Morgunblaðið - 02.12.2015, Síða 23
nýjar gönguleiðir um fjalllendið
umhverfis Svarfaðardal, á slóðum
þar sem ég hafði smalað kindum í
bernsku og æsku. Þannig skipað-
ist að flestir þeirra sem gengu
með okkur um Austfirðina skráðu
sig í þessa Tröllaskagaferð. Þetta
varð síðan kjarninn í gönguhópn-
um Derri, sem hefur allar götur
síðan 1999 skipulagt gönguferðir
og farið víða, bæði hérlendis og er-
lendis, á hverju ári vikuna fyrir
verslunarmannahelgina. Nafnið
Derrir er þannig til komið að í
þriðja skipti sem gönguhópurinn
lagði land undir fót, fórum við m.a.
inn Þorvaldsdalinn og yfir í Skíða-
dal, með fjallið Derri á vinstri
hönd, áður en við klifruðum upp í
skarðið sem aðskilur Þorvaldsdal-
inn frá Skíðadalnum. Derrir er
myndarlegt fjall sem sést þó
hvergi úr byggð. Þar sem ekki var
vitað til þess að skipulagður
gönguhópur hefði áður farið þessa
leið fannst okkur við hæfi að
kenna gönguhóp okkar við þetta
tignarlega en hlédræga fjall.
Reyndar kom síðar á daginn að
Þórhallur, sem var bóndi í allmörg
ár á prestsetrinu á Völlum í Svarf-
aðardal, hafði farið þessa leið með
búsmala sinn þegar hann flutti að
Völlum úr innanverðri Eyjafjarð-
arsveit.
Þegar Derrisfélagar hittust ný-
lega á einskonar árshátíð var
skarð fyrir skildi þegar Sigríður
tilkynnti forföll vegna alvarlegra
veikinda. Sjúkdómur sem vonað
var að hefði læknast, hafði tekið
sig upp. Og nú hefur hún kvatt
okkur þessi jákvæða, spaugsama,
fjölfróða og hlýja manneskja. Við
Guðrún og aðrir Derrisfélagar
sendum aðstandendum Sigríðar
innilegar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning hennar.
Helgi Valdimarsson.
Sigríður Þorbjarnardóttir var í
hópi nemenda sem hófu nám í líf-
fræði við Háskóla Íslands haustið
1969. Þetta var annað ár líffræði-
kennslu við Háskólann, aðstæður
til kennslunnar ófullkomnar og
námið enn í mótun. Þetta reyndi
bæði á kennara og nemendur sem
flestir létu erfiðleikana ekki á sig
fá og luku BS-prófi á árinu 1972
eða 1973. Allmargir þeirra stefndu
til framhaldsnáms erlendis og var
Sigríður (Sigga) meðal þeirra en
hún vann áður að rannsóknar-
verkefni á rannsóknarstofu minni
á Keldum. Hélt síðan til Englands
og lauk árið 1976 meistaraprófi í
örveruerfðafræði frá háskólanum
í Warwick undir leiðsögn Sidney
Primrose. Það sama ár kom hún
til starfa á Keldum og vann með
mér að rannsóknum á erfðum coli-
bakteríunnar sem þá var ein
helsta tilraunalífvera erfðafræð-
inga. Árið 1978 fluttust þessar
rannsóknir á Grensásveg 12 þar
sem líffræðikennslan var til húsa.
Sigga starfaði þar með mér að
sömu rannsóknum, brátt sem fast-
ráðinn sérfræðingur, en jafnframt
annaðist hún verklega kennslu í
erfðafræði. Þetta var umfangs-
mikil kennsla sem krafðist mikils
undirbúnings, en aðstæður til
kennslunnar voru langt frá því að
vera góðar. Sigga sinnti kennsl-
unni af samviskusemi og vand-
virkni og lagði sig fram um að að-
stoða nemendur og gefa þeim góð
ráð. Þessa kennslu annaðist hún
öll árin á Grensásveginum en það-
an var loks flutt í Náttúrufræða-
húsið Öskju árið 2003. Þar sá hún
líka um verklega kennslu allt fram
á þetta ár.
