Morgunblaðið - 02.12.2015, Side 27
en því má ekki gleyma að skógrækt
var hugsjónastefna á árum áður, ná-
tengd þeirri ungmennafélags- og
þjóðernisvakningu að byggja upp
land og þjóð.
Og áhugamálin, Jón?
Skógrækt og útivist er að vísu líka
áhugamál en við hjónin keyptum
jörðina Stóra-Sandfell 1 árið 1994.
Stóra-Sandfell er stór jörð og höfum
við þegar gróðursett nokkur hund-
ruð hektara og eru fyrstu gróður-
setningarnar komnar á grisjunar-
stig þannig að eftirlaunaþeginn Jón
hefur nóg að gera í framtíðinni. Þeg-
ar starfinu í skógrækt sleppir er það
hestamennska. Hesturinn var lengst
af þarfasti þjónninn hans afa á ferð-
um hans, en hann skrifaði fræga
hestabók, Sleipni, og starfaði í
hestamannafélaginu Fáki. Einar,
sonur hans, var mikið með hesta og
við vorum með hesta í Kópavogi. Ég
komst því ungur á bak. Eftir að ég
kom austur hef ég alltaf verið með
hesta. Útreiðartúrar í lok vinnudags
endurnæra alltaf líkama og sál.
Auk þess fer ég á skotveiði, á
rjúpur og hreindýr, en ég hef alltaf
verið ósnortinn af stangveiði.“
Fjölskylda
Jón kvæntist 3.4. 1971 Berit Hel-
ene Johnsen, f. 20.5. 1951, dósent í
sérkennslufræði við Óslóarháskóla,
búsett að Stóra-Sandfelli. Hún er
dóttir Arne J. Johnsen, fyrrv. yfir-
verkstjóra, og Kari G. Johnsen rit-
ara sem bæði eru látin.
Börn Jóns og Berit eru Loftur
Þór, f. 4.9. 1971, lektor við háskólann
í Bergen en kona hans er Edda Sif
Óttarsdóttir talmeinafræðingur við
Haukland sykehus í Bergen og eru
börn þeirra Móeiður, f. 2004, Jón
Starkaður, f. 2006, og Hrólfur, f.
2009; Andra Björk, f. 31.8. 1974,
menntaskólakennari í Ósló en maður
er Olav Andreas Hoemsnes, yfir-
kerfisverkfræðingur við Óslóarhá-
skóla en börn þeirra eru Nói Gunn-
ar, f. 2005, og Anna Björk, f. 2008;
Sólrún Kari, f. 8.6. 1977, viðskipta-
fulltrúi við íslenska sendiráðið í
Ósló, en maður hennar er Aimar
Niedzwiedzki Braaten markaðs-
stjóri og eru börn þeirra Nikulás, f.
2009, og Elena, f. 2011; Árni Berúlf-
ur, f. 14.7. 1984, þrívíddar-tölvu-
hönnuður í Reykjavík en kona hans
er Saga Kjartansdóttir, MA í ráð-
stefnutúlkun og er sonur þeirra
Kjartan Loki, f. 2014, en sonur Árna
og Sylvíu Erlendsdóttur er Ellert
Úlfur, f. 2010.
Bræður Jóns eru Einar Loftsson,
f. 2.5. 1949, húsasmíðameistari í
Kópavogi, og Yngvi Þór Loftsson, f.
11.2. 1952, landslagsarkitekt, búsett-
ur í Kópavogi.
Foreldrar Jóns voru Loftur Þór
Einarsson, f. 26.6. 1921, d. 30.5.
1954, húsasmíðameistari í Reykja-
vík, og Kópavogi, og k.h., Guðrún
Einarsdóttir, f. 4.9. 1922, d. 2.9.
2003, húsfreyja.
Úr frændgarði Jóns Loftssonar
Jón Loftsson
Guðrún Júlíana Jóhannsdóttir
húsfreyja á Hrafnhóli
Guðmundur Þorleifsson
b. á Hrafnhóli í Hjaltadal
Guðrún Sigfríður Guðmundsdóttir
húsfreyja í Rvík
Einar Sæmundsen
skógarvörður á Suðurlandi
Guðrún Einarsdóttir
húsfr. í Rvík og Kópavogi
Guðrún
Jónsdóttir
á Surts-
stöðum í
Jökulsárhlíð
Ingibjörg Jónsdóttir
Ingibjörg Loftsdóttir húsfr.,
frá Vatnsskarðshólum
Jón Pétursson
b. á Setbergi í
Fellum
Pétur
Valdimar
Jóhannes-
son b. í Teigi
Sigríður Sæmundsen
húsfr. í Winnipeg
Þorsteinn
Valdimars-
son skáld
Einar Árnason ritstj.
