Morgunblaðið - 29.01.2016, Síða 1
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2016
ÍÞRÓTTIR
Hallveig Jónsdóttir Leikmaður umferðarinnar er tvítug Valskona . Góður liðsfélagi með skemmtilegan
orðaforða. Frábær í vörninni og góð skytta. Samherji spáir henni landsliðssæti á ný innan tíðar. 4
Íþróttir
mbl.is
Valur og Fjölnir tryggðu sér í gær-
kvöld sæti í undanúrslitum Reykja-
víkurmóts karla í knattspyrnu. Val-
ur lagði Þrótt, 2:0, og vann B-riðil
með fullu húsi stiga og Fjölnir náði
öðru sætinu með 2:2 jafntefli í
hreinum úrslitaleik um það við
Fram. Báðir leikir fóru fram í Eg-
ilshöllinni.
Leiknir er kominn áfram úr A-
riðli en það skýrist í kvöld í loka-
leikjum riðilsins hvort það verður
Fylkir, Víkingur eða KR sem nær
fjórða og síðasta undanúrslitasæt-
inu. vs@mbl.is
Valur og
Fjölnir áfram
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Það hefur verið beðið eftir því árum saman að
norska karlalandsliðið kæmist í fremstu röð á
stórmóti. Loksins er það að takast,“ sagði Ak-
ureyringurinn Axel Stefánsson sem árum saman
hefur búið í Noregi og síðustu ár unnið hjá norska
handknattleikssambandinu m.a. við þjálfun yngri
landsliða kvenna og nú upp á síðkastið verið þjálf-
ari B-landsliðs kvenna.
„Liðið hefur komið á óvart og stemningin er
mjög mikil meðal Norðmanna. Það er gaman þeg-
ar ný lið koma fram á sjónarsviðið á stórmóti,“
sagði Axel.
Norska karlalandsliðið leikur í fyrsta sinn í dag
í undanúrslitum á Evróumeistaramóti karla í
handknattleik þegar það mætir Þýskalandi. Axel
segir að þrátt fyrir markvissan undirbúning árum
saman hafi árangurinn komið fólki á óvart. Marg-
ir hafi verið orðnir vanir því að karlalandsliðið
væri „næstum því lið“ þar sem herslumuninn
vantaði upp á. „Norska landsliðið hefur oft haft
ákveðinn grunn til þess að ná langt á stórmótum,
m.a. verið góðan markverði og leikið fínan varn-
arleik. Sóknarleikurinn hefur hinsvegar verið á
tíðum slakur svo ekki sé minnst á hraðaupp-
hlaupin. Christian Berge landsliðsþjálfari hefur
gjörbreytt sóknarleiknum til batnaðar sem orðið
hefur til þess að norska landsliðið hefur skorað
mjög mörg mörk í keppninni eftir hraðaupphlaup.
Þá er uppstilltur sóknarleikur mikið beittari en
áður,“ segir Axel og bætir við. „Það er svolítið ís-
lenskur bragur á leik Norðmanna, góður varn-
arleikur, vel útfærð hraðaupphlaup og skemmti-
legur uppstilltur sóknarleikur,“ segir Axel.
Geisla af sjálfstrausti
„Norska landsliðið hefur geislað af sjálfs-
trausti, haldið skipulagi auk þess sem þjálfararnir
hafa stjórnað liðinu mjög vel, dreift álaginu á milli
leikmanna sem er lykilatriði í löngu og ströngu
móti,“ sagði Axel og bendir á að þegar litið er á
leik norska liðsins þá virðist verkaskipting leik-
manna vera skýr. „Það hefur ekki gripið um sig
örvænting meðal leikmanna þótt erfið staða hafi
komið upp í leikjum. Góð liðsheild hefur skapast
þar sem margir leikmenn hafa stigið fram í sviðs-
ljósið og óhræddir tekið við stærri hlutverkum
eins og til dæmis átti sér stað þegar Bjarte Myr-
hol meiddist og tók ekki þátt í leikjum á eftir. Þá
tóku aðrir hlutverk hans og leystu vel. Sama má
segja um hornamennina, Magnus Jöndal og
Kristian Björnsen. Magnus leikur í norsku deild-
inni og Kristian í Svíþjóð. Lengi hefur verið beðið
eftir að Espen Lie Hansen spryngi út. Hann hef-
ur blómstrað í keppninni og sömu sögu má segja
um Kent Robin Tönnesen sem leikur hjá Erlingi
Richardssyni í Füchse Berlin,“ sagði Axel.
