Víkurfréttir - 18.01.2001, Page 8
REYKJANESBÆR
TJARNARGÖTU 12
230 KEFLAVlK
Umsókn um
leikskóla
Umsóknarréttur f
og innritunarreglur./y
11. Forráðamenn bama með lögheimili í
Reykjanesbæ geta sóttum hvenærsem
er eftirfæðingu bams.
12. í umsókn komi ma.fram dagsetning og
óskirum tíma, tímalengd og livaða leik-
skóla ersótt um ogþeim raðað íforgangsröð.
13. Jg>rráðamaðurfær afrit afumsókn.
14. Böm einstæðraforeldra, böm sem búa við
I fötlun og/cða veikindi og böm sem búa við
félagslega etfiðleika njótaforgangs, einnig
bömþarscm báðirforeldrarem ífidlu
dagnámi. Leikskólarýmum erúthlutað eftir
aldursröð umsókna, nema hvað varðarböm
í elsta árgangi. Gagnkvæmur uppsagnar-
fresturí leikskólum Reykjanesbæjar
er einn mánuður. Leikskólafulltrúi
Auglýsingasíminn er 421 4717
Alfa námskeið í Keflavík
Miðvikudaginn 24.
janúar kl. 20.00
verður kynning-
arfundur í Kirkjulundi
(nýja safnaðarheimili Kefla-
víkurkirkju) um ALFA. Það
eru námskeið sem haldin
hafa verið hér á Suðurnesj-
um undanfarin ár í Kefla-
víkurkirkju.
Svör við tilgangi lífsins
ALFA er sérstaklega sniðið
fyrir þá sem eru leitandi og
vilja fá einhver svör við til-
gangi lífsins. Það hentar vel
þeim sem vilja kynna sér
kristindóminn og Biblíuna, og
hið yfimáttúrulega. ALFA er
fyrsti stafurinn í gríska staf-
rófinu og námskeiðið er um
fyrstu skrefin í trúargöngu
okkar. Reynt verður að hafa
námskeiðið í eins notalegu og
afslöppuðu umhverfi og
mögulegt er. Kennslan verður
sett fram á einfaldan og skilj-
anlegan hátt. Þar verður leitast
við að svara spumingum um
lífið, tilgang þess, trúna og
þeim spumingum sem liggja á
hjarta hvers og eins. Nám-
skeiðið stendur í tíu vikur, eitt
kvöld í viku. Það byggist upp
á sameiginlegri máltíð, stuttri
samverustund, fyrirlestri og
umræðum.
Vinsæl námskeið fyrir alla
ALFA námskeiðin hafa nú
farið sigurför um heiminn á
undanfömum ámm og þá sér-
staklega á Stóra Bretlandi og
á nteginlandi Evrópu. Um
19.000 ALFA námskeið eru
nú haldin í yfir hundrað lönd-
um. A síðasta ári sóttu um
2.000.000 manns ALFA nám-
skeið víðsvegar unt heiminn
en það er mikil aukning frá ár-
inu áður. Eitt af því sem ein-
kennt hefur ALFA námskeiðin
er hve einföld þau eru. Þar
geta allir verið virkir þátttak-
endur hvort sent þeir em með
mikla eða enga þekkingu á
trúmálum.
Láttu sjá þig
ALFA námskeiðin hafa fengið
mikla umfjöllun í erlendum
fjölmiðlum og má í því sam-
bandi nefna að nýverið var
umfjöllun urn jvessi námskeið
í Time, Newsweek the
Economist og London Times.
Þessi námskeið byrjuðu hér á
Suðurnesjum fyrir fjórum
árum og var það þá fyrsta
nántskeiðið sem haldið var
innan þjóðkirkjunnar hér á
landi. Nú hafa fleiri fetað í
fótspor okkar Suðurnesja-
manna og halda þessi nám-
skeið í Reykjavík og víðsveg-
ar unt land en það eru bæði
þjóðkirkjusöfnuðir, fríkirkju-
söfnuðir og félagasamtök.
Það væri ánægjulegt ef þú
sæir jtér fært um að vera með
okkur á kynningarkvöldinu
þann 24. janúar í Kirkjulundi
kl. 20.00. Taktu maka þinn og
eða vin með þér. Allir eru vel-
komnir.
Nánari upplýsingar unt nám-
skeiðin má finna á heimasíðu
Alfa á Islandi
www.alfa.is
Ef þú vilt skrá þig á nám-
skeiðið hringdu þá í síma:
421-3985 (Ragnar og Mál-
fríður) eða 421 - 4345 (Sigfús
og Laufey) og í síma 421-
4300 í Kiricjulundi.
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup
8