Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 27.07.2000, Page 15

Víkurfréttir - 27.07.2000, Page 15
Þriðji sigurinn á KR Keflvíkingar unnu góðan og mikilvægan sigur á KR-ingum, 1-0, í 11. umferð Landssíma- deildarinnar, en leikurinn fór fram á Keflavíkurvelli sl. sunnudag. Þetta er þriðji sigur Keflvíkinga á KR í sumar. Leikurinn einkenndist af gríðarlegri baráttu beggja liða, þar sem heimamenn sýndu skemmtilegt spil og mjög góðan leik. Mörkin létu þó standa á sér, enda lögðu bæði lið mikla áherslu á vamarleik. Það var ekki fyrr en á 77. mínútu sem markið í leiknum leit dagsins ljós. Hjörtur Fjeldsted, besti maður heimamanna í leiknum, renndi boltanum inn fyrir vörn KR-inga og Zoran Ljubicic skaut góðu skoti í fjærhornið, framhjá Kristjáni Finnbogasyni, markverði KR. Heimamenn áttu sigurinn svo sannarlega skilinn, enda áttu þeir mun fleiri og hættulegri færi en andstæðingamir og börðust eins og berserkir. Keflvíkingar sitja nú í 7. sæti Landssímadeildarinnar með 15 stig, eins og Fram og ÍA sem bæði eru með hagstæðara markahlutfall. Næsti leikur Keflvíkinga í Landssíma- deildinni verður gegn Grindavík nk. sunnudag, 30. júlí, en leikið verður í Grindavík. „Þetta er stórleikur og gríðarlega mikil- vægur fyrir bæði liðin. Okkur hefur ekki gengið vel í undan- fömum leikjum gegn Grindavík. Því ætlum við að breyta", sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari KeflavQcur. Fyrsta tapið fynir Fram Grindvíkingar töpuðu fyrir Fram í Laugardalnum 3-1 í elleftu umferð Landssímadeildar karla í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þetta var í fyrsta sinn sem Grind- víkingar tapa fyrir Frömurum í efstu deild. Fimm sinnum hafa Grindvíkingar unnið og fjórum sinnum hefur viðureignum félaganna lokið með jafntefli. Grindvíkingar voru nokkuð sprækir í leiknum og virtust bæði lið eiga jafn góða möguleika á sigri. Það var hins vegar á 44. mínútu fyrri hálfleiks sem Framarar skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum og þannig stóð í hálfleik.Bæði lið áttu mjög ákjósanleg færi í síðari hálfleik, en að þessu sinni voru það Framarar sem nýttu sín færi. A 63. mínúm bættu heimamenn við öðru marki sínu, þegar Ronny Petersen skallaði í markið eftir homspymu. Aðeins þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma náðu Grindvíkingar að rétta aðeins hlut sinn þegar Sverrir Þór Sverrisson gaf boltann inn í teig þar sem Sinisha Kekic skoraði með skoti af stuttu færi. Sóknarleikur Grindvíkinga þyngdist mikið síðustu mínútur leiksins og virtust þeir jafnvel geta jafnað leikinn, en þess í stað vom það Framarar sem bættu við sínu þriðja marki á 89. mínútu og gerðu þar með út um vonir Grindvíkinga í leiknum. Atvinna í boði Vegna aukinna verkefna við smíði á Gáskabátum, þurfum við að baeta við handlægnum mönnum. Upplýsingar í síma 421-5100 og 899-9296 á kvöldin Mótun Fitjabraut 16, Njarðvík ^7^-húsið fl morgun, föstudag 2 8. júlf kl. 13 opnar flrt-húsið aftur eftir miklar breytingar. Bjoðum nýja og eldri viðskiptavini hjartanlega velkomna. Guðný Ósk, naglofræðingur, Johanna Björk, fótgerðarfræðingur, Helga Margrét, Steinunn Yr og Hafdís, hórsnyrtar. ^7^-lmsið Hafnorgötu 45, Keflavík sími 421 7117 S í fullum gangi Opið laugard. 11-13 PERSÓNA Túngötu 18 • Sími 421 5099 Golfklúbbur Suðurnesja auglýsir: Opna firmakeppni föstudaginn 28. júlí á Hólmsvelli í Leiru Leikfyrirkomulag: Tveir í sveit - betri bolti með fullri forgjöf eins og hún er í opnum mótum. Verðlaun eru glæsileg og eru þau frá golfversluninni Nevada Bob. Tíu bestu sveitimar fá verðlaun. Þátttökugjald fyrir hvert firma er kr. 15.000,- Innifalið í gjaldinu eru veitingar fyrir og eftir leik - einnig samlokur og kaffi í kaffihúsinu á 10. teig. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir fyrirtæki, starfsmannafélög, vinnuhópa og fleiri til að eiga skemmtilegan dag í Leirunni. Skráning og val á rástímum er í síma 421 4100 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.