Morgunblaðið - 29.01.2016, Page 3
adminton Sara Högnadóttir fór beint í 32ja manna úrslit.
Morgunblaðið/Kristinn
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2016
MichaelBiegler,
landsliðsþjálfari
Pólverja í hand-
knattleik karla,
hefur sagt starfi
sínu lausu. Þetta
var tilkynnt á
blaðamannfundi
pólska hand-
knattleikssambandsins í gær. Pólska
landsliðið steinlá fyrir Króötum á
heimavelli í fyrrakvöld, 37:23, og
leikur um sjöunda sætið við Svía í
dag. Úrslit leiksins voru algjört
kjaftshögg fyrir gestgjafa EM, Pól-
verja, en þeir höfðu gert sér góðar
vonir um að leika um verðlaun á
mótinu eftir að hafa krækt í brons-
verðlaun á HM fyrir ári. Óvíst er
hvað tekur við hjá Biegler sem
missti hitt starf sitt á dögunum þeg-
ar HSV Hamburg varð gjaldþrota.
Biegler var þjálfari liðsins.
Makedóníumaðurinn Kiril Laz-arov, samherji Guðjóns Vals
Sigurðssonar hjá Barcelona, er
markahæstur á Evrópumótinu í
handknattleik með 42 mörk. Laz-
arov hefur hins vegar lokið keppni
með Makedóníu á mótinu og mögu-
leikar hans á að verða markakóngur
mótsins eru litlir sem engir en hann
hefur eins marks forystu á Spán-
verjann Valero Rivera sem hefur
gert 41 mark. Barys Pukhouski
skoraði 37 mörk fyrir Hvít-Rússa en
þeir hafa lokið keppni.
Serbinn NovakDjokovic er
kominn í úrslit á
opna ástralska
meistaramótinu í
tennis í sjötta
sinn. Djokovic
hafði betur gegn
Svisslendingnum
Roger Federer í
undanúrslitum, 6:1, 6:2, 3:6 og 6:3.
Djokovic á titil að verja en hann hef-
ur fimm sinnum fagnað sigri á
mótinu og hann stefnir að því að
vinna sinn 11. risamót á ferlinum.
Andstæðingur Serbans í úrslita-
leiknum verður annaðhvort Kanda-
maðurinn Milos Raonic eða Bretinn
Andy Murray en þeir eigast við í
dag.
Enskir fjölmiðlar greina frá þvíað Liverpool sé með Gary Ca-
hill miðvörð Chelsea og enska lands-
liðsins í sigtinu. Cahill er sagður
óhress með stöðu sína hjá Chelsea
en fækkað hefur mjög spiltímum
hans með liðinu eftir að Guus Hidd-
ink tók við liðinu. Cahill gerði nýjan
fjögurra ára samning við Lund-
únaliðið í desember en hefur aðeins
byrjað inni á í tveimur leikjum eftir
að Hiddink tók við stjórastarfinu af
José Mourinho. John Terry og Kurt
Zouma hafa haldið Cahill fyrir utan
liðið.
Steinar Þorsteinsson skoraðiþrennu þegar ÍA burstaði
Stjörnuna 6:1 í Fótbolta.net-mótinu.
Fólk folk@mbl.is
Ásgarður, Garðabæ, úrvalsdeild karla,
Dominos-deildin, fimmtudaginn 28.
janúar 2016.
Gangur leiksins: 3:4, 11:6, 13:11,
20:13, 25:16, 28:25, 37:25, 42:29,
44:38, 51:41, 57:45, 60:52, 69:54,
77:55, 81:58, 91:70, 100:80.
Stjarnan: Al’lonzo Coleman 22, Justin
Shouse 21, Tómas Þórður Hilmarsson
16, Sæmundur Valdimarsson 13,
Tómas Heiðar Tómarsson 13, Marvin
Valdimarsson 8, Arnþór Freyr Guð-
mundsson 5, Magnús Bjarki Guð-
mundsson 2
ÍR: Jonathan Mitchell 35, Sveinbjörn
Claessen 11, Hákon Örn Hjálmarsson
8, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 7,
Daði Berg Grétarsson 6, Björgvin Haf-
þór Ríkharðsson 4, Vilhjálmur Theó-
dór Jónsson 4, Sæþór Elmar Krist-
jánsson 3, Kristján Pétur Andrésson 2
Vegna tölvubilunar í Ásgarði var
ekki ítarlegri tölfræði fyrir hendi í gær-
kvöld.
