skipun þessi við 1. júlí sl. Auk hans sóttu fimm aðrir um stöðu þessa, en nöfn þeirra voru birt í síðasta tölublaði. Um mánaðamótin rann út umsóknarfrestur um stöðu aðalvarðstjóra við sama embætti, en þeirri stöðu hefur Rúnar Lúðvíksson gegnt undanfarna mánuði, meðan staðan var mótuð, með aðsetri í Grindavík. Um stöðuna sóttu tveir varðstjórar búsettir í •Grindavík. Þeir eru Sigurð- ur Ágústsson og Guðfinnur Bergsson. Að sögn Jóns Eysteins- sonar lögreglustjóra, verður ráðið í stöðu þessa nú í þessari viku, en staðan losnar 16. júlí næstkom- andi. - epj. 50% afsláttur. Hafnargötu 34 n- - „ d Til leigu iðnaðar- og geymsluhúsnæði á hafnarsvæöinu. Tveir 330 ferm. salir, loft- hæð 4 m, góð aðkeyrsla. Ýmsir aðrir möguleikar koma til greina. Uppl. gefur Margeir í síma 4610 og 1252.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.