Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 27.07.2000, Síða 11

Víkurfréttir - 27.07.2000, Síða 11
Ofbeldi öiiineytlra leigubílstjópa I grein sem Magnús Jóhannsson framkvæmdastjóri Ökuleiða í Kefla- vík ritar í Víkurfréttir í síðustu viku og kallar: „Frumhlaup SBK“, er talsvert af villuni og rangfærslum sem ég tel mér skylt að leiðrétta. I þessu verkfalli Sleipnis hefur SBK gætt þess að standa utan við þær deilur og við höfum gætt þess vandlega að fara ekki inn á verksvið Sleipnismanna á neinn hátt. Við höfum ekki gengið í þeirra störf, heldur sinnt okkar vinnu eins og áður, enda hafa verkfallsverðir látið okk- ar bíla afskiptalausa, utan eitt atvik í byrj- un verkfalls sem skrifast sem mistök Sleipnismanna. Þrátt fyrir að við höfum ekki verið í verk- falli og haft nóg að gera, höfum við talið að verkfallið sé mjög skaðlegt fyrir ímynd Islands sem ferðaþjónustulands og höfum viljað eins og flestir aðrir (hugsan- lega ekki leigubílstjórar) að verkfallið leystist sem fyrst. Flest rútufyrirtæki landsins voru komin í gang aftur vegna þess að búið var að fá lögbann á meintar ólöglegar verkfallsaðgerðir Sleipnis- manna, gegn ákveðnum fyrirtækjum. Eftir þvf sem á leið hafði þetta verkfall því orðið sára lítil áhrif, nema þá helst við flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem leigu- bílstjórar úr Reykjanesbæ mökuðu krók- inn duglega. Eftir að hafa ítrekað fengið það staðfest að leigubílar neituðu að aka fólki tii Keflavíkur í veg fyrir áætlunarbíl til Reykjavíkur, tókum við á það ráð að fara með strætisvagn í flugstöðina og aka fólki sjálfir í veg fyrir rútuna og þá byrj- uðu lætin sem ollu því að blaðamaður hringdi í undirritaðann. Fram kemur í grein Magnúsar, sem hann hefur úr DV að ég hafi sagt að 1.000 kr væru helmingi og hátt gjald til Keflavík- ur. Hið rétta er að ég sagði blaðamanni að við hefðum dæmi um 2.000 kr, sem ég sagði að væri u.þ.b. helmingi of hátt, sem það er. Magnús segir að ég fullyrði að leigubíl- stjórar taki tugi þúsunda fyrir farið til Reykjavíkur. Ekki veit ég hvaðan Magn- ús hefur þessar upplýsingar, en ruglar því trúlega saman við fréttaflutning þar sem svona tölur hafa komið fram. Magnús fullyrðir ennfremur að ég haft beðist af- sökunar á þessum ummælum, sem er frá- leitt, þar sem ég hef aldrei sagt þetta og þ.a.l. ekki beðist afsökunar á neinu. Magnús segir að við höfum ekki rétt á því að taka fólk upp við flugstöðina og höfum verið reknir í burtu. Hið rétta er að við ákváðum að draga okkur til hlés á meðan væri verið að undirbúa lögbanns- úrskurð á ólöglegar aðgerðir Sleipnis- manna. Svo heppilega vildi til að á með- an var verkfallinu frestað til 12. ágúst, og reynir því ekki á það íýrr en í Ijós kemur hvort verkfallið heldur áfram á þeim degi. Staðreyndin er sú að SBK hefur fullan rétt á að taka upp farþega við flugstöðina en vildi ekki nýta sér þann rétt, einfald- lega til þess að virða þetta verkfall Sleipnis, þar sem þeir höfðu að mestu leyti séð um þennan akstur fram að þessu. Með framkomu sinni komu leigubílstjór- ar þessari atburðarás af stað, sem mögu- lega hefúr átt sinn þátt í því að verkfalli var frestað til 12. ágúst. Magnús segir í grein sinni að ég tönglist á Ökuleiðum. Hið rétta er að blaðamaður ...Atvikió sem blaðamaöur var aó vitna til og ég gerói lítiö úr, var aó greinarhöfundur Magnús Jó- hannsson framkvæmdastjóri Öku- leiöa kýldi einn af okkar starfs- mönnum í kviðinn... spurði mig hvort átök hefðu átt sér stað á milli okkar manna og leigubílstjóra frá Ökuleiðum. Eg svaraði því þannig til að það væri