Víkurfréttir - 18.01.2001, Síða 4
Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Reykjanesbraut við
Stekk á Fitjum si. föstudag. Eignatjón varð talsvert en allir
sluppu án teljandi meiðsla. VF-mynd: Hilmar Bragi
LUKAS
myndlistarvörur
INNRÖMMUN
SUÐURNESJA
löavöllum 9, sími 421 3598
REYKJANESBÆR
TJARNARGÖTU 12
230 KEFLAVÍK
Atvinna
\ Laus staða
við leikskóla
4
Hjallatún v/Vallarbraut.
Um erað ræða 100% stöðu.
Upplýsingargefurleikskólastjóri
ísíma421 7404
Starfsmanmstjóri.
tiýbakað brauá og $$fabraoá
allaw da3mnf heíff 03 goff /
lC f>iZZd
w/s ále33s-fego«4owj
PIZZA,i;OPEZ
ARSOL
I Heiðartúni 2c • Garði
Sími 422 7935
Nýr leikskóli í Grindavík:
Krókur vígður
með viðhöfn
Nýr og glæsilegur leik-
skóli Grindvíkinga,
Krókur, var vígður
við mikla viðhöfn sl. sunnu-
dag að viðstöddu fjölmenni.
Byggingin er mjög falleg og
leiksvæðið í kringum skólann
er til fyrirmyndar.
Boðið var upp á dýrindis veit-
ingar innan fjögurra veggja
skólans og Guðmundur Emils-
son menningarfulltrúi, sá unt
tónlistarflutning ásamt félögum
sínum. Einar Njálsson, bæjar-
stjóri og verðandi leikskóla-
stýra, Hulda Jóhannesdóttir
fluttu stuttar ræður. Albína
Unndórsdóttir, leikskólastýra
leikskólans við Dalbraut, var
við vígsluna og afhenti Huldu
gjöf með ósk um farsælt starf.
Fyrirtækið Nýsir er eigandi
hússins og Istak er byggingar-
aðila þess. Starfsmaður ístaks
afhenti Nýsismönnum mynd af
fyrstu skóflustungunni, við
þetta tækifæri og skóflu til
minja um gott samstarf.
Þorrablót átthagalélaganna
Laugardaginn 20. janúar nk. ætla Árnesinga- og Vestfirðingafálagið að efna til sameig-
inlegs þorrablóts. Margt mun verða gert til skemmtunar og leynigestur mætir á svæðið.
Ein frábærasta hljómsveit á svæðinu, Bara tveir, mun leika fyrir dansi fram eftir nóttu.
Þar sem þátttakan hefur verið rúmlega hundrað manns undanfarin ár, verður þetta án
efa skemmtilegasta þorrablót sem haldið hefur verið.
Miðaverð verður 3000 fyrir matargesti en það fer eftir fjölda þátttakenda. Miðaverð
verður 1500 kr. sem eingöngu mæta á ballið og þaö hefst kl. 23.00. Við vonumst til þess
að sjá sem flesta og að vel takist til með sameiginlegt blót.
Þátttaka tilkynnist til: Örn 421 5748, Ragnhildur 421 3074 / 8653894,
Elín 421 1630/861 2064 og Jónína 422 7268
Stjórnir félaganna
4