Stjarnan – ÍR 100:80
Snæfell er komið af alvöru í slaginn um sæti sex til átta í
úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir geysilega mik-
ilvægan sigur á Grindavík, 110:105, í tvíframlengdum leik
í Stykkishólmi í gærkvöld.
Snæfellsliðið, sem virtist lengi vel í vetur ekki líklegt
til að gera meira en að hanga í deildinni, hefur nú unnið
þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Sherrod Wright átti
enn einn stórleikinn og skoraði nú 49 stig, tók 16 fráköst
og átti 5 stoðsendingar. Charles Garcia skoraði 30 stig
fyrir Grindavík og tryggði liðinu fyrri framlenginguna
þegar hann jafnaði fjórum sekúndum fyrir leikslok, 87:87.
Grindavík jafnaði aftur undir lok framlengingar, 97:97.
Wright skoraði fimm síðustu stig Snæfells af vítalínunni og tryggði sig-
urinn.
Þór burstaði FSu, 94:58, í Suðurlandsslagnum í Þorlákshöfn þar sem
Vance Hall skoraði 33 stig. Þór er í góðum málum í efri hlutanum en Sel-
fyssingarnir eru komnir í erfiða stöðu í botnbaráttunni. vs@mbl.is
Wright magnaður í Hólminum
Iceland Glacial-höllin, Þorlákshöfn,
Dominos-deild karla, fimmtudaginn
28. janúar 2016.
Gangur leiksins: 6:2, 10:6, 17:8, 17:14,
23:18, 28:24, 39:26, 43:32, 47:35,
51:38, 59:40, 70:42, 74:51, 84:53,
90:56, 94:58.
Þór Þ.: Vance Hall 33/9 fráköst, Grétar
Ingi Erlendsson 15/5 fráköst, Þor-
steinn Már Ragnarsson 12/4 fráköst,
Ragnar Nathanaelsson 12/16 fráköst,
Davíð Arnar Ágústsson 6/5 fráköst,
Emil Karel Einarsson 5/6 fráköst,
Ragnar Örn Bragason 4/5 fráköst,
Halldór G. Hermannsson 4, Magnús B.
Þórðarson 2, Baldur Þór Ragnarsson 1.
Fráköst: 37 í vörn, 16 í sókn.
FSu: Christopher Woods 25/14 frá-
köst, Hlynur Hreinsson 11/5 stoðsend-
ingar, Bjarni Geir Gunnarsson 10,
Gunnar Ingi Harðarson 5/6 fráköst,
Arnþór Tryggvason 4/8 fráköst, Þór-
arinn Friðriksson 3/5 fráköst.
Fráköst: 20 í vörn, 17 í sókn.
Þór Þ. – FSu 94:58
Það verða Serena Williams frá Bandaríkjunum og
hinn þýska Angelique Kerber sem leika til úrslita
á opna ástralska meistaramótinu í tennis í Mel-
bourne á morgun. Takist Williams að vinna jafnar
hún met Steffi Graf en sú þýska vann 22 risamót á
löngum og glæsilegum ferli sínum.
Í undanúrslitunum átti Williams ekki í vand-
ræðum með að leggja hina pólsku Agnieszku
Radwanska að velli en Williams vann nokkuð auð-
veldlega í tveimur settum, 6:0 og 6:4. Hún á þar
með möguleika á að vinna ástralska meistara-
mótið í sjöunda sinn en í 25. sinn er hún komin í
úrslit á einu af risamótunum fjórum. Serena vann mótið í sjötta sinn í
fyrra en sigraði áður árin 2003, 2005, 2007, 2009 og 2010.
Kerber bar sigurorð af Johannu Konta frá Bretlandi í tveimur sett-
um, 7:5 og 6:4, en leikur þeirra var nokkuð jafn og spennandi.
Sjöundi sigur Serenu?
Serena
Williams
Sú staða gæti komið upp í Svíþjóð í kvöld að fyr-
irliði íslenska landsliðsins, Hlynur Bæringsson,
þyrfti að fylgjast með samherjum sínum af áhorf-
endapöllunum vegna ógreiddra reikninga Sunds-
vall-félagsins sem Hlynur spilar með.
Í gær barst sú frétt að Hlynur og aðrir erlendir
leikmenn liðsins yrðu í banni í deildarleik liðsins á
morgun vegna þess að ekki hafi verið greiddir
reikningar til sænska körfuboltasambandsins.
Snúa þeir meðal annars að dómarakostnaði eftir
því sem Morgunblaðið kemst næst.