En rannsóknum var haldið
áfram og á níunda áratugnum
náðist góður árangur í þeim rann-
sóknarverkefnum sem við höfðum
mest unnið að og niðurstöður voru
birtar. Árið 1989 urðu þáttaskil á
rannsóknarstofunni en þá voru
hafnar rannsóknir á völdum ens-
ímum úr hitakærum bakteríum og
hugað að smíð genaferju fyrir eina
þeirra. Sigga var frá upphafi virk-
ur þátttakandi í þessum rann-
sóknum sem leiddu til birtingar
allmargra vísindagreina. Ráð-
stefnur voru líka sóttar, m.a. lá
leið okkar á ráðstefnu á Nýja-Sjá-
landi árið 1993 þar sem Sigga
flutti eftirtektarvert erindi um
rannsóknir sínar. Á þessum árum
og allt til loka níunda áratugarins
voru margir nemendur í meistara-
verkefnum á rannsóknarstofunni
auk fjölda nemenda í smærri
verkefnum. Sigga vann ómetan-
legt starf við að leiðbeina flestum
þessara nemenda bæði þegar þeir
voru að hefja rannsóknarstörfin
og eins þegar lengra var komið.
Ég held að þeir hafi kunnað vel að
meta ósvikinn áhuga hennar á
verkefnunum og margvísleg holl
ráð. Það var unnið kappsamlega
en það voru líka margar gleði-
stundir á rannsóknarstofunni,
ekki síst þegar góður árangur
hafði náðst.
Á kveðjustund er mér efst í
huga þakklæti til Sigríðar fyrir
áratuga samstarf og vináttu.
Systkinum hennar og öðrum að-
standendum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Guðmundur Eggertsson.
Ég man þegar ég hitti Siggu
fyrst á kaffistofunni að Grensás-
vegi 12. Ég var nýbyrjuð að vinna
á Líffræðistofnun og þekkti eng-
an. Hún sat við borðið með kaffi-
bolla, hávaxin og grönn með stutt
dökkt hár og gleraugu, í gallabux-
um og peysu og bar með sér rólegt
fas og þægilega nærveru. Við
reyndumst eiga svipuð áhugamál
og með okkur þróaðist vinátta
sem nú hefur staðið í meira en 30
ár.
Í mörg ár hittumst við á morgn-
ana í Sundlaug Vesturbæjar. Við
gengum saman á skíðum og fórum
í gönguferðir á sumrin. Sigga var
auðvitað mun duglegri en ég og
fór í erfiðari leiðangra. Hún gekk
á skíðum þvert yfir hálendið og
tvisvar fór hún til Nepal og gekk
umhverfis fjallið Annapurna. Í
skíðagönguferð inn í Landmanna-
laugar um páska lentum við í
blindbyl en Sigga var örugg á
áttavitann og við rötuðum rétta
leið. Við Þórhallur, sonur minn,
gengum með Siggu og Valgarði
Egilssyni, frænda hennar, um
Fjörður og Látraströnd. Ég man
þegar við borðuðum nestið í sól og
blíðu á grastorfu hátt í snarbrött-
um Bjarnarfjallsskriðunum. Eft-
irminnileg er vinnuferð í Þjórsár-
ver fyrir löngu. Við höfðum
bækistöð í Þúfuveri en fórum yfir
Þjórsá hjá Sóleyjarhöfða á
gúmmíkanóum. Refurinn komst í
matarbirgðirnar í lindinni, hann át
allt saltkjötið og náði meira að
segja kjötálegginu innan úr plast-
umbúðunum. Önnur skemmtileg
ferð var með Hinu íslenska nátt-
úrufræðifélagi í Öræfi þar sem
Kvískerjabræður og Ragnar í
Skaftafelli sögðu frá og við biðum
bjarta sumarnótt í Ingólfshöfða
eftir að sjá sæsvölurnar koma inn.
Sameindalíffræðingurinn gerðist
bótaníker þegar Sigga slóst í hóp-
inn með okkur grasakellunum í
plöntuskráningarferðir í fyrra og
hitteðfyrra. Síðasta stóra ferða-
lagið okkar var fyrir tveimur ár-
um þegar við Helgi og Sigga fór-
um um öræfin norðan Vatnajökuls
og skoðuðum fáfarnar slóðir, af-
skekkt lindasvæði og lítt þekkta
gróðurbletti.