Lögbergs í Winnipeg
Soffía Emilía
Haraldsdóttir
húsfr. í Rvík
Elín Sigríður
Ellingsen
húsfr. í Rvík
Haraldur
Ellingsen
María Ellingsen
leikkona
Haraldur Sveinsson fyrrv.
framkvæmdastj. Árvakurs
Leifur Sveinsson
lögfræðingur
Sveinn K. Sveinsson verkfr.
og fyrrv. forstj. Völundar
Ólafur Sæmundsen
skógfræðingur
Einar Sæmundsen
fyrrv. garðyrkjustj.
Kópavogs
Böðvar Guðmundsson fyrrv.
skógarvörður á Suðurlandi
Valgerður Jónsdóttir
húsfr. á Rauðsgili í Hálsa-
sveit og í Hafnarfirði
Jón Jónsson b.
í Klausturseli í
Jökuldal
Jón Helgason
skáld og prófessor
í Kaupmannahöfn
Hrafnkell Jóns-
son safnvörður á
Egilsstöðum
Guðfinna Pétursdóttir
húsfr. á Glúmsstöðum, af Melaætt
Stefán Hallgrímsson
b. á Glúmsstöðum í Fljótsdal
Ingunn Stefánsdóttir
húsfr. á Geldingalæk vestri
Einar Jónsson
alþm. á Geldingalæk vestri á Rangárvöllum
Loftur Þór Einarsson
húsasmíðam. í Rvík
og Kópavogi
Þuríður Einarsdóttir
húsfr., frá Gunnarsholti á Landi,
bróðurdóttir Magnúsar á Stokkalæk,
afa Böðvars, hreppstj. á Laugarvatni
Jón Loftsson
b. á Geldingalæk vestri
Einar G.E.
Sæmundsen
skógarv. á
SV-landi og
framkvstj.
Skógræktar-
fél. Rvíkur
Bergljót
Sigurðardóttir
húsfr. í Rvík
Einar Sæmundsen
kennari, var í Englandi
og fór til Winnipeg 1885
Soffía Emelía
Einarsd. húsfr.
í Stykkishólmi
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015
90 ára
Þórunn Eggþóra
Andrésdóttir
85 ára
Hilmar Guðlaugsson
Hrefna Björnsdóttir
Jóhann Stefánsson
80 ára
Bára Bergmann
Pétursdóttir
Garðar Jónsson
Hjördís Halldórsdóttir
Sveinn Gunnarsson
75 ára
Gunnar Karlsson
Halldóra S. Guðnadóttir
70 ára
Bergsteinn Gíslason
Brynhildur Vilhjálmsdóttir
Ding Wei Yu
Egon Thygesen Marcher
Friðjón Magnússon
Helga Hansen
Helga Ragnarsdóttir
Jóhannes S. Stefánsson
Margrét Andrésdóttir
Svala Þórhallsdóttir
60 ára
Bjarni Þór Tryggvason
Einar Kristinn Guðfinnsson
Guðbjörg S. Sigurðardóttir
Gyða Árný Helgadóttir
Jón Arnkelsson
50 ára
Arnheiður Runólfsdóttir
Ásmundur Ísak Jónsson
Björk Ásgeirsdóttir
Hjálmar Guðmundsson
Jóhann Geir Árnason
Kristján Freyr Helgason
Ólafur Melsted
Rúnar Ásmundur
Harðarson
Röfn Friðriksdóttir
Svandís Geirsdóttir
40 ára
Barbara Myszak
Bergþóra Silva Hólm
Elfa Margrét Ingvadóttir
Hrannar Már Sigrúnarson
Hulda Margrét
Þorláksdóttir
Jenna Granz
Kristín Guðmundsdóttir
Már Ívar Henrysson
Michael Danny Förster
Regína Böðvarsdóttir
Sylvía Ósk Kristínardóttir
Ægir Gauti Þorvaldsson
30 ára
Daníel Þór Víðisson
Heiða María
Gunnlaugsdóttir
Helena Hrund
Ingimundardóttir
Sandra Árnadóttir
Sigurður Hans Arason
Snorri Snorrason
Tinna Brekkan
Una Dagný Hreiðarsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Kolbrún ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
diplómaprófi í mótun við
Myndlistaskólann í
Reykjavík og starfar í
gestamóttöku við hótel.
Systkini: Ísleifur, f. 1980,
Hrafnkell Ingi, f. 1991, og
Védís, f. 1996.
