Víkurfréttir - 30.11.1989, Blaðsíða 20
20
Sendibréf frá „jarðskjálftaborginni“ í Kaliforníu
Vikurfréttir
- segir ung Keflavíkurmær, Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir
Kæru Suðurnesjabúar!
Það væri nú munur ef ég hefði
fast land undir fótum eins og þið
þarna á Fróni. Ekki svo að skilja
að ég búi í báti, heldur hefur jörðin
tekið upp á því aðdansa stríðsdans
að hætti indíána, svona annað
slagið undanfarna daga.
Alþýðuflokkurinn hlustar
Efnahags- og atvinnumál
Málstofa uni efnahags- og atvinnumál verður haldin
í Keflavík, fimmtudaginn 30. nóv. kl. 20.30 í Félags-
miðstöð Alþýðuflokksins í Keflavík, að Hafnargötu
31 (3. hæð).
Hópstjóri: Birgir Arnason
Við leitum svara:
Á að byggja álver?
Á að beita handaíli á vexti?
Á að afnema verðtryggingu?
Á að leyfa innflutning á búvöru?
Á að setja hátekjuþrep í
staðgreiðslu?
Á að selja veiðileyfi?
Notið tækifærið og hafið bein áhrif á stefnu og
starfshætti Alþýðuflokksins.
Alþýðuflokkurinn
Það er hræðileg tilfinning sem
grípur mann þegar jarðskjálfti
stendur yfir. Eg gæti helst líkt því
við þá tilfinningu sem maður fær ef
maður reynir að standa upp I ára-
báta og skipta um sæti við þann
sem rær.
Þannig leið mér þriðjudaginn
17. okt. þegar jarðskjálfti sem
mældist 7.0 á Richter reið yfir.
Jafnvægisskynið fór bókstaflega
veg allrar veraldar. En nú byrja ég
á byrjuninni.
Eg kom hingað til Kaliforníu
fyrir fjórum mánuðum en hér ætla
ég að dveljast i 12 mán. sem Au-
Pair hjá yndislegrt fjölskyldu.
Við búum í fjögurra hæða, risa-
stóru húsi, sem er um 50 ára gam-
alt, á Stanford Campus.
Stanford er háskólabær um 40
mín. sunnan við San Fransisco og
um 60 mín. norðan við Santa
Cruz, þar sem upptök skjálftans
voru.
Við erum sjö I fjölskyldunni (ég
telst sem einn meðlimur). Pabbinn
er prófessor I Stanford-háskólan-
um og mamman skipuleggur ráð-
stefnur. Krakkarnir eru þrír (15
ára, 13 og 7 ára), auk þess sem að
75 ára gömul amma býr hér hjá
okkur.
Ekki er þó allt upptalið enn því
húsið er fullt af dýrum sem þarf
líka að bjarga ef um meiriháttar
skjálfta er að ræða. Hér eru tveir
hundar (voru þrír en einn dór úr
kransæðastíflu!), þrír kettir, kan-
ina, stór rotta (með langt skott, oj
bara!) og þrjár litlar, hvítar mýs.
Af þessu öllu má dæma að hér er
líf og fjör. Svo mikið gengur á, að
maður getur ekki nokkurn tímann
60 ára afmæli
VERKALÝÐS- OG
S J ÓMANNAFÉL AGS
MIÐNESHREPPS
Afmælishóf verður haldið laugardaginn 2. desernber 1989 í
Samkomuhúsinu Sandgerði.
Öllum félagsmönnum með mökum boðið upp á veitingar,
sem verða bornar fram frá kl. 20-22.
Síðan býður V.S.F.M. öllum afmælisgestum til dansleikjar
tiFkl. 3.
ALLIR FÉLAGSMENN ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA.
Afmælisnefnd
látið sér leiðast.
Ég var ekki með öllu óvön jarð-
skjálftum þegar sá stóri kom, því
rétt eftir að ég kom hingað vakn-
aði ég upp um miðja nótt við það
að rúmið hoppaði á parketinu. Ég
hafði ekki hugmynd um hvað var
að gerast, ríghélt mér bara í rúmið
og allar hryllingsmyndirnar sem
ég hef séð komu upp í huga mér.
Eg var alveg viss um að það væri
vondur draugur sem orsakaði
þetta allt saman. Ég fékk þó fljót-
lega að vita hvað hefði gerst. Var
mér þá sýnt hvar öruggast væri að
vera og hvað ég ætti að gera ef um
stóran skjálfta væri að ræða. Ég á
t.d. að koma ömmunni og köttun-
um út úr húsinu eins fljótt og
mögulegt er. Aftur á móti á ég að
standa í dyragætt á meðan jörðin
hreyfist.
Valdís Ásta Aðalstcinsdóttir
ekki til, því hér eru allir að flýta
sér. Ég heyrði ekkert nema „Vinan
mín, ástin mín, þú mátt fara á und-
an“. Maður sá meira að segja
óbreytta borgara standa á gatna-
mótum ogstjórna umferðinni. Það
var eins og skjálftinn hefði fært
alla saman, al'ú voru vinir.