Mbl.is náði tali af Hlyni í gærkvöldi sem stað-
festi þessi tíðindi. „Ég var bara á leiðinni á æfingu í dag þegar Af-
tonbladet hringdi í mig og tilkynnti mér að ég mætti ekki spila á morg-
un,“ sagði Hlynur meðal annars en nánar er rætt við hann á
mbl.is/korfubolti. kris@mbl.is
„Ekki skemmtileg staða“
Hlynur
Bæringsson
Í ÁSGARÐI
Kristinn Friðriksson
kiddigeirf@gmail.com
Stjarnan hefur ekki riðið feitri meri
reglulega þetta tímabil í Domino’s-
deild karla í körfubolta. Þrátt fyrir það
var liðið í 3ja sæti deildarinnar fyrir
leik gærkveldsins gegn ÍR. Vandamál
heimamanna hefur verið stöðugleiki og
því var leikurinn í gær gríðarlega mik-
ilvægur fyrir liðið til að sýna á hvaða
leið það er. Stjörnumenn virðast hafa
haft einmitt þetta að leiðarljósi í gær
því leikmenn mættu til leiks eins og
sannir atvinnumenn í íþróttinni og
pökkuðu lánlausum ÍR-ingum saman,
100:80.
Stjarnan náði valdi á leiknum strax í
upphafi hans með frábærri vörn. Sókn-
arleikurinn var ekki sá besti en yfir-
drifið nægilega sterkur til þess að
vinna bug á því sem varnarleikur ÍR
bauð upp á. Á milli þess sem heima-
menn spiluðu glimrandi bolta í fyrri
hálfleiknum gerðu þeir sig hinsvegar
seka um töluvert kæruleysi, sem varð
til þess að ÍR hékk í pilsfaldi heima-
manna mun lengur en Hrafn Krist-
jánsson, þjálfari heimamanna, hefur
óskað. Mín tilfinning í þessum fyrri
hálfleik var sú að Stjörnumenn lékju
blettatígurinn sem hafði Thomsons-
gaselluna yfirbugaða en leyfði henni á
stundum að standa upp og hlaupa,
svona til þess að æfa sig aðeins. Náð-
arhögg heimamanna kom svo sviplega í
þriðja hlutanum, og virtist koma vegna
þeirrar vitneskju að nóg væri komið af
leikaraskap, slíkir voru yfirburðirnir.
Sóló hjá Mitchell og skelfilegur
varnarleikur
ÍR, sem er enn vel inni í barátt-
unnium 8. sætið mátti alveg tapa þess-
um leik; enginn bjóst við sigri þeirra,
og af spilamennsku liðsins að dæma,
síst af öllu leikmenn sjálfir. Ég hefði
hinsvegar viljað sjá þá mun beittari.
Sóknarleikur liðsins var sólóleikur með
Jonathan Mitchell fremstan í flokki og
varnarleikurinn skelfilegur á köflum.
Það er ekki hægt að sakast við liðið,
sem er einfaldlega nokkrum númerum
minna en Stjarnan. Liðsheildin þarf að
gera betur í næstu leikjum ef 8. sætið á
að vera raunhæft en þessi leikur er í
raun bara hlutlaus í þeim viðskiptum.
Þrátt fyrir vandamál Stjörnunnar í
vetur er liðið klárlega á góðri leið að
skapa sér þann stöðugleika sem þarf til
þess að keppa við bestu liðin; varn-
arleikurinn var frábær, eins og svo oft
áður og þó að sóknin hafi ekki verið
eins og beitt og leikmenn hafi viljað þá
var frammistaðan í gær skref í rétta
átt. Liðsheild heimamanna virtist alltaf
meðvituð um stöðuna á vellinum; vissi
alltaf hvenær þurfti að gefa í og hve-
nær mátti slaka á. Þetta bendir mér á
að mjög jákvæð þróun er að eiga sér
stað í Garðabænum. Tómas Hilm-
arsson, Tómas Tómasson og Sæmund-
ur Valdimarsson voru allir mjög góðir
á meðan bestu menn vallarins, Justin
Shouse og Al’lonzo Coleman leiddu
vagninn. Þarna fór liðsheildin sem
Hrafn þjálfari vill sjá.
Stjörnumenn á réttri leið
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bakverðir Sveinbjörn Claessen úr ÍR reynir að stöðva Stjörnumanninn Tómas Heiðar Tómasson í Ásgarði.
Léku eins og sannir atvinnumenn gegn ÍR Stöðugleikinn virðist vera að koma
Sherrod
Wright