Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 18.04.2002, Síða 13

Víkurfréttir - 18.04.2002, Síða 13
stuttarfréttir Blettaskoðun á húð um næstu helgi Krabbamcinsfélag Suður- nesja og Helga Hrönn Þórhallsdóttir húðsjúk- dómalæknir bjóða þeim sem hafa áhyggjur af blettum á húð að koma í blettaskoðun á lækningastofuna að Hring- braut 99 í Keflavík, sunnudag- inn 21. april. Metið verður hvort ástæða er til frekari aðgerða. Skoðunin er á endurgjalds. Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að panta tíma i síma 421 7575. Þessi þjónusta hefúr verið veitt í mörg undan- farin ár á Suðurnesjum en Krabbameinsfélag Islands og Fé- lag Húðlækna hafa staðið fyrir henni í Reykjavik. Góð reynsla er af þessu starfi og mörg dæmi um að mjög varhugaverðar breytingar hafi fundist. Tíðni húðkrabbameins hefiir aukist hér á landi síðari ár eins og kunnugt er. Mikilvægt er því að fólk láti skoða bletti hjá lækni er fram koma breytingar svo sem að þeir stækki, breytist að lögun og lit og sár myndist sem gróa illa. A heilsugæslustöðvum og í apótek- um liggja frammi fræðslurit um sólböð, sólvamir og húðkrabba- mein. Aðalfundur krabbameins- félagsins í kvöld Fimmtudaginn 18 apríl nk. er aðalfundur Krabba- mcinsfélags Suðurnesja á Flughóteli og mun Eiríkur Jónsson yfirlæknir þvag- færaskurðdeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss flvtja erindi um blöðruhálskirtil- skrabbamein og svara fyrir- spurnum Blöðruhálskirtillinn er lítill kirtill á stærð við valhnetu. Hann er einungis í karlmönnum og liggur neðan við þvagblöðruna og lig- gur þvagrásin i gegnum kirtillinn og fram í liminn. Kirtillinn myn- dar sæðisvökva sem blandast sáðfrumunum frá eistunum við sáðlát. Með aldrinum stækkar kirtillinn og einkenna vegna stækkunar fer að gæta milli fimmtugs og sextugs og er talið að um 50% karlmanna á þessum aldri hafi góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli. Tíðnin vex svo með hækkuðum aldri. Helsta einkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli er truflun á þvaglátum. Þessum einkennum má gróflega skipta í tvennt, annarsvegar vegna teppu sem stækkuninn veldur og hinsvegar vegna ertingar sem verður á blöðruna. Mikilvægt er að hafa í huga að eftirfarandi einkenni geta einnig átt við um aðra sjúkdóma, þ.á.m. illkynja breytingar í blöðruhálskirtli og þvi alltaf mikilvægt að leita læk- nis ef þeirra verður vart. Krabbameinsfélag Suðumesja. Raftækjadagar Electrolux, 1500 W Verð áður 15.490 kr. Verð nú 9.295 kr. BRAUÐRIST Moulinex Verð áður 4.395 kr. Verð nú 2.595 kr. ÞVOTTAVEL Electrolux 1600 snúninga. Verð áður 110.530 kr. Verð nú 79.990 kr. 20-40% afsláttur eldavélar þvottavélar þurrkarar frystikistur o.fl. Electrolux 141 cm á hæð, 3 ára ábyrgð. Verð áður 54.994 kr. Verð nú 43.990 kr. Á Raftækjadögum bjóðum við fjölbreytt úrval raftækja, stórra og smárra, með frábærum afslætti - og fyrsta flokks þjónustu. Komdu þér í gott samband - það margborgar sig á Raftækjadögum Húsasmiðjunnar. Amica Verð áður 59.723 kr. Verð nú 43.990 kr. HUSASMIÐJAN Sími 421 6500 • www.husa.is Daglegar fréttir á ■icLLii d m • WWW.VI.1S STÆRSTI fréttavefur Suðurnesja Daglegar fréttir frá SuöurnEsjum á www.vf.is 13

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.