Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 ÍÞRÓTTIR Ólympíuleikar Ísland átti boðsundssveit á ÓL í London 2012 og nú verður reynt að koma sveit til Ríó í sum- ar. Talsverð samkeppni um stöður. Tvær hættar en Eygló og Hrafnhildur klárar. Möguleiki á EM í vor. 3 Íþróttir mbl.is AFP Magnaður Jamie Vardy horfir á eftir boltanum í netið sem og Dejan Lovren varnarmaður Liverpool en Vardy skoraði bæði mörk Leicester í 2:0 sigri. ENGLAND Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson var fáeinum mínútum frá því að tryggja sínum mönnum í Swansea þriðja sigurinn í röð í ensku úrvalsdeildinni en Swan- sea gerði 1:1 jafntefli við WBA á úti- velli í gær. Gylfi kom Swansea yfir með sínu sjötta marki í deildinni á tímabilinu og fjórða markinu í síð- ustu fimm leikjum en í uppbótartíma jafnaði Salomon Rondon metin fyrir heimamenn. Gylfi kann vel við sig á The Hawthorns því hann skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni þar fyrir nákvæmlega fjórum árum, með Swansea gegn WBA. Hann spilaði allan leikinn í kvöld og átti fínan leik. Hinn magnaði Jamie Vardy sá um að afgreiða Liverpool þegar hann skoraði bæði mörk Leicester í 2:0 sigri. Fyrra mark framherjans var stórglæsilegt en hann skoraði með viðstöðulausu skoti af um 25 metra færi og boltinn flaug yfir Simon Mignolet markvörð Liverpool. Leic- ester heldur þar með enn þriggja stiga forskoti sínu í deildinni. „Fyrra markið var hreint ótrúlegt en við spiluðum virkilega vel og pressuðum stíft á gott lið Liverpool,“ sagði Claudio Ranieri, stjóri Leicester, eftir leikinn. Manchester City er þremur stig- um á eftir Leicester en City marði Sunderland á Leikvangi ljóssins og auðvitað var það Sergio Agüero sem skoraði sigurmarkið. Arsenal féll niður í fjórða sætið eftir markalaust jafntefli á heima- velli á móti Southampton og missti erkifjendur sína í Tottenham upp fyrir sig á markatölu. Tottenham vann öruggan útisigur á Norwich þar sem Harry Kane skoraði tvö mörk og ungstirnið Dele Alli eitt. Loksins mark í fyrri hálfleik Eftir mikla markaþurrð á Old Trafford skoraði Manchester United þrjú mörk og lagði Stoke að velli, 3:0. Tvö markanna komu í fyrri hálf- leik og það er í fyrsta sinn síðan í september sem United skorar tvö mörk í fyrri hálfleik. Jesse Lingard, Anthony Martiel og Wayne Rooney skoruðu mörkin en þetta var ein besta frammistaða „rauðu djöfl- anna“ á tímabilinu. Gylfi með sjötta markið  Swansea hársbreidd frá þriðja sigrinum í röð  Vardy magnaður – sá um Liverpool  Óvænt markaveisla á Old Trafford  Vonbrigði hjá Arsenal Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson lagði upp fyrra mark Wolves í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Úlfanna í ensku B-deildinni eftir að hann sneri aftur til félags- ins. Björn átti þrumuskot sem mark- vörðurinn varði en hann hélt ekki boltanum og Joe Mason náði frá- kastinu og skoraði strax eftir þriggja mínútna leik. Wolves komst í 2:0 á 77. mínútu en Bolton, sem sit- ur á botni deildarinnar, neitaði að gefast upp og jafnaði metin með tveimur mörkum á síðustu 10 mín- útum leiksins. Björn, sem lék í fremstu víglínu, fór af velli á 76. mínútu leiksins. gummih@mbl.is Björn lagði upp mark Björn Bergmann Sigurðarson Aron Pálm- arsson skoraði tvö mörk þegar Veszprém vann afar öruggan sig- ur á Nexe Nasice frá Króatíu, 39:21, á heima- velli í Austur- Evrópudeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Með sigrinum komst Veszrprém upp að hlið Vardar Skopje í efsta sæti deildarinnar. Hvort lið hefur 34 stig að loknum 12 leikjum en farið er að líða að lokum þessarar keppni 10 af fremstu félagsliðum austur- Evrópu. Næsti leikur Veszprém í keppninni verður á laugardaginn. Mate Lakei skoraði átta mörk fyrir Veszprém og var markahæst- ur. Momir Ilic og Gasper Marguc voru næstir á eftir með sex mörk hvor. iben@mbl.is Aron með tvö í stórsigri Aron Pálmarsson  Guðmundur Karlsson setti Ís- landsmet í sleggjukasti í Dublin í ágúst árið 1989.  