Við vissuni lítið um hve miklar
skemmdií höfðu orðið, þar sem
við höfðum ekkert sjónvarp og
mjög fáar útvarpsstöðvar voru
færar um að senda út. Svei mér þá,
ef ég er ekki viss um að þið á Is-
Húsið sem Valdís býr í ytra.
Við komum svo upp jarð-
skjálftabirgðakassa en í honum er
dósamatur, vatn, sjúkrakassi,
ábreiður og annað sem nauðsyn-
Iegt er I þannig ástandi.
Þegar stóri skjálftinn kom var
ég nýkomin inn úr dyrunum og
stóð inni í herberginu mínu að Iesa
bréf að heiman. Þegar jörðin hóf
hinn tryllta dans, datt mér fyrst í
hug að hlaupa til Nanu og segja
Regan að koma til okkar en ein-
ungis Nana (75 ára) og Regan (7
ára) voru heima.
Þegar allt fór svo að hrynja úr
hillunum sá ég mig um hönd og
ákvað að best yrði að standa í dyr-
unum. Ég opnaði hurðina, tók eitt
skref og „búmm“, ljósakrónan frá
1911 hrundi niðurþarsem éghafði
staðið.
Ég stóð í dyrunum og horfði á
skúffur og skápa opnast og lokast
í eldhúsinu. Margt datt með látum
i gólfið. Ég heyrði brak, bresti og
brothljóð, auk þess sem að Nana
og Regan voru hágrátandi.
Ég var i svo miklu uppnámi að
ég kallaði til þeirra á íslensku -
svona er maður gáfaður!!!
Mér fannst húsið aldrei ætla að
hætta að skjálfa en I raun stóð
skjálftinn ekki yfir í nema 15-30
sek. Þegar húsið svo loksins var
orðið kyrrt hljóp ég til Nanu og
sagði Regan að koma strax niður
(hann var á 3. hæð). Við flýttum
okkur út úr húsinu því það koma
alltaf eftirskjálftar.
Það komu þrír skjálftar strax á
eftir og mældist einn þeirra 5.2
stig. I morgunblaðinu ígærsegjast
þeir hafa um 1400 skjálfta á mæli.
Strax eftir skjálftann sköpuðust
miklar umferðartafir því allir
vildu komast heim til fjölskyldna
sinna, auk þess sem að rafmagn
fór af öllu svæðinu.
Ég þurfti að fara niður í miðbæ,
Menlo Park, að sækja elstu stelp-
una sem var á fótboltaæfingu. Það
tók mig um 45 mín. að komast 7
mín. Ieið. Ég var þó mjög undr-
andi á þeirri þolinmæðj og hjálp-
semi sem fólk sýndi. Ég hélt að
Kaliforníubúar ættu þetta bara
landi hafið vitað meira um ástand-
ið hér en ég vissi fyrsta sólarhring-
inn eftir ósköpin.
Um nóttina sváfum við öll í
sama herbergi. Það háttaði sig
enginn, þvi allir vildu vera tilbúnir
að hlaupa út. Ég hafði meira að
segja islensku lopapeysuna til-
búna við hliðina á mér.
Ég hringdi heim til Islands I raf-
magnsleysinu til að láta fjölskyld-
una vita að allt væri I lagi með mig,
áður en þau heyrðu morgunfréttir.
A meðan ég talaði viðsysturmína
kom skjálfti sem mældist rúm 5
stig. Það má þvi segja að þau hafi
fengið fréttirnar beint I æð.
Eg hef svo vaknað upp 3-4 sinn-
um á hverri nóttu síðan skjálftinn
var, því það eru sífelldir eftir-
skjálftar. Blöðin kalla skjálftann
„72ja tíma skjálftann" því dans-
inn tekur vart enda.
Lífið er þó allt að komast i samt
horf aftur og maður er hættur að
kippa sér upp við alla þessa kippi.
Fjölskyldan hérna segir að ég sé að
verða sannur Kaliforniubúi, því ég
vaknaði ekki upp I nótt við skjálfta
sem kom meira að segja þeim öll-
um fram úr rúminu.
Ég fékk hringingu frá vinkonu
minni, Ragnheiði Ragnarsdóttur, í
gær, þar sem hún spurði mig hvort
ég væri að koma heim, hún hefði
frétt það I skólanum. Ég hló mikið
að þeirri spurningu en áttaði mig
svo á þvi að auðvitað hafið þið
fengið allar verstu fréttirnar af
ástandinu.
Allavega, þá er allt gott af
okkur Islendingunum á svæðinu
að frétta og ég á ennþá 8 mán. eftir
hér í Kaliforníu.
Ég vona að sem flestir taki nú
upp penna og skrift mér línu.
Bið að heilsaöllum. Kær kveðja.
Valdís Asta
Valdís A. Aðalsteinsdóttir
445 El Escarpado
Stanford, CA 94305
U.S.A.