Sigga unni íslenskri náttúru og
naut sín hvergi betur en í löngum
gönguferðum. Hún var veður-
glögg og athugul eins og þeir
verða sem læra að skynja landið af
langri reynslu. Sigga var besti
ferðafélagi sem hægt var að hugsa
sér, jákvæð og úrræðagóð á
hverju sem gekk. Þau eru ófá
sporin hennar Siggu á fjöllum.
Hún þekkti allt landið vel en var
bundin heimaslóðum sínum fyrir
norðan sterkum böndum. Ein-
hverju sinni spurði ég hana hvar
henni fyndist fallegast á landinu.
Hún hugsaði sig um en sagði svo
ætli það sé ekki útsýnið yfir Lauf-
áshólmana og vestur yfir Eyja-
fjörð. Sigga sat í tæpan áratug í
stjórn Ferðafélags Íslands og var í
ferðanefnd félagsins.
Öll hljótum við að vona að við
ævilok getum gert líf okkar upp og
verið sæmilega sátt. Ég held að
Sigga hefði getað gert það. Hún
var hógvær og nægjusöm, frábitin
yfirborðsmennsku og lítt upptekin
af efnislegum gæðum. Hún sótti
sína lífsfyllingu í varanlegri verð-
mæti. Sigga var nærfærin og
skilningsrík manneskja sem vildi
leggja gott til allra mála. Að leið-
arlokum þakka ég henni fyrir vin-
áttu og tryggð.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir.
Það er fallegur ágústdagur,
fólk á Líffræðistofnun safnast
saman eftir sumarið, einhverjir
hafa verið á ráðstefnu, aðrir eru að
koma ofan af heiðum eða af sjó,
þar sem sýnum hefur verið safnað
fyrir rannsóknir og kennslu vetr-
arins, menn bera saman bækur
sínar um berjasprettu og kartöflu-
uppskeru, fjallgöngur og útivist.
Það var ekki komið að tómum kof-
unum hjá Sigríði Þorbjarnardótt-
ur í þessum umræðum, hún var
mikill náttúruunnandi og hafði
ferðast víða um landið á tveimur
jafnfljótum.
Sigríður hóf störf við Líffræði-
stofnun Háskólans að loknu
meistaraprófi í örverufræði frá
Háskólanum í Warwick á Eng-
landi árið 1976.
Fyrst vann hún með Guðmundi
Eggertssyni, prófessor í erfða-
fræði, sem þá hafði rannsóknarað-
stöðu við Tilraunastöð Háskóla Ís-
lands í meinafræði að Keldum.
Fljótlega var hún ráðin sem sér-
fræðingur við Líffræðistofnun
Háskólans sem seinna varð Líf- og
umhverfisvísindastofnun. Þar
starfaði Sigríður allt til dauða-
dags. Rannsóknir hennar tengd-
ust meðal annars erfðafræði bakt-
eríunnar E. coli, hitakærum
bakteríum og kuldavirkum ensím-
um. Sigríður kenndi verklega
erfðafræði fram á síðasta ár og
hún mun hafa kennt næstum öll-
um líffræðingum sem útskrifast
hafa frá Háskóla Íslands síðastlið-
in 40 ár. Þá leiðbeindi hún fjölda
nemenda í rannsóknarverkefnum.
Sigríður sinnti ýmsum stjórnun-
arstörfum, m.a. sat hún í stjórn
Líffræðistofnunar um árabil.
Sigríður Þorbjarnardóttir var
meðal þeirra fyrstu sem innrituð-
ust í líffræði þegar kennsla hófst í
því fagi við Háskóla Íslands og
hennar er minnst með söknuði af
gömlum skólasystkinum.
Sigríður var einstaklega vönd-
uð manneskja. Hún var vinsæl
meðal samstarfsfólks og nemenda
enda ævinlega örlát á vinnu sína
og tíma. Við hjá Líf- og umhverf-
isvísindastofnun þökkum henni
langa samfylgd og fyrir það góða
starf sem hún vann í þágu stofn-
unar og deildar.