Norska landsliðið mætir lærisveinum Dags
Sigurðssonar í þýska landsliðinu í undanúrslitum
í dag. Axel segist vera mátulega bjartsýnn. Þýska
landsliðið væri e.t.v. það versta af þeim þremur
sem eru í undanúrslitum ásamt Noregi til þess að
mæta. „Þjóðverjarnir, sem eru í svipaðri upp-
sveiflu og Norðmenn, hafa á að skipa einum kló-
kasta þjálfaranum í keppninni. Það verður spenn-
andi sjá hvernig leikurinn þróast.“
Eftir EM fyrir tveimur árum þega norska
landsliðið komst ekki upp úr riðlakeppninni hætti
Svíinn Robert Hedin sem landsliðsþjálfari. Við
starfinu tók Christian Berge, fyrrverandi lands-
liðsmaður Norðmanna sem lengi lék í Þýskalandi.
Berge fékk Glenn Solberg, gamlan landsliðs-
mann, með sér í þjálfarateymið auk Zeljko Tomac
og Kent Harry Andersson, en tveir þeir síð-
arnefndu voru einnig í þjálfarateymi forvera
Berge. Einnig kom Ole Martin Viken, fyrrverandi
styrktarþjálfari hjá Kiel í Þýskalandi, inn í hóp-
inn.
„Eftir að Berge og Solberg tóku við hafa þeir
tekið inn í sína vinnu margt af því sem gert hefur
verið með kvennalandsliðið árum saman og gefist
vel. Meðal annars hafa þeir komið á reglubundn-
um morgunæfingum með yngri leikmönnum eins
og gert hefur verið með kvennalandsliðið árum
saman. Ef menn ætla sér að komast í A-landsliðið
þá verða þeir að æfa miklu meira en þeir gera
með félagsliðum sínum hér í Noregi.“
Klókur að velja fólk með sér
Solberg hafði ekki þjálfað áður en hann fór að
vinna við hlið Berge sem hafði gert það gott með
Elverum áður en hann tók við landsliðinu. „Þeir
eru báðir hörkugóðir þjálfarar. Berge er sér-
staklega öflugur sóknarþjálfari,“ sagði Axel sem
vann með Berge hjá karlaliði Elverum um nokk-
urra ára skeið. „Hann er með klókari sóknarþjálf-
urum sem ég hef kynnst. Annar styrkur Berge er
að hann á auðvelt með að velja til samstarfs gott
fólk sem er öflugt á þeim sviðum þar sem veik-
leikar hans liggja,“ sagði Axel.
Að markvörðunum tveimur og Erlend Mamel-
und undanskildum eru leikmenn norska landsliðs-
ins á EM á aldrinum frá 20 og upp í 27 ára. Þrír
leikmenn, Petter Överby, André Lindboe og fyrr-
nefndur Jöndal leika með norskum félagsliðum.
Aðrir leika í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi,
Frakklandi og í Austurríki. „Norðmenn hafa ver-
ið frekar heimakærir og í gegnum tíðina hafa ekki
margir leikið utan landsteinanna fyrr en á allra
síðustu árum. Eins og heima á Íslandi er mik-
ilvægt fyrir þá er vilja styrkjast og verða betri að
fara út til Evrópu í betri lið þar sem meira er æft
og meiri kröfur eru gerðar.“
Færri drengir æfa handbolta
Á síðustu árum hefur ungum piltum sem æfa
handknattleik fækkað frá því sem áður var vegna
aukinnar samkeppni og meira framboðs á íþrótta-
greinum. Axel segir að á sama tíma hafi norska
handknattleikssambandið hafa lagt meiri metnað
í þjálfun yngri landsliða sinna með betri þjálf-
urum þannig að vandað væri meiri til þeirra sem
skara fram úr. „Sandor Sagosen kom ungur fram
á sjónarsviðið sem mikið efni. Þá var fljótlega
tekin ákvörðun um að byggja liðið upp í kringum
Sagosen,“ sagði Axel.
