Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 27.07.2000, Síða 8

Víkurfréttir - 27.07.2000, Síða 8
Arnar Freyr (11) og Sindri Freyr Arnarssynir (8) og Andri Már Þorsteinsson (9) ætla að gera kofa á tveimur liæðurn. „Við ætlum að gera stiga upp á aðra hæð“, segja drengimir og sýna blaðamanni fagmannlega teikningu sem þeir gerðu sjálfir af kof- anum sínum. „Við ætlum líka ð reyna að hafa grindverk umhverf- is þakið. Þá getum við notað þakið sem sólpall." Kofasmiðir eru þcssa dagana önnum kafnir við að reisa sér bústaði við lögreglustöðina í Keflavík. Silja Dögg Gunn- arsdóttir hcimsótti kofabyggðina þegar byggingar var að hefjast og myndaði húsbyggjendur með hamra á lofti, en þeir voru í óða önn við að naglhreinsa byggingarefnið og ljúka \ið teikningar af inannvirkjunum. Að þessu sinni eru 43 krakkar í hópnum á aldrinum 7 til 12 ára. Ragnhildur L. Guðmundsdótt- ir og Anna Gústafsdóttir eru umsjónarmenn kofabyggðarinnar en þetta er fyrsta starfssumarið þeirra. „Mér líst bara vel á starfið. Eg byrjaði revndar á að eyða mikl- um tíma niður á heilsugæslustöð því ein stúlkan datt og meiddi sig. Það þurfti að sauma tíu spor en hún er komin aftur til star- fa“, segir Ragnhildur og bendir á litla blómarós sem hefur ekki einu sinni tíma til að líta upp frá spýtunum. Anna og Ragnhild- ur eru sammála um að staðsctningin sé alveg kjörin, því svæðið er vaktað allan sólarhringinn en í fyrra voru allir kofarnir eyði- lagðir fyrir krökkunum. Ljósmyndari VF leit við aftur í vikunni og gekk þá allt vel að öðru leyti en því að krakkarnir hafa ekki haft nóg timbur og nú vantaði það nauðsynlega. Vildu umsjó- narkonur koma því á framfæri við bæjarbúa að cf þeir hefðu til aflögu spýtur þá væri vel þegið að fá þær í kofabyggðina því krakkarnir eru dugleg í smíðinni. Frcydís Leifsdóttir (8) og Jóhanna Lilja Guðjónsdóttir (8) ætla að gera kofa eins og Halla Karen, systir Jóhönnu, gerði einu sinni, nema að þær ætla að hafa grindverk í kringum húsið. „Þegar Halla Karen var í kofabyggðinni, þá mátti ekki hafa grindverk“, upplýsir Jóhanna. „Okkar á að vera 2ja hæða og með tröppum upp á aðra hæð“, segja stelpumar. Þær hafa aldrei smíðað kofa áður, en byggingin á eflaust eftir að ganga vel, því þessar stelpur vita nákvæmlega hvað þær vilja. „Okkar kofi verður örugglega flottastur. Við fáum meira að segja fría málningu ef við verðum búnir nógu snemma með kofann", segja Agúst og Arni Sæmundssvnir, Isak Þór og Guðlaugur Grétar Þosteinsson, allt smiðir með meiru. Víðir Erlingsson (10), Fann- ar Már Guðnason (10) og systir hans Telma Björk (7), voru búin að koma sér nota- lega fyrir við húsvegginn og taka upp nestið sitt, þegar blaðamaður VF kom í heim- sókn. „Við erum bara í smá pásu, svo vantar okkur líka nagla og sög“, segir Víðir og Fannar bætir við að þau séu líka búin að gera allt sem þau áttu að gera í dag. „Við áttum bara að naglhreinsa og raða timbrinu", segir Víðir og bendir á myndarlegan timbur- stafla skammt frá. „Við ætlum að smíða kofa sem á að líta út eins og sumarbústaðurinn hans afa, svona kubbur með smá skökku þaki“, segir Telma. 8

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.