ekkert sem orð væri á gerandi. Að öðru leyti nefndi ég aldrei Ökuleiðir, heldur talaði um leigubílstjóra almennt. Atvikið sem blaðamaður var að vitna til og ég gerði lítið úr, var að greinarhöfund- ur Magnús Jóhannsson framkvæmda- stjóri Ökuleiða kýldi einn af okkar starfs- mönnum í kviðinn. Það kom sér mjög vel að viðkomandi starfsmaður SBK sem varð fyrir árásinni er hraustmenni mikið og drengur góður og vildi ekki gera neitt úr atvikinu. Hann taldi að Magnús hefði sleppt sér augnablik í hita leiksins. Að þessu atviki varð lögreglumaður vitni og varaði hann Magnús harðlega við frekara ofbeldi. Það er spuming hvort ekki sé orðið tímabært að koma reglum yfir vökutíma leigubílstjóra, þannig að þeir geti ekki vakað sólarhringum saman til þess að „forða fólki ffá neyðar- ástandi“ eins og Magnús orðar það svo skemmtilega í grein sinni. Erlendis gilda ákveðnar reglur um hvfldartíma leigubfl- stjóra og mér er ekki kunnugt um að slík- ar reglur gildi hér á landi.Hugsanlega myndu slík lög forða örþreyttum leigubfl- stjómm ffá því að grípa til ofbeldis gagn- vart kollegum sínum úr bflstjórastétt. Dylgjur Magnúsar um afskipti annarra fyrirtækja af stjórnun SBK eru ekki svaraverðar. Eg vona að þessar útskýringar varpi réttu ljósi á þessa atburði og óska Magnúsi og öðmm leigubflstjómm bæði ffá Ökuleið- um og Aðalstöðinni alls hins besta í ffam- tíðinni. Einar Steinþórsson Framkvœmdastjóri S.B.K. hf. Gæáastjórnun/Ráá^jöf Varnarliáiá á Keflavíkurflugfvelli óskar eftir aá rááa í tvær stöáur (Management Analyst) STJÓRNSÝSLUSKRIFSTOFU VARNARLIÐSINS (Management Engineering Office) I öðru staríinu er lögð sérstöþ ákersla á gasðastjórnun, auk annarra verkefna, en í hinu á eftirlit með stöúugildum. Starfssvið • Skipulagsmál • Gæðastjórnun • Eftirlit meá stöðugildum • Innra eftirlit og endurskoáun Hæfniskröfur • Viáskiptafræáimenntun meá álierslu á gæáastjórnun eáa önnur samLærileg menntun/reynsla • Reynsla af ráágjafarstörfum æskileg • Frumkvæái, sjálfstæái og fagleg vinnubrögá • Mjög góá enskukunnátta • Góð töl vukunnátta • Góáir samskiptakæfileikar • Snyrtimennsfea og góð framkoma Umsóknarfrestur er til 4. ágúst 2000. Núverandi starfsmenn Vamarliásins slrili umsóknum til Starfsmannallalds Vamarliásins. Aárir umsækjendur skili umsóknum til Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráduneytisins, rááningardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjaneskæ. Nánari upplýsingar í síma 421 1973. Bréfsími 421 5711. Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli erellefta stærsta byggðarlag landsins. Auk varnarviðbúnaðarins eru þar reknar allar almennar þjónustustofnanir, svosem verslanir, skótar, kirkjur, fjölmiðlar, tómstundastofnanir, veitingahús og skemmtistaðir. Tæplega 900 íslendingar starfa hjá Varnarliðinu auk bandarískra borgara og hermanna. Jafn réttur kynjanna til starfa er mikils virtur. Ókynbundnar starfslýsingar eru fyrir hvert starf og eru þær grundvöllur kerfisbundins starfsmats. Störfþau sem íslendingar vinna hjá Varnariiðinu eru mjög fjölbreytileg. Þar finnast hliðstæður flestra starfa á íslenskum vinnumarkaði auk margra sérhæfðra starfa. íslenskt starfsfólk hefur aðgang að mjög góðu mötuneyti auk skyndibitastaða. Vinnuveitandi tekur þátt í kostnaði vegna ferða til og frá vinnu. Þjálfun starfsfólks, hérlendis og erlendis, er fastur liður í starfseminni en breytileg eftir störfum. Varnarliðið er reyktaus vinnustaður. Starfsmönnum býðst góð aðstaða til líkamsræktar. Daglega á Netinu • www.vf.is 11

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.