Kvennaliðið er mjólkurkýrin
Norska kvennalandsliðið hefur lengi verið með-
al þeirra allra bestu og er um þessar mundir Evr-
ópu-, heims-, og Ólympíumeistari. Karlalandsliðið
hefur óneitanlega staðið í skugganum þar sem ár-
angur þess hefur ekki verið nærri því sambæri-
legur. Tekjur norska handknattleikssambandsins
hafa orðið til í kringum kvennaliðið enda var lengi
vel mun meira fé varið til þess en karlaliðsins. Ax-
el segir að ákveðið hafi verið fyrir fjórum árum að
rétta við hlutföllin og freista þess að koma karla-
liðinu skrefi framar. Það sé nú að skila sér. Takist
karlaliðinu að halda sínu striki á næstu mótum sé
ljóst að auknar tekjur komi inn til sambandsins í
gegnum það. Þar af leiðir að áragnur skipti nú
miklu mál,“ segir Axel Stefánsson, þjálfari norska
B-landsliðs kvenna í handknattleik.
Íslenskur bragur á liðinu
Mikill handboltaáhugi hefur vaknað meðal Norðmanna undanfarna daga
Berge og Solberg hafa byggt upp góða liðsheild Þýskaland er versti mótherjinn
AFP
Himinlifandi Kristian Björnsen, Kent Robin Tönnesen og Ole Erevik fögnuðu vel og innilega eftir að
þeir höfðu lagt hið öfluga lið Frakka að velli á sannfærandi hátt. Noregur og Þýskaland mætast í dag.
Bergur Ingi Pétursson setti glæsi-
legt Íslandsmet í sleggjukasti árið
2008, sem enn stendur. Kastaði hann
74,48 m í Hafnarfirði í maí.
Bergur er fæddur 1985 og keppir
fyrir FH. Bergur bætti eigið met í
Hafnarfirði en hann hafði áður sett Ís-
landsmet í Split í mars 2008. Góður
árangur hans fyrri hluta ársins tryggði
honum keppnisrétt á Ólympíu-
leikunum í Peking 2008 og varð hann
þá fyrsti Íslendingurinn til að keppa í
sleggjukasti á Ólympíuleikum. Bergur
keppti einnig á HM í Berlín árið eftir.
Bergur er margfaldur Íslandsmeistari í
greininni og setti einnig fjölmörg Ís-
landsmet í yngri flokkum.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR-
DAGSINS
Alfreð Gíslason,
þjálfari þýska
meistaraliðsins
Kiel, neitar að fé-
lagið hafi gert
tilboð í Aron
Pálmarsson, leik-
mann ungverska
meistaraliðsins
Veszprém, en frá
því var m.a.
greint í Morgun-
blaðinu gær. „Við höfum ekki gert
tilboð í Aron,“ sagði Alfreð í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. „Auk
þess lýsti Aron því yfir fyrir
skömmu að sér líkaði vel hjá Veszp-
rém og ætlað að standa við sinn
samning,“ sagði Alfreð og bætti við
að frétt Morgunblaðsins væri úr
lausu lofti gripin.
Að gefnu tilefni þá stendur Morg-
unblaðið við frétt sína um að Kiel
hafi gert Veszprém tilboð í Aron
enda telur blaðið heimildir sínar,
sem eru úr fleiri en einni átt, vera
traustar þótt Alfreð hafi kosið að
gera lítið úr þeim í samtölum við
Morgunblaðið og fleiri fjölmiðla í
gær. iben@mbl.is
Alfreð neitar
fregnum
af Aroni
Alfreð
Gíslason