Morgunblaðið - 19.02.2016, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2016
ÍÞRÓTTIR
NBA Fjögur lið virðast eiga möguleika á að berjast um meistaratitilinn seinni hluta vetrar. Magnaður árangur
Golden State, með Thompson og Curry í aðalhlutverkum. Á venjulegu tímabili væri San Antonio efst. 4
Íþróttir
mbl.is
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Dönsku meistararnir Midtjylland,
sem höfðu ekki spilað mótsleik í 71
dag, unnu í gærkvöld sinn besta
sigur í sögunni þegar þeir skelltu
Manchester United, 2:1, í fyrri við-
ureign liðanna í 32ja liða úrslitum
Evrópudeildar UEFA á heimavelli
sínum í Herning.
Ófarir United halda því áfram en
eftir tap gegn Sunderland um síð-
ustu helgi virðist raunhæfasti
möguleiki enska liðsins til að kom-
ast í Meistaradeild Evrópu næsta
vetur vera sá að vinna Evrópudeild-
ina. Louis van Gaal og hans menn
eru ekki líklegir til þess miðað við
frammistöðuna í Herning þar sem
markvörðurinn Sergio Romero
forðaði þeim frá stærra tapi með
því að verja glæsilega í þrígang.
Hann kom í markið fyrir David de
Gea sem meiddist í upphitun og
verður líklega frá keppni um sinn.
Gagnrýnin á van Gaal eykst enn
við þetta tap og nú virðist aðeins
tímaspursmál hvenær hann verði
látinn víkja og José Mourinho taki
við liði Manchester United.
Memphis Depay kom United yfir
en Pione Sisto jafnaði fyrir Midt-
jylland rétt fyrir hlé og Paul
Onuachu skoraði sigurmark Dan-
anna á 77. mínútu, 2:1. Liðin mæt-
ast aftur á Old Trafford næsta
fimmtudag.
Böðvar Böðvarsson er nýkominn
til Midtjylland sem lánsmaður frá
FH en var ekki í hópnum í gær.
Nacer Chadli kom Tottenham yf-
ir í Flórens á Ítalíu þar sem liðið
gerði 1:1 jafntefli við Fiorentina.
Augsburg og Liverpool gerðu 0:0
jafntefli í Þýskalandi en Alfreð
Finnbogason er ekki löglegur með
Augsburg í þessari umferð.
Birkir Bjarnason lék allan leikinn
með Basel frá Sviss sem tapaði
naumlega, 3:2, fyrir Saint-Étienne í
Frakklandi. Birkir spilaði þar á
vellinum þar sem Ísland og Portú-
gal mætast á EM 14. júní.
Ragnar Sigurðsson spilaði allan
tímann í vörn Krasnodar sem tap-
aði 1:0 fyrir Sparta Prag í Tékk-
landi.
Ævintýri Molde frá Noregi er
sennilega á enda eftir 3:0 tap gegn
Sevilla á Spáni þar sem Fernando
Llorente skoraði tvívegis. Eiður
Smári Guðjohnsen er ekki löglegur
með Molde í þessari umferð.
AFP
Gleði Tim Sparv fyrirliði Midtjylland fagnar framherjanum Paul Onuachu eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester United í Herning.
Frækinn danskur sigur
Varamarkvörðurinn forðaði Manchester United frá stærra tapi en 2:1 gegn
Midtjylland í Herning Van Gaal á förum? Naum töp hjá Birki og Ragnari
Fyrsti úrslitaleikurinn á Íslands-
móti karla í íshokkí fer fram á Ak-
ureyri í kvöld þegar SA Víkingar
taka á móti Esju.
Þetta er í fyrsta skipti sem Esja
leikur til úrslita um titilinn en fé-
lagið er aðeins á sínu öðru ári eftir
að það sendi fyrst lið til keppni vet-
urinn 2014-2015.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 19.45
en spilað er annan hvern dag þar til
annað liðanna hefur sigrað þrisvar
sinnum. Leikur númer tvö er í
Skautahöllinni í Laugardal á
sunnudagskvöldið og sá þriðji á Ak-
ureyri næsta þriðjudagskvöld.
