Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 6
■ Hótel Keflavík: Nýr ráðstefnusalur í Reykjanesbæ? Steinþór Jónsson, eigandi Hótel Keflavíkur, hefur sótt um leyfi til Skipulags- og byggingarnefndar Reykja- nesbæjar um að byggja ráð- stefnusal ofan á húsnæði lík- amsræktarstöðvarinnar Lífs- stíls. Nefndin hefur enn ekki tekið ákvörðun um málið þar sem gera þarf grein fyrir bílastæðamálum áður en lengra er haldið. Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar 421 1420 og 421 4288 Fax 421 5393 • Netfang: fasteign-asberg@simnet.is Heiðarvegur 19A,Keflavík. 137m2 einbýli á 2 hæðum með 33m2 bílskúr. Eign sem er mikið búið að endumýja, hægt að skipta í tvær íbúðir. 11.300.000,- Háseyla 13, Njarðvík. 155m2 einbýli með 4 svefnh. og 52m2 bílskúr. Eign í góðu ástandi. 11.900.000.- Vallargata 14, Sandgerði. 4herb. íbúð á n.h. í tvíbýlis- húsi með 50m2 bílskúr. 6.000.000,- Heiðarbraut 2, Keflavík. 165m2 einbýli með 35m2 bíl- skúr. 4 svefnh. Góð eign. Sk. á minni eign koma til greina. 14.800.000.- Garðbraut 64, Garði. Stórt og gott 145m2 einbýli með 5 svefnh. Skipti á minni eign í Keflavík kemur til Brckkustígur 29b, Njarðvík. 71m2 3ja herb.íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Góð eign á vinsæl- um stað. 6.000.000.- Ásabraut 15, Keflavík 3ja herbergja endaíbúð á efri hæð. Eign sem er mikið endumýjuð. Laus í maí. 5.500.000,- Greniteigur 24, Keflavík 135 fm raðhús með 3 svefnh. og 36 fm bílskúr. Sólpallur með heitum potti. 11.500.000,- Fífumói lb og c Njarðvík. 2 einstaklingsíbúðir á 2. og 3. hæð í góðu ástandi. Ýmsir greiðslu möguleikar. 3.500.000.- Birkiteigur 37, Keflavík. 141 fm raðhús með 38 fm bílskúr. 4 svefnh. Eign í góðu ástandi. Hagstæð lán áhvílandi. 11.900.000.- Sigríður Jóhannesdóttir og Bergþóra Sigurjónsdóttir á hótelbarnum. VF-mynd: Hilmar Bragi Endurbætur ng nýr opnunartími á Flug-Hoteli Miklar breytingar standa nú yfir á Icelandair-Flug Hóteli í Keflavík. Verið er að taka hótelið í gegn, Bergþóra Sig- urjónsdóttir hefur tekið við sem hótelstjóri og Sigríður Jóhannesdóttir hefur verið ráðin matreiðslumaður Flug- Hótels auk þess sem opnun- artíma kaflihússins og Hótel- barsins hefur verið breytt. Sigríður hefur starfað á Glóðinni undanfarin ár og Bergþóra verið gestamót- tökustjóri á Flug-Hóteli und- anfarin sjö ár. Það má því segja að þarna séu reynslu- og dugmiklar konur á ferð Atvinna Hársnyrtistofan Edilon óskar eftir hársnyrtisveini eða meistara til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefur Sigrún í síma 421 4087 eða 421 2195. STUÐLABERG FASTEIGNASALA GUÐLAUGUR H. GUÐLAUGSSON SÖLUST|ÓRI HALLDÓR MAGNÚSSON SÖLUMAÐUR ÁSBJÖRN JÓNSSON hdl. LÖGGILTUR FASTEIGNA- OG SKIPASALI Til sölu Holtsgata 37, Njarðvík. 169m2 einbýli ásamt 36m2bílskúr. Mikið endumýjað, vel ræktaður garður, 4 stór herb. arinn ofl. 13.500.000,- sem eru með ýmsar nýjungar á prjónunum. Stefnir í metár Bergþóra segir að mikil aukn- ing á bókunum hafi verið frá miðjum febrúar og miðað við bókanir fyrir sumarið, þá stefni árið 2000 í metár. „Við erum að taka 2. hæð hússins alveg í gegn, leggja parket og fleira. Verið er að breyta hótelher- bergjunum í standard-, super- ior- og deluxe-herbergi. Þetta verður stórglæsilegt þegar framkvæmdum er lokið“, segir Bergþóra. Salatbar í hádeginu Sigríður Ieggur sérstaka áherslu á nýja opnunartíma kaffihússins og barsins. „Fólk virðist halda að þessir staðir séu aðeins opnir fyrir hótel- gesti, en það er alger misskiln- ingur. Kaffihúsið er opið frá kl.10 til 18 alla daga og þar bjóðum við uppá girnilegan salatbar á virkum dögum niilli kl. 12-14. Með salatbamum er heimalöguð súpa, heimabakað brauð og heitur réttur á aðeins 690 krónur. Einnig verðum við með fylltar pönnukökur, en þær er bæði hægt að fá með sætum og ósætum fyllingum, svo ekki sé minnst á gott úrval af tertum með kaffinu“, segir Sigríður. Hugguleg stemmning á barnum Hótelbarinn er opinn frá kl.18 til 23:30 alla daga. Þar er hægt að fá spennandi drykki og gott úrval af kaffidrykkjum og léttar veitingar, eins og ostaflögur með salsasósu og guacamole. „Þetta er tilvalinn staður fyrir fólk sem vill forðast allan skarkala og eiga notalega kvöldstund saman", segir Sig- ríður og bætir við að ýmis kon- ar tilboð verði á barnum á næstunni. 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.