Morgunblaðið - 02.12.2015, Page 8

Morgunblaðið - 02.12.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Ein stærsta lexía evrukrepp-unnar hefur verið að Milton Friedman hafði rétt fyrir sér.“ Svona byrjar nýlegur pistill hins kunna hagfræðiprófessors Paul Krugmans þar sem hann fjallar um sjónarmið Þorvaldar Gylfason- ar hagfræðings um Írland og Ís- land.    Krugman er al-mennt ekki á sömu línu og Fried- man var í hagfræð- inni, en hann tekur undir með honum um kosti sveigjan- legs gengis, sem kallar vitaskuld á sjálfstæða gjald- miðla.    Áhugamenn umevruna benda gjarnan á Írland og segja það sýna að ríki geti rétt úr kútnum þrátt fyrir evruna. Út af fyrir sig er athyglisvert að svo sé komið fyrir evrunni að fara þurfi út í slíkar réttlætingar, en hvað segir Krugman um þetta?    Hann segir rétt að á mæli-kvarða landsframleiðslunnar hafi Írland náð sér á strik litlu síð- ar en Ísland eftir efnahagsáfallið fyrir nokkrum árum.    Fleira þurfi hins vegar að takameð í reikninginn. Þegar litið sé á atvinnustigið megi sjá að Ís- land hafi náð sér mun betur en Ír- land og þeir sem hafi fylgst með báðum ríkjum telji að neikvæð áhrif á almenning hafi verið mun minni hér en á Írlandi.    Og Krugman lýkur skrifum sín-um á því að segjast skilja knýjandi þörf margra til að bera í bætifláka fyrir evruna. Stað- reyndin sé hins vegar sú að sjálf- stæðum gjaldmiðli fylgi miklir kostir. Paul Krugman Staðreynd málsins STAKSTEINAR Þorvaldur Gylfason Umferð í nýliðn- um nóvember- mánuði jókst um tæplega 6% borið saman við sama mánuð fyrra. Þetta sýna mælingar Vegagerðar- innar þar sem byggt er á upp- lýsingum úr sextán teljurum við hringveginn. Aukningin í nóvember stendur raun- ar á pari við árið í heild, en mat Vegagerðarinnar er að umferðin í ár aukist um 6% miðað við árið 2014. Mest aukning á Austurlandi Aukningin í nóvember varð til þess að met ársins 2007 var slegið, en samtals fóru að jafnaði rúmlega 54 þúsund ökutæki yfir mælisniðin 16 í mánuðinum. Umferð í nóvember hefur þá vaxið um 1,8%, að jafnaði frá 2005 til 2015. Mest hefur aukn- ingin verið á Austurlandi eða um 13,8% en minnst við höfuðborgar- svæðið eða um 4,4%. Mest umferð á föstudögum Samkvæmt mælingum eykst um- ferð alla daga vikunnar. Hlutfalls- lega er aukningin mest á þriðjudög- um eða um 7,6% en minnst á sunnudögum eða um 3,8%. Varla þarf að koma á óvart að umferðin er að jafnaði mest á föstudögum en minnst er hún á þriðjudögum. Að mati Vegagerðarinnar er erfitt að spá fyrir um hvernig umferðin á næstunni þróast, enda ræður veður mestu um þá framvindu. Ef veður er líkt því sem var á höfuðborgarsvæð- inu í gær gæti komið bakslag í þá þróun sem hefur verið að undan- förnu. Ef tíðarfar helst gott og aukn- ingin í desember verður í svipuðum takti og á öðrum mánuðum líðandi árs séu þó allar líkur á því að aukn- ingin yfir árið verði um 6%. sbs@mbl.is Umferðin á árinu eykst um nær 6%  Minnstur vöxtur á höfuðborgarsvæði Umferð Ferðahelgi á Suðurlandsvegi. Maria Luisa Blazquez Dagskrá: Fundarstjóri: Magnús Smári Snorrason, Háskólinn á Bifröst Aðgangur ókeypis, allir velkomnir Dagsetning: fimmtudagur 3. desember Staður: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík Skráning: nmi.is Ávarp: Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands Klasasetur Íslands Berglind Hallgrímsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands Miðlun þekkingar um klasa – Þáttur háskólanna Runólfur Smári Steinþórsson, Háskóli Íslands Að skilja og greina við mótun stefnu – Dæmisögur af árangri Maria Luisa Blazquez, frá háskólanum Pontificia Conillas, ICADE og IESE Business School Sjónarmið stjórnvalda Elvar Knútur Valsson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Kynning á nýju klasaframtaki Kynnir Ögmundur Haukur Knútsson, Háskólinn á Akureyri Álklasinn – Guðbjörg Óskarsdóttir Heilbrigðisklasinn – Friðfinnur Hermannsson Hönnunarmiðstöð íslands – Halla Helgadóttir Ársrit klasa – kynning og kortlagning klasa á Íslandi Hannes Ottósson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands Ráðstefnulok Vinnustofa fyrir klasastjóra með Mariu Luisa Blazquez vettvangi. Léttar veitingar á meðan vinnustofu stendur. Kl. 09:00 – 09:10 Kl. 09:10 – 09:15 Kl. 09:15 – 09:25 Kl. 09:25 – 09:55 Kl. 09:55 – 10:05 Kl. 10:05 – 10:20 Kl. 10:20 – 10:30 Kl. 10:30 til 12:00 Maria Luisa Blazquez er prófessor í háskólanumPontificia Conillas, ICADE og kennir einnig við IESE Business School á Spáni. Sérsvið hennar er stefnumótun, samkeppnihæfni og klasar. Maria Luisa starfar náið með European Foundation for Cluster Excellence og hefur viðamikla reynslu sem ráðgjafi hjá Arthur D. Little and Gemini ráðgjafafyrirtækinu. Stefnumótun – Samkeppnishæfni og árangur klasa Klasasetur Íslands Veður víða um heim 1.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 snjókoma Bolungarvík 2 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Nuuk -11 snjókoma Þórshöfn 5 skýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 heiðskírt Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 2 slydda Lúxemborg 10 súld Brussel 12 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 alskýjað London 13 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 5 heiðskírt Vín 8 skúrir Moskva 1 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 12 heiðskírt Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -7 léttskýjað Montreal -2 alskýjað New York 10 alskýjað Chicago 5 skýjað Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:48 15:47 ÍSAFJÖRÐUR 11:24 15:21 SIGLUFJÖRÐUR 11:08 15:03 DJÚPIVOGUR 10:25 15:09

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.