Foreldrar: Gissur Ísleifs-
son, f. 1958, forstjóri hjá
Tölvumiðlun, og Bjarney
Linda Ingvarsdóttir, f.
1958, fyrrv. þjónn og
bókari.
Kolbrún
Gissurardóttir
30 ára Ragnar ólst upp í
Reykjavík, býr þar og
starfar hjá Dagnýjar sam-
lokum.
Maki: María Denah K.R.
Deluna, f. 1985, sjúkraliði.
Stjúpsonur: James
Liam, f. 2011.
Foreldrar: Ragnar Daní-
elsson, f. 1952, pípulagn-
ingameistari, og Hanna
Indíana Sigurgeirsdóttir, f.
1954, fyrrv. verslunar-
maður. Þau eru bús. í
Reykjavík.
Ragnar Þór
Ragnarsson
40 ára Sóley er Hafnfirð-
ingur og er læknaritari á
Landspítalanum
Maki: Egill Björnsson, f.
1980, vinnur í Húsa-
smiðjunni.
Börn: Alexander Björn, f.
2007, Kristófer Árni, f.
2010, og Elís Hilmar, f.
2011.
Foreldrar: Árni Gústafs-
son, f. 1954, og Bára Ás-
geirsdóttir, f. 1959. Þau
reka Bitahöllina á Stór-
höfða í Reykjavík.
Sóley
Árnadóttir
Hinn 12. október sl. í Centre d’Imm-
unologie de Marseille-Luminy (CIML)
í Frakklandi varði Laufey Geirsdóttir
doktorsritgerð sína í ónæmisfræði og
stofnfrumuvísindum. Hún ber heitið:
Sjálfsendurnýjun stórátsfruma, bar-
áttan við Maf til að lifa að eilífu (e.
Self-renewal of macrophages: Fight-
ing Maf for eternity). Laufey útskrif-
aðist með ,,PhD très honorable et
félicitations du jury“, hæstu einkunn
sem gefin er í frönskum háskólum.
Grein hennar hefur verið samþykkt í
hinu virta vísindariti Science.
Almennt hefur verið talið að ein-
ungis stofnfrumur geti endurnýjað
sig með frumuskiptingum og þannig
viðhaldið fjölda sínum um lengri tíma.
Nú hefur nýlega komið í ljós að þessi
endurnýjun getur einnig átt sér stað
meðal vissra fruma ónæmiskerfisins,
sem kallast stórátsfrumur (e. macro-
phages) en undirliggjandi ferlar hafa
ekki verið kannaðir. Við höfum áður
sýnt fram á að vissir umritunarþættir,
sem kallast MafB og c-Maf, spila
meginhlutverk í sjálfsendurnýjun stó-
rátsfruma, þar sem fjarvera þeirra
leiðir til aukinnar sjálfsendurnýjunar.
Þessi sjálfsendur-
nýjun hefur ekki
áhrif á eiginleika
þeirra sem
ónæmisfrumur
þar sem þær
starfa eðlilega í
líkamanum og
mynda ekki
krabbamein. Meg-
inmarkmið rannsóknarinnar var að
skilja sameindafræðilega ferla sem
stýra endurnýjun stórátsfruma í lík-
amanum. Til að ná því markmiði var
framkvæmd ChIP-seq greining á litn-
isskipulagi í fjarveru MafB og bera
saman við villigerðar litnisskipulag
stórátsfruma. Einnig var framkvæmd
einfruma RNA og próteingreining sem
sýndi fram á að tjáning 16 gena er
nauðsynleg til að stuðla að sjálfsend-
urnýjun þeirra. Ennfremur, tjáning
þessara gena er hömluð í návist
MafB. Þessar niðurstöður eru mikil-
vægar þar sem ekki hefur verið áður
sýnt fram á hvernig sérhæfðar frum-
ur geta stundað sjálfsendurnýjun
með sameinda- og frumufræðilegum
aðferðum.
Laufey Geirsdóttir
Laufey Geirsdóttir er fædd 1983. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum
við Sund árið 2004 og BSc-prófi í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið
2008. Þremur árum síðar, árið 2011, lauk Laufey MSc-prófi frá Læknadeild Há-
skóla Íslands með fyrstu einkunn og innritaðist sama ár í doktorsnám við Centre
d’Immunologie de Marseille-Luminy (CIML) við Université Aix-Marseille í Frakk-
landi. Laufey skipulagði IGSIC-ráðstefnu sem haldin var í Marseille árið 2013, þar
sem doktorsnemar komu frá alls um 18 löndum víðsvegar um heim.
Doktor
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
Frá
morgni
líkama
og sál
fyrir alla
fjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
Laugarnar í Reykjavík