Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.11.1987, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 26.11.1987, Blaðsíða 7
\iiKun juíUi Fimmtudagur 26. nóvember 1987 7 ÚTVEGSBANKAFÓLK Á ÞJÓNUSTUNÁMSKEIÐI Útvegsbankinn hf. í Kefla- vík stóð ekki alls fyrir löngu fyrir þjónustunámskeiði fyrir starfsfólk sitt í húsi Iðnsveina- félagsins. Að sögn Elíasar Jó- hannssonar, útibússtjóra, er tilgangurinn með námskeið- inu að gefa starfsfólki tæki- færi til að „hressa upp“ á starf sitt og starfsaðferðir, hittast utan bankans og ræða þjón- ustumál hans. Leiðbeinandi á námskeið- inu var Gísli Blöndal frá Auglýsingastofu Ólafs Stephensen - ÓSA sem hefur umsjón með þessum nám- skeiðum fyrir bankann um allt land. Sagði Gísli að í framtíðinni yrðu haldin námskeið sem koma til með að fjalla um orðspor og ímynd bankans, greiningu viðskipta, hrein- læti og klæðnað, starfsanda og ýmislegt fleira. Þá hefur Útvegsbankinn h.f. tekið i notkun nýtt merki en það var hannað með hlið- sjón af nýjum kjörorðum sem bankinn mun nota í framtíðinni, Þekking & Þjón- usta. Merkið er hannað af Auglýsingastofunni ÓSA. stjóra Tvær umsóknir bárust um stöðu hjúkrunarforstjóra við Dvalarheimilið Garðvang í Garði. Voru þær frá Guð- rúnu B. Hauksdóttur og Bergþóru K. Jóhannsdóttur. Samþykkti stjórn Dvalar- heimila aldraðra Suðurnesj- um að ráða Guðrúnu í starfið frá 1. desember 1987. Hákon ÞH til Chile Útgerðarfélagið Gjögur h.f. í Grindavík hefur selt skip sitt Hákon ÞH til Chile og fór það þangað í síðustu viku. Er skipið selt í stað ann- ars sem útgerðin er með í smíðum ytra. Hákon ÞH 250 var 414 tonna yfirbyggt skip, aðal- lega gert út til loðnuveiða nema yfir vetrarvertíðina að það réri frá Grindavík. Var skipið með skráða heima- höfn á Grenivík eins og önn- ur skip útgerðarinnar. tímann Suðumesja- menn! Nú hefur Grágás hafið framleiðslu á tölvu- pappír. Prentum allar gerðir af eyðublöðum fyrir tölvur. Reynið ^ við- =skiptin Grágás hf. Vallargötu 14 - Keflavik Sími 11760, 14760 ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN OG ALLIR FARA AÐ LAGA TIL INNRÉTTINGADEILD j Gólf- og 1 J veggflísar <N INNRÉTTINGADEILD GEDY DESIGN 1 ítölsku baðherbergissettin x: CNÍ -, INNRÉTTINGADEILD s Speglaflísar «5 8 " Spegil-blómasúlur £ oi -r TEPPADEII D Teppi og 1 gólfdúkar -C T" TEPPADEILD KAHRS 1 Hágæða parket -C r- MÁLNINGARDEILD KÓPAL glitra með 10% glans HÖFUM OPIÐ TIL KL. 4 LAUGARDAGA ( ÖLLUM DEILDUM. r"] dropinn Hafnargötu 90 - Keflavik - Sími 14790 allt í einum dropa r j Garðvangur: Ráðið I stöðu hjúkrun arfor-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.