Fréttablaðið - 03.01.2017, Side 2

Fréttablaðið - 03.01.2017, Side 2
Dreggjar áramótanna Flugeldarusl liggur víða líkt og hráviði um kaupstaði og sveitir landsins en mörg hundruð kíló af flugeldum sprungu um áramótin. Árstíð flugeld- anna lýkur formlega á þrettándanum. Óljóst er hvað verður um stórar tertur þegar ný reglugerð tekur gildi 15. janúar. „Ég hef engin svör fengið frá ráðuneytinu hvað skuli gera við stóru flugeldana sem verða afgangs,“ segir Einar Ólafsson hjá Alvöru flugeldum. FRÉTTTABLAÐIÐ/STEFÁN Veður Norðvestan 10-18 úti við austurströnd- ina, en annars mun hægari. Él norð- austan til, en annars bjart með köflum og frost 0 til 10 stig. sjá síðu 18 LIVERPOOL VS SWANSEA 20. janúar í 2 nætur Stutt og hnitmiðuð fótboltaferð á frábæru verði! Allur pakkinn frá kr. 114.900 m/morgunmat Holiday Inn Express Flug, hótel og miði á leikinn m/Beat Loung aðgengi fólk „Það var búið að kvarta mikið yfir því, meðal annars á samfélags- miðlum, að fólk fengi enga hring- ingu svo ég kallaði til son minn, organistann Þórð, til að hjálpa mér. Hann er taktviss maður og við eigum báðir langan feril við að hringja kirkjuklukkum úti um allt land,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hall- grímskirkju, sem hringdi inn nýja árið með handafli sökum þess að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju eru óvirkar vegna viðhalds. Sigurður segir það hafa verið ótækt að hringja ekki inn þetta merkilega ár 2017. „Sérstaklega þar sem það er 500 ára afmæli sið- bótarinnar á Íslandi, svo það mátti ekki minna vera.“ Fyrirsögn þessarar fréttar er til komin vegna þess að í turni Hall- grímskirkju eru þrjár stórar kirkju- klukkur, og klukknaspil með 29 bjöllum. Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími Péturssyni, eiginkonu hans Guðríði Símonar- dóttur og dóttur þeirra sem dó ung. Sigurður og sonur hans töldu við hæfi að hringja árið inn með því að láta heyrast í Hallgrími sjálfum, og notuðu til verksins sleggju eina mikla. Svo vel vill til að undir klukkunum, sem eru miklar að vöxtum, eru viðgerðarpallar frá þeim tíma að kirkjuturninn var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum. Þessa palla notuðust þeir feðgar við til að komast í færi við kirkju- klukkuna. En ævintýrum Sigurðar Árna og sonar hans var hvergi nærri lokið. Eins og margir vita safnast um hver áramót mikill mannfjöldi saman við kirkjuna til að fagna þar nýju ári og sprengja það gamla burt. „Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera Prestur barði Hallgrím Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, og sonur hans Þórð- ur hringdu inn nýtt ár með handafli. Þeir notuðu sleggju á stærstu kirkjuklukk- una í turni Hallgrímskirkju. Skoteldar gerðu veruna í turninum afar sérstaka. Þúsundir og aftur þúsundir komu saman við Hallgrímskirkju til að fagna nýju ári. MyNd/SIguRÐuR ÁRNI ÞóRÐARSoN Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera staddur í miðri loftárás. Sigurður Árni Þórðarson, sóknar- prestur í Hallgríms- kirkju staddur í miðri loftárás. Spreng- ingarnar voru allt í kringum okkur og rétt fyrir utan útsýnisgluggana í turninum. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt – að vera þarna uppi í þessari ljósadýrð allri, en á því augnabliki að nýtt ár gekk í garð hringdum við árið inn með þessu handhæga verkfæri,“ segir Sigurður Árni sem treystir sér ekki til að full- yrða að margir hafi heyrt að árið 2017 var sannarlega hringt inn. „Þetta var skemmtileg lífs- reynsla – blanda af spennufíkn og lífsháska – en þetta var sannarlega þess virði,“ segir Sigurður Árni sem segir jafnframt ljóst að við kirkjuna voru samankomnir tíu til tuttugu þúsund manns þetta kvöld. svavar@frettabladid.is ski p u lagsmál Reiknistofnun Háskóla Íslands má setja upp vara- aflstöð og kælibúnað á lóðinni á Neshaga 16 samkvæmt úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála sem neitar kröfu um að fella úr gildi leyfi sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í 14. apríl 2015. Nágrannar, sem kærðu fram- kvæmdina, töldu að bæði myndi stafa hljóð- og umhverfismengun af búnaðinum og vildu fá upplýst hvort geislun frá mannvirkjunum gæti snert heilsufar íbúa á svæðinu. Í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar segir að varaaflstöðin sé í hljóðein- angraðri skel úr stáli. Telja verði mannvirkin eðlilegan og nauðsynlegan búnað fyrir starf- semina sem fari fram á lóðinni og þau hafi verið færð til eftir athuga- semdir. „Jafnframt bendir ekkert til þess að frá umræddum búnaði muni stafa óæskileg geislun.“ – gar Engin geislun frá Neshaga 16 sTjóRNmál Stjórnarmyndunarvið- ræðum Sjálfstæðisflokksins, Bjartar framtíðar og Viðreisnar verður fram haldið í dag en formlegar viðræður hófust á ný í gær. Vonast er til að ný stjórn liggi fyrir kringum helgi. Þetta er þriðja atrenna flokkanna þriggja að myndun ríkisstjórnar. „Þetta er í þriðja skipti sem við reynum en á meðan hefur engin önnur stjórn verið mynduð,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. „Menn hugsa núna meira um þá ábyrgð að mynda starfhæfa stjórn í landinu.“ Fyrri viðræðurnar strönduðu á landbúnaðar- og sjávarútvegsmál- um og málefnum varðandi Evrópu- sambandið. Nokkur sátt ríkir um þau mál nú. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til að mynda stjórn á næstsíðasta degi ársins 2016. Að hans sögn hefur margt verið útrætt en enn liggi fyrir talsverð vinna við að fullmóta orða- lag og koma á blað. „Fundurinn fór í það að skipu- leggja framhaldið og finna út hvar við erum stödd. Hvað þarf að taka til frekari umræðu og hvað hefur verið útundan. Þetta var nokkurs konar skipulagsfundur,“ sagði Bjarni við fréttastofu í gær. „Við erum komin með beinagrind en það er talsverð vinna eftir.“ – jóe Funda á ný í dag Fulltrúar flokkanna þriggja á fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EyÞóR Menn hugsa núna meira um þá ábyrgð að mynda starf- hæfa stjórn í landinu Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar   3 . j a N ú a R 2 0 1 7 Þ R i ð j u D a g u R2 f R é T T i R ∙ f R é T T a B l a ð i ð 0 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 7 -1 7 D C 1 B D 7 -1 6 A 0 1 B D 7 -1 5 6 4 1 B D 7 -1 4 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.