Morgunblaðið - 29.01.2016, Page 4

Morgunblaðið - 29.01.2016, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2016 Undirritaður sat áhuga- verða ráðstefnu um afreks- íþróttir í húsakynnum HR í að- draganda Reykjavíkurleikanna. Þar kom ýmislegt merkilegt fram enda frambærilegir fyrirlesarar, innlendir sem erlendir, og góður erlendur gestur, Dwain Cham- bers, fyrrverandi heims- og Evr- ópumeistari. Fimleika- og sjúkraþjálfarinn Hlín Bjarnadóttir hélt þar erindi um fimleikaþjálfun. Var þar lagt út af því hversu góður grunnur fyrir íþróttir getur falist í því að æfa fimleika á unga aldri. Ég hafði svo sem gert mér grein fyr- ir þessu enda er alhliða styrkur og liðleiki býsna gott veganesti fyrir afreksíþróttafólk. Þegar Hlín fór hins vegar að telja upp ýmsar nafntogaðar ís- lenskar íþróttakonur, sem gert hafa það verulega gott í öðrum íþróttagreinum en byrjað í fim- leikum, þá varð sú upptalning lengri og fjölbreyttari en ég hafði ímyndað mér. Hlín nefndi Þóreyju Eddu El- ísdóttur, sem náði 5. sæti á Ól- ympíuleikum, og Rögnu Ingólfs- dóttur, fyrstu íslensku konuna sem vinnur leik í badminton á Ól- ympíuleikum. Úr boltagreinunum nefndi hún Skúladæturnar úr handboltanum en Hrafnhildur var í landsliði Íslands sem vann sig inn á stórmót í handbolta í fyrsta skipti. Greta Mjöll Sam- úelsdóttir var í landsliði Íslands sem vann sig inn á stórmót í fót- bolta í fyrsta skipti. Þá er ótalin Fanney Hauksdóttir sem er heimsmeistari og heimsmethafi unglinga í kraftlyftingum. Þá kom fram hjá Hlín að krossfit- drottningarnar Annie Mist Þór- isdóttir og Katrín Tanja Davíðs- dóttir byrjuðu einnig í fimleikum. Ég náði því ekki hvort Hlín hefði sjálf þjálfað þær allar eða hversu lengi þær hefðu verið í fimleikum en þetta er óneit- anlega afar glæsilegur hópur. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is 18. UMFERÐ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Hin 20 ára gamla Hallveig Jóns- dóttir átti mjög góðan leik fyrir Val þegar liðið hrósaði sigri á móti Hamri í 18. umferð Dominos- deildar kvenna í körfuknattleik. Hallveig, sem spilar í stöðu bak- varðar og er 1,80 metrar á hæð, skoraði 18 stig í leiknum og lét vel til sín taka í vörninni. Þá hitti hún vel úr þriggja stiga skotum í leikn- um. Morgunblaðið setti sig í samband við Guðbjörgu Sverrisdóttur, liðs- félaga Hallveigar, og fékk hana til að lýsa henni sem leikmanni en Hallveig er leikmaður 18. umferðar- innar hjá blaðinu. ,,Hallveig átti mjög góðan leik á móti Hamri og hún hefur verið mjög stöðug í leik sínum á tíma- bilinu. Ef hún er ekki að skora ein- hver 20 stig þá skilar hún frábær- um varnarleik. Hennar helsti styrkur er varnarleikurinn en hún virðist vera með endalausa langa útlimi. Hún sér um að gæta litlu Kananna sem mæta okkur og þar hefur hún sýnt hversu góður varn- armaður hún er. Hallveig er líka dugleg að skora fyrir okkur. Hún er góður skotmað- ur og er bara þannig leikmaður að þú vilt frekar hafa hann með þér í liði heldur en í liði mótherjanna. Hún er fljót og fellur vel inn í okkar lið,“ sagði Guðbjörg. Fagnað þegar hún kom aftur Hallveig byrjaði körfuboltafer- ilinn 9 ára gömul með Breiðabliki en gekk í raðir Vals árið 2012. Hún lék þrjú tímabil með Valsliðinu áður en hún fór til Keflavíkur þar sem hún spilaði á síðustu leiktíð en hún sneri aftur heim á Hlíðarenda fyrir tímabilið. Hún hefur skorað 11,8 