SA á Íslandsmeistaratitil að verja
en félagið vann SR 4:1 í úrslita-
einvíginu í fyrra. Þá þurfti fjóra
sigra til að vinna titilinn en þeim
var fækkað niður í þrjá í ár. Akur-
eyringar hafa unnið þrjú undan-
farin ár og 18 sinnum samtals.
vs@mbl.is
Fyrsti úrslita-
leikur í kvöld
Einn efnilegasti
blakmaður lands-
ins, Lúðvík Már
Matthíasson úr
HK, er þessa dag-
ana til reynslu
hjá efsta liðinu í
Danmörku, Mari-
enlyst, sem hefur
áhuga á að fá
hann í sínar raðir
fyrir næsta
keppnistímabil. HK og Marienlyst
voru saman í riðli í Norður-
Evrópumótinu fyrr í vetur og þjálf-
ari og íþróttastjóri Marienlyst hrif-
ust af Lúðvík, sem er 19 ára gamall.
Með Marienlyst leika bræðurnir og
landsliðsmennirnir Hafsteinn og
Kristján Valdimarssynir og það eru
því líkur á að þrír Íslendingar spili
með liðinu næsta vetur. vs@mbl.is
Lúðvík á leið
í efsta lið
Danmerkur?
Lúðvík Már
Matthíasson
Halldór Ingólfsson handknattleiks-
maður skoraði 26 mörk í tveimur Evr-
ópuleikjum gegn stórliði Barcelona ár-
ið 2001.
Halldór er fæddur 1968, uppalinn í
Gróttu en lék lengi með Haukum og
varð þar bæði Íslands- og bikarmeist-
ari. Haukar mættu Barcelona í 3. um-
ferð EHF-keppninnar 2001-2002.
Barcelona vann 39:29 í Katalóníu þar
sem Halldór gerði 14 mörk og 30:28 í
Hafnarfirði þar sem Halldór gerði 12
mörk. Halldór lék 30 A-landsleiki og
skoraði 44 mörk en hann kom nokkuð
við sögu þegar Ísland lék um verðlaun
á EM í Svíþjóð 2002.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR
DAGSINS
Rauða spjaldið sem Gróttumaðurinn Júlíus Þórir Stef-
ánsson fékk á lokasekúndunum í leik Aftureldingar og
Gróttu að Varmá í Olís-deild karla í handknattleik í gær-
kvöld er honum dýrkeypt.
Brottrekstrinum fylgir skýrsla til aganefndar HSÍ sem
þýðir að hann verður úrskurðaður í eins leiks bann vegna
grófrar íþróttamannslegar framkomu á lokasekúndum
leiksins. Bannið tekur Júlíus Þórir út í undanúrslita-
leiknum á móti Stjörnunni í bikarkeppninni sem fram fer í
Laugardalshöllinni á föstudaginn eftir viku. Vinni Grótta
leikinn má Júlíus spila úrslitaleikinn gegn Val eða Hauk-
um. gummih@mbl.is
Í banni í undanúrslitunum
Júlíus Þórir
Stefánsson
Magni Fannberg var í gær ráðinn til þriggja ára sem þró-
unarstjóri hjá norska knattspyrnufélaginu Brann í Berg-
en og tekur þar til starfa 2. mars. Hann hefur yfirumsjón
með þróun leikmanna Brann frá 13 ára aldri til tvítugs,
kemur að ráðningu þjálfara í þessum aldursflokkum og
stefnumótun félagsins.
Magni, sem er 36 ára gamall, hefur starfað hjá
Brommapojkarna í Svíþjóð frá árinu 2009, lengst af sem
þjálfari unglingaliða en var þjálfari aðalliðs félagsins í
karlaflokki á síðasta ári. Brommapojkarna hefur sjö ár í
röð verið heiðrað sem það félag sem hefur verið með besta
uppbyggingarstarf Svíþjóðar. vs@mbl.is
Magni ráðinn til Brann
Magni
Fannberg