Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 Leikmenn Esjunnar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Skautafélags Akureyrar, 4:3, í við- ureign liðanna í Hertz-deild karla í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði Daniel Kolar sjö mínútum fyrir leikslok. Þar með hefur SA aðeins þriggja stiga forskot í efsta sæti deild- arinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Esjan er í öðru sæti með 37 stig. Björninn hefur ekki gefið upp von- ina um að ná öðru sæti deildarinnar þótt vonin sé veik. Liðið vann SR örugglega, 4:0, í Egilshöllinni. SR- liðið rekur lestina í Hertz-deildinni með 20 stig. Leikmenn SA byrjuðu leikinn af krafti í gærkvöldi og skoruðu tvö fyrstu mörkin. Jón B. Gíslason kom liðinu á bragðið á 6. mínútu og að- eins mínútu síðar bætti Jussi Sippo- nen við öðru marki fyrir heima- menn. Brynjar Bergmann klóraði í bakkann fyrir Esjuna á 16. mínútu. Tvö mörk með tveggja mínútna millibili í öðrum leikhluta kom Esj- unni yfir. Fyrst skoraði Björn Sig- urðarson á 30. mínútu og Brynjar skoraði annað mark sitt í leiknum tveimur mínútum síðar. Þriðji leikhluti var aðeins sex mínútna gamall þegar Einar Valent- ine jafnaði metin. Mikil barátta var í leiknum í þriðja leikhluta en aðeins eitt mark var skorað og það gerði Kolar eins og fyrr segir. Leikmenn SA reyndu sitt ýtrasta undir lokin til þess að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Viðureign Bjarnarins og SR í Eg- ilshöllinni varð aldrei spennandi. Leikmenn Bjarnarins fór langt með að tryggja sér sigurinn strax í fyrsta leikhluta þegar Eric And- erberg skoraði þrjú mörk á átta mínútna kafla. Ekkert mark var skorað í öðrum leikhluta en í þeim þriðja bætti Andri Helgason við fjórða markinu fyrir Björninn eftir stoðsendingu frá Fal Guðnasyni. Næstu leikir í Hertz-deildinni fara fram á laugardaginn. Þá sækja Esjumenn liðsmenn SA aftur heim til Akureyrar og Björninn og SR eigast við í Egilshöll. iben@mbl.is Kolar innsiglaði sigur nyrðra Morgunblaðið/Árni Sæberg Barist Þrír leikmenn SR fylgjast með pökkinum ásamt dómara og leikmanni Bjarnarins í leiknum í Egilshöll. SR-ingar áttu undir högg að sækja frá byrjun.  Spenna í toppbaráttu í íshokkí karla eftir sigur Esjunnar  Létt hjá Birninum „Ég kemst vonandi sem allra fyrst í uppskurðinn og þá ætti ég ekki að missa af mörgum leikjum í vor,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaðurinn reyndi úr ÍBV, við Morgunblaðið í gær. Eins og fram kom í fréttum í gær þarf Gunnar að fara í uppskurð vegna meiðsla í hæl. „Þau voru að angra mig nú síðustu vikurnar, ég þurfti að fara útaf vegna þeirra í leik um daginn, og þegar hællinn var skoðaður þótti ráðlegt að láta laga þetta strax. Það má víst búast við að það taki 3-4 mánuði að verða leikfær, en þó þekki ég erlendis frá að menn hafi verið 2-3 mánuði frá. Ég vona bara það besta,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið í gær en hann missti af úrslitaleik Fót- bolta.net mótsins í fyrrakvöld þar sem ÍBV vann KR 2:1. ÍBV byrjar Íslandsmótið á heimaleik gegn ÍA 1. maí. Leiknar eru sex umferð- ir í maímánuði og hætta er á að Gunnar missi af