Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 10.05.2002, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 10.05.2002, Blaðsíða 13
Föstudagurinn 10. maí 2002 MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR ÁSUÐURNESJUM Þrír háskólar með fjarnám hjá MSS í haust Fjarnám á háskólastigi veröur hjá MSS á haust- misseri 2002 í samvinnu við Háskólann á Akurevri, Há- skólann í Reykjavík og Háskóla íslands. Um sextíu ncmcndur stunda nú Ijarnám hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, MSS. Fjarnám er valkostur fyr- ir nemendur sem hvorki hafa aðstæður til heföbundinnar skólagöngu né möguleika á að stunda háskólanám meö vinnu. Næsta haust gefst kostur á að stunda fjarnám í auðlindadcild og kennaradcild í samvinnu við Háskólann á Akureyri hjá MSS. Umsóknarfrestur rennur út 20. maí. Boðið verður upp á fjamám í fiskeldi, líftækni, sjávarútvegs- fræði, umhverfísfræði, leikskóla- fræði og nútímaftæði ef næg þátt- taka fæst. Einnig býðurTölvunar- fræðideild Háskólans í Reykjavík námsefni fyrstu þriggja anna (45 einingar) í fjamámi. Umsóknar- frestur rennur út 5. júní. Um er að ræða námsefni af kjörsviði not- endahugbúnaðar. Nemendur inn- ritast í kerfisfræði en til að Ijúka kerfísfiæðiprófi þurfa nemendur að koma í hefðbundið staðamám á 4. önn. Nemendur geta ákveðið síðar að Ijúka BS gráðu (90 ein- ingar) í hefðbundnu námi. Fjar- nám HR er tekið á hálfúm hraða; tvö námskeið á haustönn og tvö námskeið á vorönn ásamt verk- legu námskeiði á vorönn sem krefst þess að nemendur vinni verkefni í skólanum í þijár vikur. Námsefni og námskröfur í fjar- námi er nákvæmlega það sama og í staðarnámi. Kennslumiðstöð Háskóla íslands býður einnig námskeið í fjarnámi ef koma fram óskir þar um og nægjanlega mikill fjöldi nemenda. Áskilinn er réttur til íjöldatak- markana í auðlindadeild HA vegna takmarkaðrar verklegrar aðstöðu. Fjamám HA fer fram á netinu í sérstöku vinnuumhverfí og í fjarfundum sem fara fram í samstarfi við MSS. Nemendur í auðlindadeild þurfa að mæta í staðbundið nám í a.m.k. 2 vikur á hverri önn og eru ekki endilega bundnir af fjarfundum. I leik- skólafræði þurfa nemendur að mæta í tveggja vikna staðbundið nám á sumarmisseri. Fjamám HR fer fram í sérhönnuðu fjar- námsumhverfi sem deildin hefur þróað á undanfomum árum og byggir nær eingöngu á internet- tækni. Kynning á náminu í auðlindadeild HA verður hjá Miðstöð símennt- unar á Suðumesjum, mánudaginn 13. maí kl. 16:00 að Skólavegi 1 í Keflavík og á kerfisfræðináminu hjá HR, miðvikudaginn 15. maí kl. 16:00, einnig að Skólavegi 1. Skúli Thoroddsen, forstöðumaður MSS Skjólveggur 200x167 13.950 kr. Barnahús verð 59.885 kr. Skjólveggur 200x74/37 5.950 kr. Skjólveggur 200x127/90 8.990 kr. Pallaolía verð 1.450 kr. Skjólveggur 200x167 12.695 kr. Hleðsluborvel 12V 14.995 kr. MANNLÍFID 3 lítra Vel sótt “kvennakvöld” hjá framsókn Fjöldi kvenna á öllum aldri tók þátt í kvennakvöldi sem bar yfirskriftina „Kveikjum í konum“ en þaö var haldiö í Framsóknarhúsinu sl. sunnudagskvöld. Kvennakvöldið var samstarf Landssambands Framsóknarkvenna og Bjarkar félags Frantsóknarkvcnna í Reykjanesbæ. Heiðursgestur kvöldsins var Siv Friðleifsdóttir umhveifisráð- herra og veislustjóri var Guðný Kristjánsdóttir, sem skipar 3. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Boðið var upp á léttar veitingar og skemmtiefhi af ýmsu tagi t.d. töffabrögð, tónlistarfluming og fjöldasöng. Skemmtikraffamir fóru á kost- um en það voru Kjartan Már Kjartansson, Freyr Sverrisson, Jón Marinó Sigurðsson og Helgi Hannesson. Vordagar í garöinum þínum auka rafhlaða, vasaljós og bitasett HÚSASMIÐJAN Sími 421 6500 • www.husa.is Garðhús Garðborð Skjólgirðingar Pallaefni o.fl. ósamsett VÍKURFRÉTTIR • 19. tölublað 2002 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.