Morgunblaðið - 02.12.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 02.12.2015, Síða 18
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áöllum stigum íslenskaeldsneytismarkaðarinsríkir fákeppni og hafa fyr-irtækin möguleika til þess að hafa áhrif á framboð og gæði á hverju stigi markaðarins,“ segir í frumniðurstöðum Samkeppniseft- irlitsins eftir rannsókn á eldsneyt- ismarkaðinum. Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær telur Sam- keppniseftirlitið að hér séu bæði að- stæður og háttsemi á markaðinum sem hindri samkeppni, samfélaginu til tjóns. Settar eru fram ýmsar hug- myndir um úrbætur og aðgerðir sem Samkeppniseftirlitið telur mögulegt að ráðist verði í. Þannig ætti t.d. að tryggja aðgang þriðju aðila að heild- sölu og birgðarými eldsneytis þannig að auðveldara verði fyrir nýja keppi- nauta að koma inn á markaðinn með minni tilkostnaði og um leið verði dregið úr hættu á þegjandi samhæf- ingu olíufélaga. Stuðlað verði að því að sjálf- stæðir smásalar ,,og e.a. mat- vöruverslanir selji eldsneyti,“ eins og þar segir og hafa verði samkeppn- issjónarmið til hliðsjónar við gerð skipulagsáætlana. Gæti komið til álita að setja tíðni verðbreytinga skorður ,,Til álita getur komið að tíðni verðbreytinga af hálfu olíufélaganna verði settar skorður. Tíðar verð- breytingar fyrirtækjanna geta auð- veldað þeim að samhæfa hegðun sína og um leið gera verðsamanburð neyt- enda erfiðari,“ segir m.a. í umfjöllun um mögulegar aðgerðir til að draga úr samhæfðri hegðun á markaðinum. Einnig kemur þar fram að í ljósi þess mikla fjölda eldsneytisstöðva sem fyrir er á landinu og mikilvægis þess að sjálfstæðir smásalar eigi mögu- leika á að komast inn á markaðinn, geti komið til álita að skylda starfandi fyrirtæki til þess að selja frá sér til- tekið hlutfall af eldsneytisstöðvum sínum í t.d. opnu útboði til nýs eða nýrra aðila. Til að auka möguleika neytenda á að veita olíufélögunum sem mest aðhald telur Samkeppniseftirlitið koma til greina að skylda eldsneyt- isstöðvar til þess að birta eldsneyt- isverð á skýran hátt á auglýs- ingaskiltum eldsneytisstöðva. Að mati skýrsluhöfunda þarf einnig að breyta lögum um flutningsjöfnun ol- íuvara þannig að skýrt sé að stjórn sjóðsins geti ekki verið vettvangur samskipta milli keppinauta á elds- neytismarkaði. Þá telur Samkeppniseftirlitið koma til greina að til að lágmarka skaðleg áhrif eignarhalds sömu aðila í keppinautum verði settar fram leið- beiningar til banka, sparisjóða, lífeyr- issjóða, sjóðsstýringarfyrirtækja, verðbréfa- og fjárfestingasjóða og annarra fjárfesta um eignarhald í tveimur eða fleiri keppinautum og þátttöku í stjórnun þeirra fyrirtækja. ,,Tryggja þarf að eignarhaldið á olíu- félögunum hafi ekki neikvæð áhrif á samkeppni. Ef sami aðili á það stóran hlut í tveimur eða fleiri félögum að það eignarhald hafi skaðleg áhrif á samkeppni kann að vera nauðsynlegt að viðkomandi minnki eignarhlut sinn niður í tiltekið hámark í öðrum hvorum keppinautnum,“ segir í skýrslunni. Ef engar úrbætur duga til þess að efla samkeppni á íslenska elds- neytismarkaðnum kemur til greina að mati Samkeppniseftirlitsins að beita verðstýringaraðferðum til að ná fram markmiðum um lægra bifreiða- eldsneytisverð neytendum til hags- bóta. Þetta er þó sagt vera neyð- arúrræði. Segja verðstýringu og útboð möguleg Morgunblaðið/Golli Umferð Í könnun sem Samkeppniseftirlitið lét gera nefndi 61% svarenda að staðsetning eldsneytisstöðva réði miklu um hvar þeir keyptu eldsneyti. 