þeim, miðað við tímarammann sem gefinn er upp. vs@mbl.is Gunnar bíður eftir aðgerð Gunnar Heiðar Þorvaldsson Eyjamenn eiga í viðræðum við Derby Carillo, landsliðs- markvörð frá El Salvador, um að leika með þeim á komandi keppnistímabili. Hann á að koma í staðinn fyrir Abel Dhaira en nú er ljóst að Úgandamaðurinn mun ekki leika með ÍBV í sumar vegna veikinda sem hann glímir við. Carillo er 28 ára gamall, fæddur í Kaliforníu og lék þar með háskólaliði en hefur síðan spilað með nokkrum liðum í neðri deildum í Bandaríkjunum, m.a. með FC New York í C- deild og Atlanta Silverbacks í B-deild. Síðast spilaði Carillo með meistaraliði El Salvador, Santa Tecla, í Meistaradeild Norður- og Mið-Ameríku í lok ágúst, en hann er samnings- laus um þessar mundir. Carillo hefur spilað 11 A-landsleiki fyrir El Salvador og var aðalmarkvörður liðsins í lokakeppni Norður- og Mið-Ameríkukeppninnar síðasta sumar þegar hann lék alla þrjá leiki liðsins á mótinu. Pablo Punyed, landi hans og landsliðs- maður El Salvador, gekk til liðs við ÍBV frá Stjörnunni í vetur. vs@mbl.is Landsliðsmarkvörður í ÍBV? Derby Carrillo England WBA – Swansea....................................... 1:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann með Swansea og skoraði mark liðsins. Arsenal – Southampton ........................... 0:0 Leicester – Liverpool............................... 2:0 Norwich – Tottenham.............................. 0:3 Sunderland – Manch. City....................... 0:1 West Ham – Aston Villa .......................... 2:0 Crystal Palace – Bournemouth............... 1:2 Manchester United – Stoke .................... 3:0 Staðan: Leicester 24 14 8 2 44:26 50 Manch.City 24 14 5 5 46:23 47 Tottenham 24 12 9 3 44:19 45 Arsenal 24 13 6 5 37:22 45 Manch.Utd 24 11 7 6 31:21 40 West Ham 24 10 9 5 38:28 39 Southampton 24 9 7 8 32:24 34 Liverpool 24 9 7 8 30:34 34 Stoke 24 9 6 9 24:28 33 Watford 23 9 5 9 27:26 32 Crystal Palace 24 9 4 11 25:29 31 Everton 23 6 11 6 40:34 29 WBA 24 7 8 9 23:31 29 Chelsea 23 7 7 9 32:34 28 Bournemouth 24 7 7 10 29:39 28 Swansea 24 6 8 10 23:32 26 Norwich 24 6 5 13 28:46 23 Newcastle 23 5 6 12 25:41 21 Sunderland 24 5 4 15 28:47 19 Aston Villa 24 2 7 15 18:40 13 B-deild: Wolves – Bolton ....................................... 2:2  Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 76 mínúturnar fyrir Wolves og lagði upp fyrra markið. Derby – Preston ....................................... 0:0 Ipswich – Reading.................................... 2:1 Sheffield Wednesday – Burnley ............. 1:2 Staðan: Hull 28 17 5 6 45:18 56 Middlesbrough 27 17 4 6 37:14 55 Burnley 29 14 10 5 47:26 52 Derby 29 13 11 5 39:25 50 Brighton 28 13 11 4 34:28 50 Ipswich 29 13 9 7 39:36 48 Sheffield Wed. 29 12 11 6 43:32 47 Birmingham 29 13 8 8 37:28 47 Cardiff 29 11 11 7 38:33 44 Brentford 29 11 7 11 42:41 40 Nottingham F. 29 9 12 8 30:25 39 Wolves 29 10 9 10 39:40 39 QPR 29 8 12 9 35:35 36 Preston 29 8 12 9 25:27 36 Leeds 29 8 12 9 29:33 36 Reading 29 9 8 12 33:33 35 Huddersfield 29 8 8 13 39:42 32 Blackburn 27 6 12 9 24:24 30 Fulham 28 6 10 12 43:48 28 MK Dons 28 7 5 