Fyrir hönd starfsfólks Líf- og
umhverfisvísindastofnunar við
Háskóla Íslands,
Eva Benediktsdóttir, forseti
Líf- og umhverfisvís-
indadeildar, Ólafur S. Andr-
ésson, stofustjóri í líffræði,
og Þóra Ellen Þórhallsdóttir,
formaður stjórnar Líf- og
umhverfisvísindastofnunar.
Fleiri minningargreinar
um Sigríði Helgu Þorbjarn-
ardóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR EYJÓLFSSON,
Árbakka 9,
Seyðisfirði,
lést 25. nóvember. Jarðarförin fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju 9. desember
klukkan 14.
.
Sigríður Þ. Sigurðardóttir, Smári Magnússon,
Guðjón Sigurðsson, Þrúður Guðmannsdóttir,
Eydís Dögg Sigurðardóttir, Óli Már Eggertsson
og barnabörn.
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURGEIR JÓNSSON,
Fagurhólsmýri,
andaðist föstudaginn 27. nóvember
síðastliðinn. Jarðarför verður frá
Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 19. desember klukkan 13.
.
Guðmunda Jónsdóttir,
Jónína Sigurgeirsdóttir, Ólafur Thoroddsen,
Sigrún Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson,
Helgi Sigurgeirsson, Hildur Árnadóttir
og barnabörn.
Okkar ástkæri
GÍSLI BJARNASON
tæknifræðingur,
Gaukshólum 2,
lést á Landspítalanum 29. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Þóra Björk Róbertsdóttir,
Bjarni Kristbjörnsson,
Guðrún Inga Bjarnadóttir,
Kristbjörn Bjarnason, Steinunn Björg Jónsdóttir,
Valgerður Bjarnadóttir, Óskar Garðar Hallgrímsson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
FRÍÐA SVEINSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 19. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 4. desember klukkan 15.
.
Bragi Þorsteinsson,
Helga Bragadóttir, Jóhann Sigurjónsson,
Halldóra Bragadóttir, Árni B. Björnsson,
Sveinn Bragason, Unnur Styrkársdóttir
og barnabörn.
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
RAGNAR SIGURÐUR BERGMANN
BENEDIKTSSON,
Barkarstöðum, Miðfirði,
Húnaþingi vestra,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga,
laugardaginn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Melstaðarkirkju
miðvikudaginn 9. desember klukkan 14. Blóm og kransar eru
afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands,
Hvammstanga.
.
Karl Georg Ragnarsson, María Rós Jónsdóttir,
Ásta Pálína Ragnarsdóttir, Magnús Sverrisson,
Jenný Karólína Ragnarsd., Hilmar Sverrisson,
Margrét Halla Ragnarsd., Jón Gunnarsson,
Benedikt Ragnarsson, Jóhanna Helga Þorsteinsd.,
Helga Berglind Ragnarsd., Sigmar Benediktsson,
Álfheiður Árdal, Jakob Friðriksson
og fjölskyldur þeirra.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
DAGRÚN ÞORVALDSDÓTTIR,
áður til heimilis að Katrínarlind 4,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Hömrum
sunnudaginn 22. nóvember 2015. Útförin fer fram frá
Fríkirkjunni fimmtudaginn 3. desember 2015 klukkan 15.
.
Björgvin Guðmundsson,
Þorvaldur Björgvinsson,
Guðmundur Björgvinsson,
Björgvin Björgvinsson, Pirjo Aaltonen,
Þórir Björgvinsson, Unnur Kristjánsdóttir,
Rúnar Björgvinsson, Elín Traustadóttir,
Hilmar Björgvinsson, Sjöfn Marvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG KRISTRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR ROESEL,
andaðist þann 19. nóvember síðastliðinn
á Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Roy Richard Roesel Jr.
Tamara Lísa Roesel Michele Trappella
Nanna Björg Benediktz Guðmundur Birgir Stef.
Helgi Þór Guðmundsson Kirstín Dóra Árnadóttir
Birgir Hlynur Guðmundsson
og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA ÁSBJÖRNSDÓTTIR,
Borgarbraut 65a,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
föstudaginn 4. desember kl. 14.
.
Jónína K. Eyvindsdóttir, Magnús Kristjánsson,
Drífa Eyvindsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.