stig að meðtali í leik í deildinni á tímabilinu og tekið 2,3 fráköst. Hallveig hefur leikið með flestum yngri landsliðunum og þá á hún þrjá leiki að baki með A-landsliðinu. ,,Við erum fjórar í liðinu sem höldum mjög góðu sambandi og það var eins og vantaði part af okkur þegar Hallveig fór til Keflavíkur. Við fögnuðum því mjög þegar hún ákvað að koma aftur. Hún hefur alla burði til að bæta sig sem leik- maður og ég spái því að hún vinni sér aftur sæti í landsliðinu áður en langt um líður. Ég held að hún hafi spilað síðast með því árið 2013,“ segir Guðbjörg og það er hárrétt. ,,Hallveig er toppstelpa. Við er- um í sama skóla og eitt af hennar einkennum eru frasarnir. Hún er með ofboðslega skemmtilegan orða- forða og er mjög orðheppin, skemmtileg manneskja og góður liðsfélagi,“ sagði Guðbjörg Sverr- isdóttir. „Vilt frekar hafa hana með þér í liði en á móti“  Hallveig Jónsdóttir úr Val er góður liðsfélagi með skemmtilegan orðaforða  Helsti styrkur hennar er frábær varnarleikur, segir Guðbjörg Sverrisdóttir Morgunblaðið/Golli Tvítug Hallveig Jónsdóttir er komin með talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur og hefur látið talsvert að sér kveða með Valsliðinu í vetur. Hér reynir hún skot í leik gegn Haukum í Dominos-deildinni fyrir skömmu. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmeistarar Gróttu komust í gærkvöldi í toppsæti Olís-deildar kvenna í handbolta þegar liðið náði í tvö stig á Akureyri. Grótta vann KA/ Þór en aðeins voru skoruð 36 mörk í leiknum því Grótta vann 21:15. KA/ Þór er eftir sem áður í 11. sæti deild- arinnar. Titilvörn getur stundum reynst liðum erfið en fínn gangur hefur ver- ið í leik Gróttu í vetur. Liðið hefur aðeins tapað tveimur af fyrstu sautján leikjunum og er líklegt til af- reka þegar fer að vora. Fram er í 5. sæti deildarinnar eft- ir öruggan sigur á Fjölni í hinum leik gærkvöldsins. Liðin mættust í Safamýrinni og landaði Fram ellefu marka sigri 34:23. Fjölnir er í 10. sæti með 8 stig, stigi meira en KA/ Þór. Fjölnisliðið hefur líklega komið mörgum á óvart í vetur með ágætri frammistöðu en lið Fram var númeri of stórt í þetta skiptið. Línur voru komnar í hvort liðið myndi hafa betur að loknum fyrri hálfleik en það var staðan orðin 17:10 fyrir Fram. Ásta Birna Gunnarsdóttir var markahæst í liði Fram með 8 mörk en stórskyttan Ragnheiður Júl- íusdóttir kom næst með 7 mörk. Þá skoruðu Hildur Þorgeirsdóttir og Steinunn Björnsdóttir 4 mörk hvor en alls komust tíu leikmenn Fram á blað í markaskorun. Línumaðurinn reyndi Elísabet Gunnarsdóttir lék ekki með Fram í gærkvöldi og verður ekki meira með liðinu á tímabilinu. Fram kemur á netmiðlinum Fimmeinn.is að hún sé ekki kona einsömul. Örvhenta skyttan Díana Kristín Sigmarsdóttir var atkvæðamest hjá Fjölni eins og svo oft áður en hún skoraði 7 mörk. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær þá hafnaði Díana því að ganga til liðs við norska liðið Molde á dögunum og stendur enn til boða að spila með norska lið- inu á næsta keppnistímabili. Berg- lind Benediktsdóttir skoraði næst- mest fyrir Fjölni eða 6 mörk. Morgunblaðið/Golli Markahæst Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar eitt átta marka sinna fyrir Fram í gærkvöldi. Sá fjórtándi hjá Gróttu  Úrslit gærkvöldsins eftir bókinni Körfubolti kvenna: Leikmaður umferðarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.