16 23:41 26 Rotherham 29 7 4 18 35:53 25 Bristol City 29 5 10 14 24:47 25 Charlton 29 5 9 15 26:55 24 Bolton 29 3 12 14 26:48 21 Ítalía Sassuolo – Roma....................................... 0:2 Staða efstu liða: Napoli 22 15 5 2 50:19 50 Juventus 22 15 3 4 42:15 48 Fiorentina 22 13 3 6 39:21 42 Roma 23 11 8 4 42:25 41 Inter 22 12 5 5 26:17 41 Milan 22 10 6 6 32:25 36 Sassuolo 23 8 9 6 26:26 33 Lazio 22 9 5 8 29:30 32 Empoli 22 9 5 8 28:31 32 Bologna 22 9 2 11 27:29 29 Torino 22 7 6 9 27:28 27 Chievo 22 7 6 9 27:30 27 Fótbolti.net mót karla Leikur um 7. sætið: Þróttur R. – Víkingur Ó.......................... 0:1 Kenan Turudija 32. KNATTSPYRNA NBA-deildin Indiana – Cleveland................. (frl.) 106:111 Brooklyn – Detroit ........................... 100:105 Atlanta – Dallas .................................. 112:97 New Orleans – Memphis ................... 95:110 Oklahoma City – Washington ........... 114:98 San Antonio – Orlando....................... 107:92 Denver – Toronto ............................... 112:93 Utah – Chicago........................... (frl.) 105:96 Sacramento – Milwaukee ................ 111:104 KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Grindavík .. 19.15 Schenker-höllin: Haukar – Valur........ 19.15 Ásgarður: Stjarnan – Hamar .............. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Valshöllin: Valur – Akureyri .................... 19 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna: Egilshöll: ÍR – Valur ............................ 18.30 Í KVÖLD! Phoenix Suns rak í gær aðalþjálfara sinn Jeff Hornacek úr starfi en liðið hefur í vetur gengið í gegnum einhvern versta kafla í sögu félagsins. Phoenix er eitt fjögurra neðstu lið- anna í deildinni með 14 sigra en 35 töp. Hefur liðið tapað 19 af síðasta 21 leik og 10 af síðustu 11. Þá hefur liðið tapað 14 útileikjum í röð. Stjórnendur félagsins eru búnir að fá nóg og ætla að gefa aðstoðarþjálfarnum Earl Watson tækifæri. Hefur það vakið nokkra athygli vestra því Watson er ein- ungis 36 ára gamall sem er óvenju ungt í þjálfarastéttinni í þessum gæðaflokki. Margir muna eftir Hornacek sem leik- manni og lék hann með Phoenix en er þekktastur fyrir frammistöðu sína með Utah Jazz þegar liðið komst í úrslit NBA 1997 og 1998 en tapaði fyrir Chicago Bulls. kris@mbl.is Hornacek rekinn frá Phoenix Jeff Hornacek Dagur Sigurðsson og nýbakaðir Evrópumeistarar í hand- knattleik karla mæta silfurliði síðasta heimsmeist- aramóts, landsliði Katar, í vináttulandsleik í Leipzig 11. mars. Sex þúsund aðgöngumiðar seldust á örskotsstundu í gær þegar þeir voru settir í sölu samhliða auglýsingu á leiknum. Gríðarlegur áhugi er fyrir þýska landsliðinu um þessar mundir en á að giska 10 þúsund manns komu á skemmtun í Max Schmeling-íþróttahöllinni í Berlín í fyrradag til þess að hylla Evrópumeistarana. Viðureignin við Katar verður sú fyrsta hjá þýska lands- liðinu eftir að það varð Evrópumeistari um síðustu helgi. Liðin áttust við á HM fyrir ári og þá hafði landslið Katar betur, 26:24, í hörkuleik. iben@mbl.is Uppselt á skammri stund Dagur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.