Guðmundur er fæddur 1964 og keppti fyrir FH. Guðmundur kastaði 61,74 metra í Dublin. Hann bætti sig töluvert eftir það og kastaði lengst 66,28 metra í Reykjavík sumarið 1994. Stóð það sem Íslandsmet í þrettán ár. Guðmundur er ekki síður þekktur sem þjálfari, bæði í frjálsum og í handbolta. Hefur hann þjálfað bæði kynin og landslið í báðum greinum. Guðmundur gerði karlalið Hauka nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum árið 2000 en félag- ið hafði þá ekki unnið þann titil í 57 ár. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Morgunblaðið birtir nú í annað sinn „lið vikunnar“ sem er skipað þeim ell- efu íslensku knattspyrnumönnum í karlaflokki sem við teljum að hafi staðið sig best í síðustu viku. Þá er miðað við tímabilið frá þriðjudegi til mánudags. Að þessu sinni kemur landsleikur Íslands og Bandaríkjanna talsvert við sögu en þar beið íslenska liðið naumlega lægri hlut, 3:2, í Carson í Kaliforníu, eftir að hafa komist tvisv- ar yfir. Heimamenn skoruðu sig- urmarkið á lokamínútu leiksins. Sex leikmenn úr landsliðinu eru í liði vikunnar og þar á meðal nýliðinn Aron Sigurðarson úr Fjölni sem sló í gegn og skoraði glæsilegt mark, og fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen sem átti þátt í báðum mörkum ís- lenska liðsins, ásamt því að leggja upp besta færið þar fyrir utan. Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp þrjú mörk fyrir Charlton í 4:1 sigri á Rotherham og er valinn í liðið í annað sinn, eins og þeir Sverrir Ingi Ingason, Eggert Gunnþór Jónsson og Ögmundur Kristinsson markvörð- ur. Eiður Aron byrjar vel Miðvörðurinn Eiður Aron Sigur- björnsson, sem er nýkominn til Hol- stein Kiel í Þýskalandi, var valinn í lið umferðarinnar þar í landi eftir fyrsta heimaleik sinn með liðinu um síðustu helgi. Steinar Þorsteinsson er óvænt nafn á kortinu en þessi 18 ára Skaga- strákur, sem hefur aðeins spilað einn leik í efstu deild með ÍA, gerði þrennu þegar Skagamenn burstuðu Stjörnuna 6:1 í leiknum um þriðja sætið í Fótbolta.net-mótinu. Hann er nítján árum yngri en Eiður Smári, fé- lagi hans í framlínunni í liði vikunnar. Þrír sem voru í úrvalsliðinu í fyrstu viku spiluðu ekkert í þessari. Gylfi Þór Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúla- son voru í fríi þar sem lið þeirra voru fallin út úr bikarkeppni og Emil Hall- freðsson stóð í ströngu í fé- lagaskiptum á Ítalíu. Átján ára við hliðina á Eiði Lið vikunnar 26. jan.-1. feb. Aron Sigurðarson Ísland 90 Eggert Gunnþór Jónsson Fleetwood 1 : 2 90 Ögmundur Kristinsson Ísland 2 :3 2 :3 90 90 Birkir Már Sævarsson Ísland Ari Freyr Skúlason Ísland 2 :3 2 :3 84 Sverrir Ingi Ingason Lokeren 1 : 2 90 Eiður Aron Sigurbjörnsson Holstein Kiel 90 5 :2 Jóhann Berg Guðmundsson Charlton 4 : 1 90 Rúnar Már Sigurjónsson Ísland 2 :3 90 Steinar Þorsteinsson ÍA 6 : 1 8071 2 :3 Eiður Smári Guðjohnsen Ísland 2 2 2 2 Skoruð mörk1 : 0 ÚrslitSpilaðar mínútur Hve oft í liðinu2  Nýliði á Akranesi með þrennu og er í liði vikunnar  Fjórir valdir aftur Eiður Smári Guðjohnsen Steinar Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.