Morgunblaðið - 02.12.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Ógleymanleg bók sem heillað hefur lesendur um víða veröld. Hjartnæm dæmisaga um gjafmildi og ást fyrir börn á öllum aldri. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun (VMST) hefur greitt yfir 130 milljarða króna í at- vinnuleysisbætur frá árinu 2008. Samkvæmt áætlun stofnunarinnar verður upphæðin komin í alls 138 milljarða króna í árslok. Séu bætur hvers árs færðar á verðlag nú hækkar upphæð- in í tæpa 157 milljarða króna, eins og sýnt er á grafinu hér til hliðar. Gissur Péturs- son, fram- kvæmdastjóri Vinnumálastofnunar, segir lækkun tryggingagjalds munu hægja á eiginfjáraukningu Atvinnu- leysistryggingasjóðs. Það geti haft afleiðingar ef staða efnahagsmála versnar á Íslandi. Sjóðurinn eigi nú fé sem dugar til greiðslu atvinnu- leysisbóta í um það bil eitt ár. Þá segir Gissur mikilvægt að hafa í huga að atvinnutryggingagjaldið renni til þriggja þátta; til greiðslu at- vinnuleysisbóta, reksturs Vinnu- málastofnunar og vinnumarkaðs- úrræða til handa atvinnulausum. Alls 12,9 milljarðar í ár Gissur segir áætlað að atvinnu- tryggingagjaldið skili 12,9 milljörð- um króna í ár. Þar af fari um 10,8 milljarðar króna til greiðslu atvinnu- leysisbóta og um 2 milljarðar til reksturs Vinnumálastofnunar og vinnumarkaðsúrræða. Eins og sýnt er á grafinu hér til hliðar er áætlað að eigið fé Atvinnu- leysistryggingasjóðs verði um 11,3 milljarðar í árslok. Spurður hversu há upphæðin er í sögulegu samhengi segir Gissur að 11,3 milljarðar séu fljótir að fara í at- vinnuleysisbætur ef það harðnar á dalnum í íslensku efnahagslífi. „Við eigum varla fyrir einu ári. Við eigum næstum fyrir útgjöldum sjóðsins til eins árs, miðað við núver- andi útgreiðslur. Það er búið að lækka tryggingagjaldið frá því þegar það var hæst. Rifja má upp að árin 2009 og 2010 greiddum við hvort ár á þriðja tug milljarða króna í bætur.“ Rennur ekki óskipt í sjóðinn Gissur vill nota tækifærið og leið- rétta þann misskilning að trygginga- gjaldið fari óskipt í Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Hið rétta sé að aðeins hluti gjaldsins fari í atvinnutrygg- ingar. Fram kom í orðsendingu Ríkis- skattstjóra til launagreiðenda í jan- úar á þessu ári að tryggingagjald var þá 7,39%. Að viðbættu gjaldi í Ábyrgðasjóð launa og markaðsgjaldi var gjaldið 7,49%. Það skiptist í al- mennt tryggingagjald sem var 6,04% og atvinnutryggingagjald sem var 1,35%. Síðarnefnda gjaldið renn- ur til greiðslu atvinnuleysisbóta, reksturs VMST og vinnumarkaðs- úrræða. Vegna anna hjá Ríkisskattstjóra voru upplýsingar um þróun trygg- ingagjalds frá árinu 2008 ekki til- tækar í gær. Rétti tíminn til að safna í sjóð „Það er ekki mikill afgangur til að leggja í Atvinnuleysistryggingasjóð. Nú er gert ráð fyrir að hann verði 2,8 milljarðar í ár. Ef okkar hlutur í tryggingagjaldinu lækkar hins vegar frekar er stutt í að við séum farin að ganga á eigið fé sjóðsins á tímabili sem ætti að nýtast til að safna í sjóð- inn. Það kom sér mjög vel árið 2008 og 2009 að eiga hátt 15,6 milljarða króna í sjóðnum, en þurfa ekki að kreista þá úr atvinnulífinu á aðeins einu ári,“ segir Gissur. Fram kemur í októberskýrslu Vinnumálastofnunar að þá voru 194 einstaklingar skráðir í vinnumark- aðsúrræði, 92 karlar og 102 konur. Úrræðin eru greidd af Atvinnu- leysistryggingasjóði, en viðkomandi einstaklingar eru í vinnu og teljast því ekki með í atvinnuleysistölum. Skv. VMST voru alls 4.675 ein- staklingar án vinnu í lok október. Hafa greitt 138 milljarða í atvinnuleysisbætur frá 2008  Framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar varar við lækkun tryggingagjalds Atvinnuleysistryggingasjóður Lykiltölur 2008-2015 á verðlagi hvers árs Heimild: Vinnumálastofnun. *Lausleg áætlun. **Breytingar á verðlagi miðað við ársmeðaltal vísitölu neysluverðs (VNV) hvert ár og VNV í október 2015. Ár Útgreiddar bætur í milljónum króna Tekjuafgangur í milljónum Eigið fé í milljónum Útgreiddar bætur í milljónum á verðlagi nú** 2008 4.695 2.202 15.649 6.575 2009 25.387 -14.090 1.599 31.745 2010 23.848 2.484 1.042 28.293 2011 22.613 6.004 10.046 25.798 2012 21.260 2.766 7.280 23.058 2013 16.392 1.055 8.333 17.115 2014 13.129 271 8.576 13.435 2015* 10.828 2.800 11.300 10.828 Samtals 138.152 156.846 Meðaltal á ári 17.269 19.606 Gissur Pétursson Morgunblaðið/Eva Björk Framkvæmdir Verulega gekk á Atvinnuleysistryggingasjóð eftir efnahagshrunið. Fjöldi fólks var án vinnu. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin hafa „átt í samskiptum við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og stjórnvöld um „mikilvægi þess að lækka trygginga- gjald sem skilvirkustu leiðina til að vinna á móti mikilli kostnaðaraukn- ingu vegna kjarasamninga“. „Það er engin niðurstaða komin í þessi sam- töl. Við höfum ekki fengið önnur viðbrögð en skilning á vandanum. Það er áformað að funda í vikunni,“ segir Þorsteinn. Ekki náðist í Bjarna. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um tryggingagjaldið. „Ég vísa á fjármálaráðherra í allri umræðu um tryggingagjaldið. Málið er ekki á borði fjárlaganefndar. Þetta er ríkisstjórnarmál,“ segir Vigdís. Hún segir fjárlagafrumvarpið verða lagt fram til 2. umræðu á morgun. Þar verði að finna „áhugaverðar breytingartillögur“. Funda um gjaldið næstu daga SA TELJA LÆKKUN TRYGGINGAGJALDS MIKILVÆGT SKREF Landhelgisgæslan og Hafrann- sóknastofnun ætla að breyta fyrir- komulagi sameiginlegrar vöktunar vegna skipa stofnananna sem lagt er við bryggju í gömlu Reykjavíkur- höfn. Þetta er gert í hagræðingar- skyni, að sögn Svanhildar Sverris- dóttur, starfsmannastjóra og upplýsingafulltrúa Landhelgisgæsl- unnar. Varðskýlið á Faxagarði hefur verið rekið í samstarfi stofnananna frá árinu 2004. Fimm fastráðnir vaktmenn sinntu gæslunni og var þeim sagt upp störf- um frá og með 1. desember. Þrír þeirra eru með mislanga uppsagna- fresti, 3-6 mánuði, samkvæmt kjara- samningum og tveir með tólf mánaða biðlaunarétt því þeir hófu störf fyrir gildistöku laga um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins frá 1996. Mennirnir vinna allir uppsagnar- frestinn. Landhelgisgæslan og Hafrann- sóknastofnun kanna nú hvort hægt sé að finna þeim önnur störf innan stofnananna og hafa tveir þegar fengið slík störf. Landhelgisgæslan og Hafrann- sóknastofnun ætla áfram að hafa sam- starf um gæslu við skip sín. Í framtíð- inni verður meira byggt á fjareftirliti með myndavélum og öðrum tæknileg- um lausnum. gudni@mbl.is Breyting á gæslu skipa ríkisins  Fimm fastráðn- um vaktmönnum sagt upp störfum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæsla Breytingar verða á gæslu varðskipanna og hafrannsóknaskipanna. Kanna á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í Reykjavík. Þjónustu þessa mætti bjóða út í einum til tveimur hverfum borgarinnar og verði reynslan höfð til hliðsjónar þegar og ef fleiri skref verða stigin. Þetta kemur fram í tillögu sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðu fram á borgarstjórnar- fundi í gær, þegar fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár var rædd. Í tillögu sjálfstæðismanna er lögð áhersla á að fólk sem nú starf- ar við sorphirðuna haldi störfum sínum og réttindum. Morgunblaðið/Golli Hreinsun Með fullar tunnur í eftirdragi. Sorpið í borginni verði boðið út Flugfélögin WOW air og easyJet hafa unnið verulega á forskot Ice- landair yfir fjölda áætl- unarferða frá Keflavíkur- flugvelli síðan þau hófu starf- semi á vellinum árið 2012. Í nóvember það ár var níunda hver flugvél sem tók á loft í Kefla- vík frá WOW air og easyJet. Í síð- asta mánuði var hins vegar fjórða hver vél sem um völlinn fór í útgerð þessara félaga, segir á vefnum Tur- isti.is. Samanlagt vægi WOW air og easyJet í starfsemi á Keflavíkur- flugvelli er nú 27%. Hlutdeild Ice- landair fer úr um 82% í 64,5%. Vægi WOW og easy- Jet æ meira Wow Nú er flogið til allra átta. Karlmaður á þrí- tugsaldri var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af eru sex skilorðs- bundnir, fyrir vörslu fíkniefna og ræktun kannabisplantna í iðnaðarhúsi á Eskifirði sl. vor. Sakaferill mannsins var einnig lagður til grundvallar í dómi Hér- aðsdóms Austurlands. Dæmdur í fangelsi fyrir fíkniefnabrot Kannabis Dóm- urinn er nú fallinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.