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í lok ágústmánaðar árið 2013 felldi breska þingið með 13 atkvæða mun til- lögu forsætisráð- herrans um að heimilaðar yrðu loftárásir á Sýr- land. Þessi niðurstaða þótti póli- tískt áfall fyrir David Cameron, enda væri þetta í fyrsta sinn sem tillögu bresks forsætisráð- herra um hernaðaraðgerðir væri hafnað í þinginu. Breski Verkamannaflokkurinn fagnaði niðurstöðunni hins vegar mjög, enda þótti hún styrkja flokkinn og þáverandi leiðtoga hans í stjórnarandstöðunni. Forsætisráðherrann sagðist telja niðurstöðuna ranga, þótt hann virti hana. Tillagan hefði m.a. verið borin fram þar sem víst væri talið að Assad, forseti Sýrlands, hefði beitt efnavopn- um gegn eigin fólki. Ákvörðun breska þingsins er talin hafa styrkt Obama, forseta Banda- ríkjanna, í þeirri afstöðu að grípa ekki til aðgerða gegn As- sad, þrátt fyrir að Obama hefði áður sagst hafa dregið „rauð strik“ sem einmitt voru tengd beitingu efnavopna. Þótt aðeins séu rúm tvö ár síðan þetta gerðist hefur staðan breyst mikið. Hið svokallaða Ríki íslams hefur vaxið hratt og náð undir sig landsvæðum í Sýr- landi og Írak sem samanlögð eru á stærð við Bretland! Hryðju- verk þessara samtaka eru ekki aðeins óhugnanleg heldur taka til sífellt fleiri landa. Uppgangur samtakanna og hernaður sýrlenska einræð- isherrans gegn þjóðinni hafa leitt til mikillar flóðbylgju flótta- manna, sem safnast hafa í fjölmennar búðir í Líbanon, Jórdaníu og Tyrk- landi. Þaðan og frá Norður-Afríku, eft- ir upplausnina sem fylgdi „vor- hreingerningunum“ þar, hefur flóðbylgjan loks skollið á Evr- ópu. Landamæralaus Evrópa lá kylliflöt fyrir bylgjunni og ESB var algjörlega óviðbúið. Það á að heita, að landamæraleysi Schen- gen-kerfisins eigi einvörðungu við innri landamærin. En lengi hefur verið ljóst að sjálf for- senda Schengen, ytri landamæri sem halda, er nafnið eitt. Dæmin frá Calais eru sýnishorn af hinu götótta kerfi og hefur það gert Bretum, sem enn hafa sín eigin landamæri, erfitt fyrir. Í kjölfar atburðanna í París er Cameron kominn með nýja til- lögu um loftárásir. Hún tekur mið af breyttu ástandi. Hún beinist einkum gegn vexti og viðgangi „Ríkis íslams“. Og hún tekur einnig mið af því, að nú er rússneskur flugher í Sýrlandi í boði Assads forseta. Árásir Breta geta því ekki beinst að honum. Efasemdir eru um hvaða gagn viðbótar-loftárásir munu gera þar sem vesturveldin útiloka enn að beita landher gegn hryðjuverka-„ríkinu“. Nú er einnig sú breyting orðin að Verkamannaflokkurinn er klof- inn í herðar niður í málinu og skuggastjórn hans styður ekki afstöðu formanns flokksins, Je- remy Corbyn. Málið sem áður var vatn á myllu flokksins er nú eitur í hans beinum. Tillaga Camerons um árásir á Sýrland verður nú samþykkt tveimur árum of seint} Endurborin tillaga, en flest er þó breytt Í tíð ríkisstjórnarJóhönnu Sig- urðardóttur var tryggingagjald hækkað til þess að mæta útgjöldum vegna aukins at- vinnuleysis. Mest var atvinnuleysið um 8% en er nú í kringum 3%. Þegar atvinnu- leysi var síðast svipað og nú var tryggingagjaldið 5,5%, en nú er það 7,49%. Samtökum atvinnu- lífsins reiknast til að atvinnulífið greiði aukalega 20 milljarða á ári í ríkissjóð vegna þess að gjaldið hefur ekki verið lækkað. Í Morgunblaðinu í gær birtist áskorun frá helstu samtökum í atvinnulífinu á Íslandi þar sem skorað er á Alþingi að lækka tryggingagjaldið. Nöfn um þrjú hundruð manna úr öllum grein- um atvinnulífsins fylgja. „Tryggingagjaldið kemur harðast niður á litlum og með- alstórum fyrirtækjum þar sem flest ný störf verða til,“ segir í áskoruninni. „Fyrirtæki sem er með tíu starfsmenn í vinnu greiðir í raun laun þess ell- efta en hann fær ekki að koma í vinn- una. Hátt trygg- ingagjald minnkar getu fyr- irtækja til að hækka laun eða ráða fleiri í vinnu.“ Tryggingagjaldið gegnir ákveðnum tilgangi og engar for- sendur eru fyrir því að hafa það áfram óbreytt. Þar við bætist eins og bent hefur verið á að með því að lækka trygginga- gjaldið sköpuðust forsendur til að draga úr verðbólguáhrifum þeirra kjarasamninga, sem gerðir hafa verið undanfarna mánuði. Það er eðlilegt þegar skattur er hækkaður til að mæta til- teknum útgjöldum að hann lækki að sama skapi aftur þegar útgjöldin lækka. Tækifæri til þess gefst í fjárlögum næsta árs. Þegar atvinnuleysi var síðast svipað og nú var trygginga- gjaldið 5,5%, en nú er það 7,49%} Lækkun tryggingagjalds N ú stendur í París loftslags- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem menn leitast við að ná samkomulagi um ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari hlýn- un jarðar af mannavöldum meðal annars með því að þær umhverfissóðaþjóðir sem mengað hafa sér leið til velmegunar láti fé rakna til þeirra þjóða sem ekki eiga þess kost að gera eins, nema með hörmulegum afleiðingum fyrir afkomendur okkar og afkomendur þeirra. Mikið er fjallað um hnattræna hlýnun í fjöl- miðlum í tilefni ráðstefnunnar og þar sem ég hlustaði á útvarpið í vikunni var rætt við vís- indakonu sem nýkomin var úr ferð um sífrera Síberíu og sagði frá því að fjölmörg þorp þar hefðu ekki lengur vegasamband þar sem vegir hefðu sokkið í sífrerann sem eftir því sem lofts- lag hitnaði. Nú finnst þér þetta kannski mesta della, kæri lesandi, og ferð kannski að fjasa um að veðrið í gær sé nú sönnun þess að það sé ekkert að hlýna og svo hafi Síbería hvort eð er verið ófrosin í fornöld og þá lítið að því að það þiðni aft- ur. Má til sanns vegar færa; hvað kemur okkur svosem við hvað verður um fólk úti í heimi? Íbúar Síberíu verða bara að laga sig að því sem er að gerast. Þeir geta flutt suðreftir. Já, og íbúar Kíribati, geta þeir ekki bara flutt líka? Kannski lagt saman í púkk með íbúum Túvalú sem eru að búa sig undir að flytja til Nýja-Sjálands, enda verður ekki hægt að búa á eyjunum mikið lengur. Já, og íbúar Mars- halleyja. Og Maldíveyja. Skammt er nefnilega í að þessar eyjar allar verði óbyggilegar vegna hækkandi sjávarstöðu og súrnunar sjávar. Svo flytja inúítar á Grænlandi bara á mölina, ekki satt, þegar þeir geta ekki lengur komist út á ísinn? Svo er það Afríka – óvíða brenna lofslags- breytingar á fólki eins og þar, enda rekja menn, með rökum, ólgu og upplausn beinlínis til breytinga á veðurfari sem skila sér síðan í uppgangi öfgasamtaka. Áþekkt og gerðist reyndar í Sýrlandi þegar langvarandi óvenju- legir þurrkar urðu til þess að bændur flosnuðu upp með fjölskyldum sínum og leituðu til byggða með tilheyrandi spennu og vandræða- gangi. Þegar við bættist grimmlynt yfirvald kemur ekki á óvart að upp úr hafi soðið. Svo, já, Boko Haram sem er afsprengi lofts- lagsbreytinga að nokkru. Og ISIS líka, þó að aðalsökin þar hvíli reyndar hjá bandalagi hinna viljugu þjóða sem tóku höndum saman um að eyðileggja Írak forðum daga. Í nýlegri skoðanakönnun kom á daginn að Vestur- landabúar hafa minni áhyggjur af lofslagshlýnun nú en fyrir áratug, sennilega uppteknari af efnahag sínum en framtíð, en þrátt fyrir það eru loftslagsfréttamenn von- góðir um að einhver árangur náist á ráðstefnunni í París. Kannski næst þar að mynda bandalag hinna viljugu sóða, sem sammælast um að taka til í stað þess að halda áfram að drasla út. Og sigrast þannig á öfgaöflum. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Bandalag hinna viljugu sóða STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen ,,Stefna Reykjavíkurborgar í að- alskipulagi um lóðaúthlutanir fyrir eldsneytisstöðvar hefur skaðleg áhrif á samkeppni á því svæði,“ segir í skýrslu Sam- keppniseftirlitsins. Þar er lýst sérstökum áhyggj- um af samkeppnisskilyrðum á svæði Reykjavíkurborgar hvað varðar eldsneytismarkaðinn. Sveitarfélagið hafi markað stefnu í aðalskipulagi um að sporna við fjölgun eldsneytis- stöðva þar sem m.a. er stefnt að því að ekki skuli úthluta lóð undir nýja eldsneytisstöð nema önnur sé lögð niður á móti. Þessi stefna sé byggð á um- hverfislegum sjónarmiðum. Í Reykjavík tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðva á árunum 1983-2010 en íbúum á hverja eldsneytisstöð fækkaði um 35%. Á Akureyri töldust vera 13 eldsneytisstöðvar og um 1.400 íbúar á hverja eldsneytisstöð á árinu 2014. Skaðleg stefna LÓÐAÚTHLUTANIR BORGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.